blaðið - 19.07.2006, Page 12

blaðið - 19.07.2006, Page 12
12 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 blaöið blaðið------------------------------------------- Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Erna Kaaber Ritstjórnarfulitrúi: Janus Sigurjónsson Hundalógík Merkilegt að heyra í ráðamönnum um hátt matarverð og hvað ber að gera til að létta okkur lífið, leyfa okkur að búa við ámóta verðlag og þekkist hjá öðrum þjóð- um. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í gær að alls ekki sé víst þó að ríkið losi um sínar heljaklær og falli frá hluta þess sem það leggur á lífs- nauðsynjarnar að það skili sér til neytenda, hann sagði það bara alls ekki víst. Fákeppni í verslun er það mikil að mati ráðherrans að allsendis er óvíst að lækkun skatta og lækkun á álögum hins opinbera skili sér til neyt- enda. Skilja mátti forsætisráðherrann þannig að fjandans kaupmennirnir myndu hirða allt sem sparast. Hann tók sem dæmi að sælgæti seljist fínt og ef opinberar álögur verða lækkaðar sé allt eins hægt að reikna með að kaupmennirnir lækki nammið ekki, heldur hagnist sjálfir á hugsanlegum breytingum. Það var og. Fleira hefur verið nefnt og sá ótti er uppi núna að ráðamenn geri fátt til að lækka matarverðið, með þeim rökum að kaup- mönnum, sem eru sagðir í fákeppni og þá væntanlega ekki í nógri sam- keppni, hirði allt sem neytendum er ætlað. Það væri í lagi að reyna, ráðamenn. Reynum kaupmennina, reynum milliliðina, reynum hvert á annað og sjáum til hvort við getum ekki bara treyst hvert öðru. Það er ekki mikils virði að neita að framkvæma bara vegna vissu um að einhverjir muni svindla. Sami tónn heyrist hjá svo mörgum stjórnmálamönnum þegar þeir verj- ast lögum á fjármál og fjárreiður stjórnmálaflokka. Þeir segja að ekki sé hægt að setja lög einsog þekkjast í öðrum löndum, jú vegna þess að ein- hverjir muni bara fara í kringum lögin. Með svo rakalausum rökum hefur stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum tekist að verjast lögum um eigin starfsemi. Það setur að mörgum kaldan hroll þegar sama, eða svipuð, hundalógik heyrist þegar verið er að ræða jafn knýjandi mál og lækkun matarverðs. Fyrirfram gefinn ótti um illsku kaupmanna má ekki verða til þess að ekk- ert breytist. Fólkið í landinu hlýtur að benda ráðamönnum á að þetta er ekki þolandi. Það er augljós krafa um að gera breytingar, svo sterk krafa að aum hundalógík má ekki verða til að þess að ekkert eða alltof lítið verði gert. Engin rök eru heldur nógu sterk til að renna stoðum undir þær umkvart- anir, að breytingar á verndartollum og afnám annarra hafta sé aðför að landbúnaði, bara alls ekki. íslenskur landbúnaður er fínn, svo fínn að frá honum koma kannski fínustu matvæli í heimi. Það mun ekkert breytast, það er frekar að neysluvenjur muni breytast og fari svo að íslenskar vörur verði dýrari en innfluttar er fjarri lagi að halda að við munum ekki oft og iðulega velja íslenskar vörur. Við viljum bara fá að velja, eins og og aðrar þjóðir. Vonin er samt ekki mikil, nánast afar veik. Tónninn í þeim sem mestu ráða er ekki betri en svo að sennilega verður enn aftur kosið að gera ekkert, eða sem minnst. Og að áfram verðum við að sætta okkur við þrengri kost, aðeins vegna kjarkleysis ráðamanna. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsimi: 510 3700 Simbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: (slandspóstur Oriental BBQ-marinerin? meittara flr?entínu komin í vmlanir Oriental BBQ-marinering meistara Argentínu steikhúss hefiir notið gríðarlegrar hylli gesta staðarins í 16 ár. Nú er þessi óviðjafnanlegi kryddlögur fáanlegur í verslunum svo að eldklárir grillmeistarar heimilanna geta nýtt sér hann til aukinna vinsælda í sumar. FullkomnaÍu grillsteikina að hatti Argentinu steikhúss! WICEEEEEES K^NAN V/t H Mi) KoMH) % eru mtiViWR ''iSLe.NDÍWDA PVRÍR BOTKÍ MitfJAR-PARfrAFS. ÚÆStA SKR£F HLÝtUR. AP VERA w AFM'A VFíRRðfcOi ja(WAH — NAEí) GUí)S V'jLjA Stórfyrirtæki og skætingur þeirra Opið bréftil Hannesar Smárasonar Mér er sagt að þú eigir Icelandair. Ég hef nú oft reynt að skrifa ykkur en er ekki svarað. Því er best að ég skrifi hér. Þið skuldið mér semsagt peninga, samtals 106.550 kr. Ég þurfti til Jótlands í sumarhá- skóla. Og þið týnduð fyrir mér tösku, sem er ekki merkilegt ef reynt væri að bæta úr. En þjónustan öll var verri en hjá skattinum. Byrjaði svosem ekki illa. Ég gaf skýrslu hjá fyrir- tæki á Kastrup sem heitir Servisair GASC. Mér sagt að hringt yrði í mig á morgun eða alveg á næstunni. Beið fram á mánudag í Kaupmannahöfn enda í töskunni allt lesefni sem ég átti að nota í skólanum, lyf og nokkrar bækur sem ég vinn í þessa dagana og voru allar uppmerktar, en bakvið þær merkingar voru giska margar vinnuvikur. Enginn