blaðið - 10.07.2006, Page 28
28 I DAGSKRÁ
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 blaðiö
Ef þér finnst þú bera ábyrgð á öðrum, hvort sem
það er vinur eða vandamaður, þá ættirðu að láta
hann eða hana vita. Ábyrgðartilfinningin ereinung-
is vegna þess að þér þykir vænt um viökomandi.
Naut
(20. apríl-20. maí)
Þú getur vel tekist á við mikla reiði og óánægju f
þinn garð. Þú veist að hún er á misskilningi byggð
og þú getur leiðrétt þetta án mikils vesens. Vertu
jákvæð/ur því þá mun þér ganga betur.
©Tvíburar
(21. maí-21. júnO
Það eru allir að leita að svörum við spurningum
sínum. Þín svör verða að vera betur undirbúin og
betur skilgreind en svör annarra. Undirbúðu þig
og hugsaðu svör þin til enda, þá mun fólk hlusta
áþig.
©Krabbi
(22. júnf-22. júlO
Gættu að þér í dag, ekki ganga of langt. Þér hættir
stundum til þess að fara út i öfgar og stíga skrefi
lengra en aðrir. Það gæti verið varasamt fyrir þig í
dag. Fylgstu vel með fólkinu sem er i kringum þig.
®Ljón
(23. júli-22. ágúst)
Smáatriðin skipta öllu máli og þú þarft að einbeita
þér að þeim. I kvöld skaltu vera rómantisk(ur), þú
gætir jafnvel komið ástvini þínum á óvart með því
að bjóða honum ót að borða.
€% Meyja
V (23. ágúst-22. september)
Þú getur ekki slegið í gegn í hvert skipt. Sættu þig
við að athyglin er á öðrum en þér í dag. Þú þarf ekk-
ert að lifa í skugganum, hleyptu bara öðrum með
þér i sviðsljósið.
Vog
(23. september-23. október)
Aðvaða úreinu íannað mun verða allt of timafrekt
fyrir þig. Þú þarft nauðsynlega að ákveða hvað þú
vilt og hvernig þú vilt hafa það og gera það svo.
Ekki skipta endalaust um skoðun, nýjar skoðanir
eru ekkert betri bara vegna þess að þær eru nýjar.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
Horfðu fram á við því þar eru markmiðín þín. Þú
skalt vinna að þeim statt og stöðugt og þá mun þér
takast það ætlunarverk þitt. Vertu jákvæð(ur) og
opin fyrir nýjum persónum.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
Þú ert stærri en þú heldur og getur alveg tekist á
við það sem þig langar. Hættu að velta þér upp úr
orðnum hlut og farðu að horfa fram á við, þessi
vísa er aldrei of oft kveöin.
Steingeit
(22. desember-19. janúar)
Nýjar og ferskar hugmyndir geta komið utan frá og
til þess að ná þeim þarftu að spyrjastfyrir og þá get-
urðu vel fengið það sem þú þarft. Þú skalt ekki vera
óhræddur við að spyrja ráða hjá öðrum.
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
Einbeittu þér að framtiðinni því að það er hún sem
skiptir mestu máli. Ef þér líður illa skaltu ræða mál-
in við vini þína eða þá sem standa þér næst.
Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
Ef að það er eitthvað sem þig langar að gera þá
skaltu gera það. Þú þarft ekki að hugsa þig tvisvar
um, vertu hvatvís og reyndu að lifa í augnablikinu.
LIFANDI FRÉTTIR FÆRÐAR í LETUR
Fjölmiðlar
Andrés Magnússon
Ég er nýkominn úr sumarfríi, sem
ég varði á Englandi, að mestu í
Cotswolds og ég er ekki frá því að
það hjarta Englands sé einhver fal-
legasti staður á jarðríki. En þrátt
fyrir fögur fyrirheit stóðst ég ekki
freistinguna og las blöðin.
Daily Telegraph hefur verið í
uppáhaldi hjá mér allt frá náms-
árunum, en síðan verð ég líka að
nefna Guardian, sem er alveg frá-
bært blað að flestu leyti, þó ég sé
yfirleitt ekki sammála neinu, sem
í því stendur nema vera skyldi sjón-
varpsdagskránni. Guardian breytti
broti blaðsins í fyrra til þess að
keppa við götublöðin um lesendur
í samgönguæðum landsins, en mið-
að við upplagstölur hefur tilraunin
ekki tekist sem skyldi. Hugsanlega
vegna þess að efnistökin eru nánast
óbreytt, en samgöngulesendurnir
vilja sjálfsagt meira léttmeti en rit-
stjórar Guardian geta hugsað sér að
tilreiða þeim.
Þess vegna eru götublöðin með
margfaldar sölutölur gæðablað-
anna. En þau eru ekki öll full af
þvaðri, lygafréttum og myndum af
allsberum kerlingum, eins og marg-
ir halda. The Sun er t.d. alveg listi-
lega skrifað, þó réttast sé að taka
fréttunum með saltkorni.
