blaðið - 20.07.2006, Qupperneq 4
4IFRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006 blaöiö
Straumur Buröarás:
Björgólfur
Thor formaður
Björgólfur Thor Björgólfsson var
kjörinn formaður nýrrar stjórnar á
hluthafafundi Straums Burðaráss
fjárfestingabanka í gær, en Hannes
Smárason var kjörinn varaformaður.
Auk þeirra voru þeir Birgir Már
Ragnarsson, Eggert Magnússon
og Jón Ásgeir Jóhannesson kjörnir
í stjórn en sjálfkjörið var bæði í
stjórn og varastjórn. I varastjórn
voru kjörin Eiríkur S. Jóhannsson,
Heiðar Már Guðjónsson, Smári
S. Sigurðsson, Þórunn Guðmunds-
dóttir og Baldur Örn Guðnason. Að-
eins eitt mál var á dagskrá og það
var kosning stjórnar.
Samtök verslunar
og þjónustu:
Undrast orð
Geirs Haarde
Ólafur ánægður Ferþó eftirþróun verðbólgu hvernig spilast úrbótunum
Ummæli forsætisráðherra í fjöl-
miðlum um að verslunarmönnum
sé ekki treystandi til að láta lækkun
tolla og skatta
á matvæli skila
sér til neytenda
eru óskiljanleg
að mati Samtaka
verslunar og
þjónustu.
Samtökinhafa
nú beðið forsæt-
isráðherra um
skýringu á orðum sinum enda telja
þau alvarlega vegið að þeim rúm-
lega 20 þúsund manns sem starfa
við verslun hér á landi.
Þá benda samtökin á að í skýrslu
matvælanefndar komi fram að
lækkun tolla og skatts á mat-
vörur hafi hingað til skilað sér til
neytenda.
Kenía:
Dómsdags
vænst
Fylgjendur sértrúarsöfnuðarins
Húss Jahve í Keníu undirbúa sig nú
fyrir dómsdag, sem á að hefjast með
kjarnorku-
stríði ekki
síðar en 12.
september.
Meðlimir
safnaðarins,
sem á rætur sínar að rekja til Texas,
hafa selt eignir sínar og safnast saman
í miðhluta Kenía þar sem þeir byggja
neðanjarðarbyrgi og safna birgðum
fyrir efsta dag. Yfirvöld í Kenía
hafa áhyggjur af afleiðingunum ef
spádómurinn rætist ekki.
ísland sker sig úr hinum Norðurlöndunum:
Tvöfalt fleiri á stofnunum
■ Áhersla færð frá stofnanaþjónustu ■ Lífeyrisgreiðslur hækkaðar og skerðingar minnkaðar
Eftir Atla fsleifsson
„Við höfum náð að opna nýjar dyr,
en svo fer það eftir þróun verðbólg-
unnar hver árangurinn verður. Ég lít
hins vegar á þetta samkomulag sem
skref í rétta átt,“ segir Ólafur Ólafs-
son, formaður Landssambands eldri
borgara. Fulltrúar eldri borgara og
ríkisstjórnarinnar undirrituðu í gær
samkomulag um ýmsar aðgerðir rík-
isins til að bæta kjör eldri borgara
næstu fjögur árin. Samkomulagið
er byggt á tillögum nefndar, sem
forsætisráðherra skipaði í janúar
með fulltrúum ráðuneyta og
Landssambands eldri borgara til
að fjalla um aðbúnað og afkomu
ellilífeyrisþega.
Ólafur segir það mjög ánægju-
legt að tekist hafi að bæta kjör
hinna lægst launuðu og að hverfa
eigi sem mest frá stofnanaþjón-
ustu, stórefla eigi heimaþjón-
ustu og auka framboð á þjón-
ustu- og öryggisíbúðum. „Það
er undarlegt að þegar litið er til
nágrannalandanna þá eru að
meðaltali fimm prósent þeirra
sem eru 65 ára og eldri á stofn-
unum, en hér á landi er þetta
hlutfall níu prósent."
Með samkomulaginu er
meðal annars stefnt að því
að hækka lífeyrisgreiðslur,
minnka skerðingar og gera starfs- hvernig spilast úr þessum bótum.“ framkvæmd þeirra. í yfirlýsingu
lok sveigjanlegri þannig að lífeyris- Að sögn Ólafs er merkilegt hvað frá ríkisstjórninni og Landssam-
greiðslur hækki við frestun á töku íslendingar láta gamalt fólk af- bandi eldri borgara segir að góðu
lífeyris. „Aðaláhersla okkar snerist skiptalaust, samanborið við flest samstarfi aðilanna sé fagnað og að
um að hækka skattleysismörk og nágrannalöndin. „Eldri borgarar vilji sé til áframhaldandi samráðs
ná lægra skattþrepi en það tókst hafa ekki sömu samningsaðstöðu um þau viðfangsefni sem tillög-
hins vegar ekki. Samkomulagið er og til dæmis ASÍ. Við höfum engan urnar taka til og annað það sem
spor í rétta átt, en það fer hins vegar verkfallsrétt og getum í raun ekki upp kann að verða tekið í samráðs-
alveg eftir þróun verðbólgunnar ógnað með neinu.“ nefnd aðila. Árangurinn verður
Rikisstjórnin hefur þegar fjallað metinn að tveimur árum liðnum
um tillögur nefndarinnar og sam- í ljósi þróunar verðlags, launa og
<^> ^EXOrEME^
:j' t tZ.I IU.UltN --- ‘(35
nano-recH __ M
EXrREM XíREME
<£> Jgj NANO-T(~l POL.SH.NCyA/AX Jo-ltcFþ <£>
wA9H6w;;:| ^ -Jrcccr' GKíSíiw
r NANnFt NAMO-1! /tó 3 ■f VWU iet.M y
. c
r&m
NANO-TGCH
Bón og hreinsivara
NÝ OG ÖFLUGRI VARNARLÍNA
FRÁ TURTLEWAX
Söluaðilar um land allt
... á næstu Esso stöð ... bestir fyrir bílinn þinn