heima Ég reyndi ég öðru hvoru að hringja í hið virta töskufyrirtæki en tókst aðeins einu sinni að ná sambandi og var þá svarað með skætingi. Gerði álíka misheppnaðar tilraunir til að hringja í Flugleiðir, fyrirgefðu, Icelandair, heima á Islandi, en náði þar aldrei tali af neinum sem taldi koma sér við þó fyrirtækið týndi tösku. Á mánudag sendi ég bæði danska fyrirtækinu og netföngum sem ég fann á www.icelandair.is bréf þar sem ég gerði grein fyrir vand- ræðum mínum vegna töskunnar. Námskeiðið væri nú hafið og ég bæði bókalaus og hálfvegis heilsulaus. Danirnir sendu ekkert svar en Icelandair sendi mér nokkur auglýs- ingabréf þar sem mér var bent á hvað frábært væri að skipta við fyrirtækið. Þegar ég sendi inn kvörtun yfir þess- ari vélrænu og ómerkilegu afgreiðslu á erindi mínu sendi svokölluð fjar- sala mér nafnlaust bréf þar sem bent Bjami Harðarson var á að netfangið sem sæi um svona mál héti baggage@igs.is. Ég hafði frá því fyrsta sent bréfin á það netfang einnig og sendi nú bréf þangað í þriðja sinn án árangurs. Á miðvikudag var hringt frá Ser- visair og mér sagt að taskan væri komin í leitirnar og kæmi daginn eftir. Ég þakkaði í auðmýkt en engin kom taskan. Taskan finnst en ekkert gerist Þegar komið var langt fram á föstu- dag hringdi ég aftur í danska tösku- fyrirtækið, þar sem ég náði samband eftir margar tilraunir og 48 mín- útna bið í síma, sem kostar svolítið þegar farsíminn er tengdur á Islandi. Jú, taskan var ennþá á Kastrup, en til stóð að senda hana með flugi til Billund. Þaðan með flutningabíl til Árósa og svo einhvern veginn upp í háskólann þar. Þetta myndi auð- vitað taka nokkra daga. Ég reyndi að malda í móinn og sagðist ekki trúa því að ekki mætti gera þetta með ögn skjótari hætti. Jú, svaraði daninn. „But, Icelandair does not pay for that.“ Og Icelandair svarar ekki póstum frá mér, svo hvað veit ég? Taskan á eftir að þvælast milli manna líklega langt fram yfir það að kúrsinn í Ár- ósum er búinn og ég kominn heim. Og líklega töpuð mér með ómetan- legu innihaldi. Ég skynjaði í öllu þessu máli hvað stórfyrirtæki eru ómanneskjuleg, samviskulaus og sennileg til að veita slæma þjónustu þegar virkilega á reynir að hún sé góð. Hvað ég var litill og ómerkilegur í þeirra heimi þegar mér var svarað með auglýsinga- pósti og öðrum skætingi. Ég bað danskinn á Kastrup að setja töskuna á leigubil og borgaði bílstjór- anum möglunarlaust 4.064 danskar krónur eða 53.275 kr. fyrir. Annað eins tel ég lágmark fyrir öll óþægindi, hótel, símakostnað, tíma og leiðindi sem í málið fóru. Semsagt krónur 106.550. Þú getur, Hannes, borgað þessa upphæð inn á ávísanareikn- inginn minn sem er númer 14395 í Landsbankanum hér á Selfossi. Ekki láta það um þig spyrjast að þú sért sjálfur orðinn eins og stórfyrirtæki! Kær kveðja Bjarni Harðarson. Höfundur er ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins. Klippt & skorið Þegar Fréttablaðinu í gær var fletí mætti ætla að Jónína Bjartmarz væri i kosningabaráttu. Þar mátti lesa aðskiljanlegar fréttir um það að umhverfis- ráðherra mætir í vinn- una. En fyrst Guðni Ágússtson, eljari Jónínu um hylii fram- sóknarmanna, á ekkert málgagn er klippara Ijúft að upplýsa að þó allir séu að tala um matarverð og landbúnaðarstyrki, er það helst tíðinda úr landbúnaðarráðuneytlnu ef marka má vef þess (www.landbunadarraduneyti.is) að laus ertil leigu lóð í Flatey á Skjálfanda. Annars er gaman að fylgjast með viðbrögðum við matvælaskýrslunni frægu. Geir H. Haarde, forsætisráð- herra, segir að stjórnarflokk- arnir séu sammála um að verja verði islenskan landbúnað og að ekki megi vaða yfir einstaka atvinnugreinar með þjösna-1 skap. Á sama tíma sendir Borgar Þór Einars- son, stjúpsonur Geirs og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, frá sér yfirlýsingar um að sjálfsagt sé að jafnræðis sé gætt í skatt- lagningu matvæla og að það sé ekki hlutverk ríkislns að ástunda neyslustýringu með slíkri skattlagnlngu „líkt og ein- stakir stjórnmálamenn virðast aðhyllast." Þeir eiga sjálfsagt eftir að ræða þetta betur yfir hryggnum um helgina. Annars er merkilegt hvað margir stjórn- málamenn kvarta undan einelti þessa dagana. Eggert Haukdal skrifar í Morgunblaðið í gær um hvernig hann hafi sætt pólitískum ofsóknum og ekki sist af hálfu sam- flokksmanna sinna. Daginn áður hafði þing- maðurinn Björgvin G. Sigurðsson kvartað undan því sem hann sagði einelti og róg í garð forystu Samfylkingarinnar. ( sama mund ferðast Halldór Asgrímsson á kveðjufunda- ferðalagi sínu um landið og segir einelti fjölmiðla helstu ástæðu ófara framsóknarmanna. En ættu menn ekki að velja sér annan starfsvettvang en stjórnmál ef andstreymið er þeim svo erfitt? andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.