En mitt á milli gæðablaðanna og
götublaðanna má finna blöð eins
og Daily Mail og Evening Standard.
Ég er mjög hrifinn af Mail. Það er
æsingur í því, en það má marka
fréttirnar. Og tónninn í fréttunum
er persónulegri og beittari en mað-
ur á að venjast hér heima, þar sem
flestir blaðamenn virðast keppast
við að halda uppi sömu frásagnar-
gleðinni og finna má í ársskýrslum
opinberra stofnana.
Ég held að íslensku blöðin megi
vel við þróttmeiri skrifum, þó ekki
væri nema til þess að gera fréttirnar
meira lifandi fyrir hugskotssjónum
lesenda. Fyrir nú utan það að þau
yrðu svo miklu skemmtilegri.
Við tókum upp á því fyrir
skömmu hér í Blaðinu að merkja
helstu fréttir skrásetjurum sínum.
Um leið hafa þeir meira svigrúm til
þess að setja mark sitt á fréttirnar,
gera þær fjörlegri og lýsa stemmn-
ingum. Það gæti verið skref í þá átt,
sem lýst var að ofan.
andres.magnusson@bladid.net
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
8 SJÓNVARPIÐ
16.40 Helgarsportið
17.05 Leiðarljós (Guiding Light)
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Myndasafnið
18.01 Alda og Bára (9:26) (Ebb and Flo)
18.06 Bú! (21:26) (Boo!)
18.16 Lubbi læknir (19:52) (Dr. Dog)
18.30 Vistaskipti (7:26) (Foreign Exchange)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19-35 Kastljós
20.05 Kóngur um stund (5:12).
20.35 Svona var það (3:22) (That 70'sShow)
21.05 Leyndarmál kynjanna (3:3) (Secrets oftheSexes)
22.00 Tíufréttir
22.25 Lífsháski (49:49) (Lost II) Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna.
23.10 Út og suður
23.35 íslandsmótið í vélhjólaakstri (1:4)
00.05 Kastljós
00.35 Dagskrárlok
H ] SIRKUSTV
18.30 Fréttir NFS
19.00 fsland (dag
19.30 Fashion Television (e)
20.00 Friends (12:17) (The One With Phoebe's Wedding)
20.30 Jake in Progress (8:13)
21.00 Falcon Beach (6:27) (Summer Solstice)
21.50 Smallville (9:22) (Lex Mas)
22.40 Killer Instinct (6:13) (e) (Who's Your Daddy)
23.30 Stacked (4:13) (e) (Crazy Ray)
23.55 My Name is Earl (e) (Pilot)
00.20 Rescue Me (1:13) (e)
01.05 Weeds (1:10) (e)
01.35 Friends (12:17) (e) (The One With Phoebe's Wedding)
STÖÐ2
06.58 ísland í bítið
09.00 Bold and the Beautiful
09.20 Ífínuformi 2005
09.35 Oprah (75:145) (Oprah's Pros Reve- al Their Secrets)
10.20 My Sweet Fat Valentina
11.10 Grey's Anatomy (2:9) (Læknalíf)
12.00 Hádegisfréttir
12.25 Neighbours
12.50 Ífínuformi 2005
13.05 Home Improvement (4:25) (Hand- laginn heimilisfaðir)
13.30 Oliver Beene (11:14) (e)
13.55 WhatAbout Bob?
15.35 You Are What You Eat (9:17) (Mataræði)
16.00 Skrímslaspilið (10:49) (Yu Gi Oh)
16.20 Ginger segirfrá
16.40 Smá skrítnir foreldrar
17.05 Froskafjör
17-15 Bold and the Beautiful
17.40 Neighbours
18.05 Simpsons (12:21)
18.30 Fréttir, íþróttir og veður
19.00 fsland í dag
19.40 Svínasúpan (e)
20.05 Grey's Anatomy (35:36)
20.50 Related (3:18) (Systrabönd) Nýr gamansamur dramaþáttur úr smiðju framleiðenda Vina og Beð- málaíborginni.
21.35 Huff (5:13)
22.30 Snapshot (Ástarsamband í Amsterdam)
00.05 Prison Break (22:22) (Bak við lás og slá)
00.50 Johns (Harkarar)
02.25 Pursuit of Happiness (Hamingju- leit)
03.55 Huff (5:13)
04.50 Simpsons (12:21)
05.15 Fréttir og fsland f dag
06.25 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí
© SKJÁR EINN
07.00 6 til sjö (e)
08.00 Dr.Phil(e)
16.10 OneTreeHill(e)
17-05 Dr. Phil
18.00 6 til sjö (e)
19.00 Beverly Hills 90210
19.45 Melrose Place
20.30 TheO.C.
21.30 South Beach
22.30 C.S.I. Gil Grissom. Grissom og félag- ar eru snillingar í að leysa sakamál sem líta stundum illa út í byrjun, því oft virðist ekki vera neitt til að byggja málið á, en alltaf tekst þeim að koma manni á óvart. Þáttur sem grípur þig heljartökum um leið og þú byrjar að horfa og kemur þér allt- af á óvart. Einn vinsælasti þátturinn íBandaríkjunumídag
23.25 JayLeno
00.10 Boston Legal (e)
01.05 Beverly Hills 90210 (e)
01.50 Melrose Place (e)
02.35 Óstöðvandi tónlist
^^SÝN
18.00 fþróttaspjallið Þorsteinn Gunnars- son fjallar um öll heitustu málefnin í íþróttahreyfingunni á hverjum degi.
