blaðið - 10.07.2006, Page 30
30 I FÓLK
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2006 blaðið
SMÁ
borgarinn
SAMFÉLAG
ÚTLITS-
DÝRKUNAR
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra.
Ertu traustur vinur?
Ég hef alltaf lagt mig allan fram við að vera það.
Smáborgarinn erstundum með tvö-
faldan og jafnvel þrefaldan persónu-
leika. Þegar það gerist þá á Smáborg-
arinn það til að lesa pistla eftirsig sem
hann er gjörsamlega ósammála. Þá
hristir Smáborgarinn höfuðið og lofar
að gera betur næst. Um daginn skrif-
aði Smáborgarinn til dæmis pistil um
lýtaaðgerðir og eftir á fattaði hann
að hann væri í rauninni ósammála
sjálfum sér. Smáborgaranum finnst
skipta máli hvort ungt fólk eða fullorð-
ið fer í lýtaaðgerðir. Ef fertugar konur
eða karlar ákveða að fara í lýtaaðgerð,
þau um það. Smáborgaranum finnst
sorglegra þegar ungar konur, sem
eru varla búnar að taka út kynþroska,
fara í lýtaaðgerð til þess eins að fegra
útlitið.
Það er dagsatt að við lifum í sam-
félagi útlitsdýrkunar. Fólk er valið í
vinnu eftir útliti, maki er valinn eftir
útliti og vinir eru jafnvel valdir eftir
útliti. Þetta er staðreynd en þrátt fyrir
það er ekki þar með sagt að við eigum
að hætta að berjast gegn því sem við
erum ósammála. Smáborgarinn vill
ekki lifa í samfélagi þar sem 15 ára
stúlkur sjá engan annan kost en að
fara í brjóstastækkun, svo þær geti
eignast kærasta eins og hinar stelp-
urnar. Það er dagsatt að hverjum þykir
sinn fugl fagur og allir kannast við það
hvernig ófríður einstaklingur verður
fríður við nánari kynningu. Að sama
skapi getur fallegur einstaklingur orð-
ið ófríður þegar í Ijós kemur að hann er
eigingjarn og leiðinlegur.
Þó við lifum í samfélagi útlitsdýrk-
unar verður Smáborgarinn að viður-
kenna að hann hefur ekki oft séð Ijótt
fólk. Ekki fólk sem honum finnst virki-
lega Ijótt, svo Ijótt að hann verður nán-
ast að líta undan. Vitanlega erfólk mis-
fallegt en það er lítið til af fólkl sem
er hreinlega forljótt. Það er alltaf eitt-
hvað fallegt við einstaklinga, kannski
eru það augun, nefið, málrómurinn
eða litarhaftið. Kannski er Smáborgar-
inn svona tregur eða kannski gekk allt
Ijóta fólkið í aðra skóla og verslar í öðr-
um verslunum en Smáborgarinn.
Þroskaþjálfar marseruðu með trommuslætti og lúðrablæstri að félagsmálaráðuneytinu á föstudaginn til að vekja athygli á
kjarabaráttu sinni. Þar sungu þroskaþjálfarnir lagið „Traustur vinur", sem Magnús söng iðulega á þeim árum er hann var í
hljómsveitinni Upplyftingu
Ólíkir áhorfendur
Það hefur vart farið framhjá neinum að úrslitaleikur HM í knattspyrnu fór fram í gær. Að venju komust mun færri á úrslitaleikinn en
vildu. Þeir sem mættu voru hinsvegar margir mjög skrautlegir.
Þessi kona var sannfærð um að snillingurinn Zinedine Zidane myndi skora.
Reuters
Heimurinn snerist ekki um stjórn- Rems
mál heldur knattspyrnu i gær. Jacques
Chirac, forseti Frakklands, var meðal
þeirra sem mættu á völlinn i Berlín til
þess að styðja sína menn.
