blaðið

Ulloq

blaðið - 10.07.2006, Qupperneq 21

blaðið - 10.07.2006, Qupperneq 21
blaöiö MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 GARÐAR I 21 Köngulær og geitungar, ekki bestu vinirnir! J í 1 GA w RÐÞ [R HELGA STEINGRÍMSDÓTTIR Köngulær eru orðnar að hálf- gerðum faraldri hér á landi, þær vilja oft sýna sig á trépöllum og spinna utan á glugga. Trépall- arnir geta oft verið þaktir af þeim, þar sem þær spinna á handriðið, sólstólinn, grillið og fleira. Þetta er ekki það fallegasta sem maður sér á morgnana, tilbúinn að leggj- ast í sólbað eða kemur þreyttur heim eftir vinnu og ætlar að slaka á. En hvernig á að bregðast við þessum kvikindum? Sumir taka sig til og sópa þeim í burtu með góðum kústi en svo má reyna að eitra fyrir þær. Permasect-eitri er hægt að úða á köngulærnar sjálfar en það verður að úða vel á þær. Blandið eitrið sterkt, ca. 10-15 ml, jafnvel meira í 10 lítra af vatni. Það getur stundum verið erfitt að útrýma köngulóm og oft þarf að end- urtaka úðun tveimur eða þremur dögum seinna. Það er líka gott að úða i þakskeggið og i hornin á pöll- unum, á pallinn sjálfan eða bara þar sem köngulóin virðist halda sig. Það er ekki æskilegt að verja tíma á pallinum sama dag og úðað er. Perm- asect er svokallað snertieitur en það virðist samt haldast í viðnum í ein- hvern tíma, ca. 10-20 daga. Eitrið hefur þau áhrif að köngulóin fælist og vill ekki koma nálægt íverustað sínum. Köngulærnar verpa á haustin, ým- ist í þakskeggi eða við gluggakarma og oft á stöðum þar sem maður sér ekki ýkja vel til þeirra. Hreiðrin eru eins og gulir litlir hnoðrar og það má grípa til haustúðunar ef maður sér til þeirra. En vitanlega gera þær eitthvert gagn líka, veiða flugurnar í netin og éta litlar lýs og pöddur sem er kostur útaf fyrir sig. Ekki mikið af geitungum í ár. Geitungarnir eru farnir að láta sjá sig en ekki virðist vera mikið um þá núna, vorkuldinn hefur þau áhrif. Þeir ná ekki að komast eins vel á legg. Samt sem áður má finna bú sum- staðar í görðum og við erum heppin ef við sjáum þau meðan þau eru á stærð við epli eða stóra appelsínu. Þá er um að gera að grípa einnig til úð- unar með permasecti, það er hættu- laust og auðvelt á meðan þau eru svona lítil. Þá blandar maður eitrið töluvert sterkt, ca. 3-4 ml í lítra og úðar beint inn í búið. Nokkrar sek- úndur ættu að duga til að útrýma öllum óboðnum gestum. En helst verður að leka vel af búinu. Það er best að gera þetta seint að kvöldi og vera í góðum galla. Oft eru 1-3 geitungar að hamast utan á búinu vel fram á nótt en við látum það ekkert á okkur fá. Best er að vera snöggur að ýta spíssnum á úðakútnum inn í búið því þeir skynja oft áreiti ef við gerum þetta of rólega. Þá koma eflaust 7-10 út og standa vörð. Stór bú ættum við að láta í hendur fagmanns, nema við séum nógu köld og óhrædd, aðalmálið er að úða nógu lengi þannig að leki í gegnum búið. Leiðrétting á grein um rósir Mig langar að koma á framfæri leið- réttingu í sambandi við síðustu grein, en þar var tekið fram að allar rósir ætti að klippa niður í 15-25 cm hæð. Þetta á auðvitað ekki við nema í ein- staka tilfellum, það fer auðvitað allt eftir stærð og umfangi rósarinnar hversu mikið þarf að klippa. Ef þær hefur kalið eða um gamlar rósir er að ræða sem þarfnast endurnýjunar eru þær oft klipptar vel niður. Allar rósir þarf almennt að snyrta vel að vori. Þá skiptir máli hvernig maður klippir rósina, hvaða greinar eru styttar o.s.frv. Það varð einnig orða- ruglingur í sambandi við klippingu á klifurrósum. Klipping klifurrósa er margþætt og stjórnast af hvort þær blómstra á árssprotum eða á greinum árinu áður. Almennt eru einungis gamlar greinar klipptar í burtu fyrstu tvö árin en plantan síðan klippt reglulega á haustin. Plöntuna skal svo snyrta að vori. Annars eru klippingar rósa sérdeild innan garðyrkjunnar og það væri hægt skrifa heila bók um það. Það er því miður ekki hægt að lýsa því í nokkrum línum hér, enda tilheyrir það vorverkunum. Nýr Grand Vitara er alvöru jeppi af réttri stærð fyrir nútíma fólk sem gerir miklar kröfur um hagkvæman rekstur, aksturseiginleika og öryggi. Undir glæsilegri yfirbyggingu leynist sterkbyggð grind, aflmikil vél og fullkomið fjórhjóladrif með háu og lágu sídrifi með læsingu á milli fram- og afturhjóla. Það skiptir ekki máli hvort þú ert í borgarumferðinni, eða uppi á fjöllum, hagkvæmni og einstakir aksturseiginleikar Grand Vitara gera aksturinn ánægjulegan. NÝRGRAND VITARA $ SUZUKI ...er lífsstíll! SUZUKI BfLAR HF. SKEIFUNNI 17. SlMI 568 51 00. www.suzikibilar.is ' * GftANO Nyr Grand Vitara HAGKVÆMNI Verð frá kr. 2.790 þús. Eyðsla aðeins 9,1 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.