18.12 Sportið
18.30 GilletteSportpakkinn
19.00 Veitt með vinum (Veiðivötn) Ný þáttaröð þar sem rennt er fyrir fisk (ámogvötnumlandsins.
19.45 Landsbankadeildin 2006 (Fylkir - Víkingur) Útsending frá leik í Lands- bankadeild karla í knattspyrnu.
22.00 History of Football (Knattspyrnu- sagan)
22.55 Landsbankadeildin 2006 (Fylkir - Vikingur) Útsending frá leik í Lands- bankadeild karla í knattspyrnu.
rti Kt/ NFS
07.00 fsland í bítið
09.00 Fréttavaktin
11.40 Brot úrdagskrá
12.00 Hádegisfréttir
13.00 Sportið
14.00 Fréttavaktin Frétta-, þjóðmála- og dægurmálaþáttur í umsjá Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur.
17.00 5fréttir
18.00 fþróttir og veöur
18.30 Kvöldfréttir
19.00 fsiand I dag
19.40 Peningarnir okkar
20.00 Fréttayfirlit
20.20 Brot úrfréttavakt
21.00 Fréttir
21.10 60 Minutes
22.00 Fréttir
22.30 Peningarnir okkar
23.10 Kvöldfréttir
00.10 Fréttavaktin
03.10 Fréttavaktin
06.10 Peningarnir okkar
STÖE) 2 - BÍÓ
06.00 City Slickers (Fjörkálfar)
08.00 Lóa og leyndarmálið (e)
10.00 The Five Senses (Skilningarvitin fimm)
12.00 Hackers (Tölvuþrjótar)
14.00 City Slickers (Fjörkálfar)
16.00 Lóa og leyndarmálið (e)
18.00 The Five Senses (Skilningarvitin fimm)
20.00 Hackers (Tölvuþrjótar)
22.00 Dreamcatcher (Draumagildran)
00.00 Killing Me Softly (Bllður dauð- dagi)
02.00 The Ring 2 (Vítahringur 2)
04.00 Dreamcatcher (Draumagildran)
RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9
Heldur áíram að
trylla heimsbyggðina
Að vera rekinn fyrstur úr raunveru-
leikaþætti er dálítið eins og að vera
valinn síðastur í liðið; eða þannig
leið rokkstjörnunum verðandi
meðan þær biðu eftir því að úrslit-
in úr atkvæðagreiðslunni kæmu í
ljós. Djöflarokkarinn Lukas ákvað
að reyna á þol félaga sinna með því
að fá þá til að segja sér hverjir væru
líklegastir til að fara en enginn
vildi svara og ekki einu sinni hann
sjálfur. En þegar Dave Navarro
neyddi hann til þess sagði hann
Chris, Dönu og Jenny vera slökust.
Hljómsveitin fékk Dilönu til að
endurtaka flutning sinn á „Lithi-
um“ en hann hafði fallið henni
einkar vel í geð. Brooke kallaði
Magna, Phil og Chris fram á svið-
ið. Þeir fengu fæst atkvæði - eftir
fyrstu mínúturnar. En fleiri höfðu
lent í neðstu sætunum er atkvæða-
greiðslan hélt áfram. Zayra, Matt
og Ryan voru líka kölluð til. Chris
sem hafði klúðrað sínum málum
verulega með valinu á „Roxanne"
var sagt að mæta á sviðið. Hans höf-
uðlausn var „L. A. Woman“.
Hinir tveir sem höfðu lent í
neðstu sætunum voru Phil sem
þótti hafa flutt „Cult of Persona-
lity“ á afburðalitlausan hátt og
Matt, ástmögur allra og herberg-
isfélagi Magna, en það að hann
valdi að syngja „Yellow" virtist
hafa stuðað þungarokkarana. Phil
reyndi að bjarga sér með því að
syngja Switchfoot-lagið „Stars“ en
Matt brá á það ráð að ganga í aug-
un á metalmönnunum með því að
syngja „Planet Earth" eftir Egils-
hallartröllin í Duran Duran. Þá var
Supernova ofboðið og hún sendi
Matt hið snarasta heim. Þannig
að heiðri rokklandsins íslands var
borgið og Magni heldur áfram að
trylla heimsbyggðina.
Afwww.skjarinn. is