Góð samstaða var meðal aðdáenda franska landsliðsins í anda hins göfuga leiks. Reuters
SU DOKU talnaþraut
4 6 8 9 7 2 1 3 5
3 5 7 4 6 1 8 2 9
9 1 2 3 5 8 4 6 7
5 4 9 t 3 6 2 7 8
7 8 6 5 2 9 3 1 4
1 2 3 7 8 4 5 9 6
2 9 5 6 4 3 7 8 1
6 3 4 8 1 7 9 5 2
8 7 1 2 9 5 6 4 3
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig
að hvertala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers níu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins:
5 8 4
9 1 5 3
9 1 6
7
8 5 2
9 7 2 6 8 1 4
2 9 3 4 8
7 6
3 8 5 9
Hvað þarf ég að gera til að fá fá þjónustu hér?
HEYRST HEFUR...
Ofurbloggarinn Össur
Skarphéðinsson (ossur.
hexia.net)
er enn að og
eins og oft
áður er þessi
mikli stílisti
ámestuflugi
í ferðasög-
um sínum.
Nýverið var
hann á Ítalíu
í erindum þingsins ásamt Ein-
ari Oddi Kristjánssyni. Raunar
varð ferð þeirra torsóttari en
ráð var fyrir gert, því þeir félag-
arnir voru ekki fyrr stignir á
ítalska grundu en leigubílstjóra-
verkföll dundu
yfir. Össurvirð-
isthafataliðað
með því væri
ítölsk alþýða
að rísa upp
gegn Einari
Oddi, sem er
heiðursfélagi í
evrópsku atvinnurekendasam-
tökunum...
Leigubílstjóraverkföllin
voru þó ekki langvinn
og náðu þeir félagarnir að
munstra einn slíkan til þess
að aka sér um hina rómuðu
eyju Kaprí. Um leið og hann ók
þessum tveimur glæstu fulltrú-
um elsta þjóðþings heims um
eyjuna sungu þeir fyrir hann
um Katarínu sem Davíð Stef-
ánsson orti um forðum. Svo
spurðu þeir bílstjórann hvort
verið gæti að afi hans hefði
verið einn af Kaprísveinunum
sem skáldið frá Fagraskógi
gerði ódauðlega. Hann varð
glaður við að heyra að íslenskt
skáld hefði fært hróður Kaprí
alla leið norður undir heim-
skautið, en gat ekki svarað þess-
ari áleitnu spurningu nánar.
Þess er hins vegar vert að geta
að þeir Össur og Einar Oddur
hrifust mjög af hinu fræga Ka-
prívíni sem kennt er við Tíber-
íus keisara sem hvergi undi sér
betur en þar...
Veitingahúsagagnrýni
hefur orðið nokkuð bein-
skeyttari undanfarin misseri
og það þótt Jónas Kristjánsson
hafi að mestu slíðrað penna
sinn á þeim
vettvangi.
I staðinn
hafa kvatt
sér hljóðs
meistarar
á borð við
Hjört Hows-
er, sem ber
næmt skyn-
bragð á það sem máli skiptir
á veitingastöðum, og gildir
einu hvort hann fer á Vox eða í
pulsuvagninn. Blaðamaðurinn
Páll Ásgeir Ásgeirsson (www.
malbein.net/pallasgeir) lætur
sér líka annt um bragðlaukana
og fjallaði síðast um veitinga-
staðinn B5 í Bankastræti, sem
honum fannst ekki mikið til
koma:
Fiskurinn var vissulega
rétt eldaður en á mörkum
þess að vera ferskur. Hann var
nógu lítið kryddaður til þess
að greinilega fannst bragð
af efni sem heitir TMA eða
Trimethylacetelin og er virka
efnið sem brýtur niður fisk-
hold við rotnun og er reynd-
ar ágætt í hæfilegu magni.
Það voru semsagt herfileg mis-
tök að fara þangað inn því við
vorum svöng en lasinn spör-
fugl hefði gengið svangur frá
þessu veisluborði.“
andres.magnusson@bladid.net