blaðið - 20.07.2006, Síða 2

blaðið - 20.07.2006, Síða 2
2IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006 blaAið blaðiðHi Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 * www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@biadid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Unglingur á ísafirði: Drukkinn og skólaus Sextán ára ölvaður unglingur var í vanda í miðbæ ísafjarðar á sunnu- dagsmorgun þegar lögregla kom honum til hjálpar. Ung- lingur hafði í vímunni týnt bæði skóm og öðrum per- sónulegum munum. Lögregla ók honum heim þar sem foreldrar tóku á móti honum. Barnavernd- aryfirvöldum var greint frá uppákomunni. Hugulsamur fangi: Strauk til að færa kveðju 26 ára gamall maður braust út úr fangelsi í Svartfjallalandi til þess að óska unnustu sinni til hamingju með afmælið. Maðurinn, sem af- plánar lífstíðardóm fyrir morð, yf- irbugaði fangaverði og klifraði yfir fjögurra metra háan vegg og náði að komast heim til 19 ára gamallar kærustu sinnar. Tveimur klukkustundum eftir strokið gaf hannsig fram. „Ég lofaði unnustunni að ég myndi færa henni hamingjuóskir en mér var ekki leyft að hringja í hana úr símanum í fang- elsinusagði maðurinn. Evrópumeistaramót í mýrarbolta á ísafirði í ágúst: Verðlaun fyrir drull- ugasta leikmanninn ■ Reglur sambærilegar og í venjulegri knattspyrnu ■ Sérstök gönguskíðakeppni í drullunni Eftir Atla (sleifsson Evrópumeistaramótið í mýrar- bolta fer fram á ísafirði dagana 11.-13. ágúst nk. Jóhann Bæring Gunnars- son, formaður Mýrarboltafélags Is- lands, segir íþróttina njóta sívaxandi vinsælda. „Heimsmeistaramótið fór fram í finnska bænum Hyrynsalmi um síðustu helgi og voru hátt í 300 lið sem tóku þátt í þetta skiptið. Það er mjög gaman að horfa á þessa íþrótt og hún er fínasta sjónvarps- efni. Hafa verður í huga að mýrar- boltinn er 90% skemmtun og 10% keppni.“ Mýrarbolti á rætur sínar að rekja til sumaræfinga finnskra göngu- skíðakappa sem vildu fá fjölbreytni í æfingarnar yfir sumartímann. „Fljót- lega var farið að halda mót og nú er íþróttin komin á það stig að verið er að vinna að stofnun alþjóðlegs mýrar- boltasambands. Við vorum fyrstir til að efna til Evrópumóts og er þetta í þriðja sinn sem Evrópumeistaramót er haldið hér á landi,“ segir Jóhann. Mótið fer fram í Tunguskógi skammt frá Isafirði. „Við erum að gæla við að fá hátt í 50 lið til að taka þátt, en skráning stendur yfir þessa dagana og er öllum opin. Við hvetjum fyrirtæki til að skora á samkeppnisað- ila í mýrarbolta, þar sem hægt er að takast almennilega á og skíta hvorir aðra út. Við reiknum með þátttöku fjölda útlenskra liða líkt og síðustu ár, þó að flest liðanna verði íslensk. Keppt verður í karla-, kvenna- og blönduðum flokkum,“ segir Jóhann. Sex leikmenn eru í hverju liði og er völlurinn álíka stór og handbolta- völlur. „Við minnkuðum hins vegar völlinn aðeins, þar sem við erum ekki í svo góðu formi. Reglurnar eru sambærilegar þeim í fótbolta, nema markmaður verður að sparka bolt- anum út og notast er við innspörk í stað innkasta. Leiktíminn er tvisvar sinnum tólf mínútur og liðin mega vera með ótakmarkaðan fjölda vara- manna. Liðin eru í búningum þó að í lok leiks eiga þeir til að líta eins út,“ segir Jóhann og hlær. Körfuboltafélag Isafjarðar (KFl) sigraði mótið í fyrra í karlaflokki, en Gleðisveit Gaulverjahrepps í kvenna- flokki. „Þessi lið munu einnig taka þátt í ár og ætla sér að verja Evrópu- meistaratitilinn. Við höfum einnig veitt sérstök verðlaun fyrir drull- ugasta leikmanninn, besta markið, Drullugasti leikmaðurinn? Drulla, sviti og tár! bestu búninga og prúðasta liðið," segir Jóhann. Að sögn Jóhanns vonast móts- stjórn til að hægt verði að standa fyrir sérstakri gönguskíðakeppni í drullunni. „Það er draumur okkar sem gengur vonandi eftir. Dregið verður í riðla á föstudeginum. Svo verður keppt á laugardeginum en um kvöldið verður mikil veisla þar sem verðlaun eru afhent. Annars eru allar nánari upplýsingar á heima- síðunni myrarbolti.com“ atlli@bladid.net Keppt í kartöflugarði Keppt erímörgum mismunandi flokkum. Sannkallaður þrumufleygur Leikmenn leggja sig alla fram. Á förnum vegi Ertu ósátt/ur við þann norska? Sigmar Sigfússon, verslunarmaður: „Ég er mjög ósáttur við þá. Við stelum bara fiski úr smuginni þeirra í staðinn." „Andri Þór Sigurjónsson, tölvumaður: Mér gæti eiginlega ekki verið meira sama.“ Þorkell Þorkelsson, framkvæmdastjóri: „Það var nú ekki gott að heyra af þessu.“ Elínborg Þorsteinsdóttir, listmunasali: „Já, ég hefði allavega tekið norska með mér ef ég hefði verið í sömu aðstæðum." Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður: „Var þetta ekki bara klaufaskapur? Klikk hjá ráðuneytinu?" NÝR OG ÖFLUGRl SAVAGE X 4,1 Tómstundahúsið ♦ Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid 0 HeiðskírtVr léttskýjað: Skýjað', Alskýjað Rigning, litilsháttai Rignii Snjókoma*- • Slydda a 1 Snjóél Skúr iiarjjlr' Algarve 28 Amsterdam 26 Barcelona 32 Berlín 34 Chicago 25 Dublin 22 Frankfurt 33 Glasgow 19 Hamborg 34 Helsinki 20 Kaupmannahöfn 27 London 27 Madrid 32 Mallorka 32 Montreal 20 New York 27 Orlando 24 Osló 24 París 29 Stokkhólmur 24 Vín 33 Þórshöfn 10 Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 9020600 Ðyggt á upplýsingum frá Voðurstofu (slands

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.