blaðið

Ulloq

blaðið - 20.07.2006, Qupperneq 10

blaðið - 20.07.2006, Qupperneq 10
10 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006 blaðið Mynd/JimSmarl Landsflug: Áfram með sjúkraflug Samningi um sjúkraflug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur verður ekki rift af hálfu heil- brigðis- og tryggingaráðuneytis- ins og Tryggingastofnunar ríkis- ins að svo stöddu. Komið hefur upp sú staða að sjúkraflug hefur ekki verið tiltækt þegar á þurfti að halda. Vildi Vestmannaeyja- bær því láta endurskoða samning- inn til þess að athuga hvort um brotalöm væri að ræða að hálfu Landsflugs. Mat ráðuneytisins var hins vegar það að Landsflug hefði staðið við sitt og að samningi yrði ekki rift. 48% fituskert og eggjalaus gerir gœfumuninn VOGABÆR Síml 424 6525 www.vogabaer.is Strætó: Björn Ingi vill ekki skerða þjónustu ■ Vill endurvekja leið S5 ■ Útilokar ekki úrgöngu úr Strætó bs. ■ Gjaldfrelsi enn í myndinni uninni við; nýting vagnanna sé öldungis óviðunandi og farþegum fækki í sífellu. Hann telur að ytri þættir líkt og fjölgun fjölskyldubíla og gisnari byggð valdi þarna nokkru, en ekki verði hjá því litið að ekki hafi verið brugðist nægilega vel við. „Maður heyrir bullandi óánægju með margar þær breytingar, sem gerðar voru á leiðakerfinu, og síðan kemur þessi gífurlegi hallarekstur upp á yfirborðið rétt eftir kosningar," segir Björn Ingi og leggur áherslu á að gerð verði stjórnsýsluleg úttekt á Strætó, svo menn átti sig betur á stöðunni og þeim kostum, sem til- tækir eru. Björn Ingi segir ekki sérstakt metnaðarmál af hálfu Rekjavíkur- borgar að losa sig út úr byggðasam- laginu Strætó. „En þannig háttar til, að borgin hefur aðeins einn fulltrúa í stjórn fyrirtækisins líkt og hin sveitarfélögin, en við borgum 70% af kostnaðinum. Það er engin sanngirni,“ segir Björn Ingi. .Sérstaklega þegar litið er til þeirrar ótrúlegu tilviljunar, að niðurskurð- arleiðirnar, sem stjórn Strætó hefur bryddað upp á, bitna fyrst og fremst á Reykvíkingum." Segir hann að menn þurfi að leggja á það kalt mat hvernig hagsmunum borgarbúa sé best borgið. En hvað með hugmyndir, sem Björn Ingi kynnti í kosningabarátt- unni um gjaldfrelsi í Strætó fyrir til- tekna hópa? „Sú hugmynd lifir góðu lífi og er raunar ættuð frá nafna mínum, Birni Inga Sveinssyni, borg- arverkfræðingi. Meirihlutinn er sammála um að gera eigi slíka tilraun, en mér finnst á hinn bóginn rétt að bíða stjórn- sýsluúttektarinnar áður en menn gára vatnið frekar." Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir ljóst að grípa verði til skjótra aðgerða til þess að leysa rekstarvanda Strætó bs., en telur að það verði ekki gert með því að skerða þjónustu við borgarana. „Það eru engar töfralausnir til á vanda Strætó, en það að fækka leiðum og minnka tíðnina eru engar lausnir í mínum huga,“ segir Björn Ingi í sam- tali við Blaðið. „Sérstaklega finnst mér bagalegt að ein af stofnleið- unum sex skuli lögð af sisona,“ segir Björn Ingi. „Auðvitað vissum við að Strætó stæði ekki vel, en við höfðum enga hugmynd um að ástandið væru jafng- rafalvarlegt og nú er komið á daginn." Hann segir liggja fyrir að leiðakerf- isbreytingin hafi engan veginn náð að snúa Par vann 200 milljónir í lottói: Vinna áfram á McDonalds Alþýðlegt breskt par sem datt í lukkupottinn og vann hátt í 200 hundruð milljónir í lottói á dögunum ætlar ekki að hætta að vinna og njóta lífsins í krafti hins nýfengna auðs. Þau Emma Cox og Luke Pittard, sem eru bæði á þrí- tugsaldri, ætla að halda áfram að starfa við að grilla hamborgara á McDonalds í Cardiff í Wales. Hins vegar ætla þau að nota hluta vinn- ingsins tilþess að finna sér hentuga fasteign en fram til þessa hafa þau ekki haft ráð á að kaupa fasteign sökum lágra launa. Emma hefur búið, ásamt tveggja ára gamalli dóttir sinni, hjá foreldrum sínum á meðan kærasti hennar hefur búið hjá sínum foreldrum í nágrenninu. McDonalds hefur verið örlaga- valdur í lífi þeirra beggja. Emma Cox hóf störf hjá McDonalds- staðnum sem hún vinnur hjá í dag fyrir sextán árum. Á þessum sex- tán árum hefur hún unnið sig upp og er nú yfirmaður staðarins. Fyrir um fjórum árum hóf Luke störf á staðnum og felldu þau snemma hugi saman. Duttu í lukkupottinn Ólíkt Lýöi Oddsyni, sem auglýsir tyrir íslenska getspá, ætla Emma og Luke ekki aö hætta að vinna eftir aö hafa unnið ílottói. Parið uppgötvaði að þau höfðu unnið í lottóinu á þriðjudag. Til þess að fagna lukkupottinum fóru þau út að borða. Að sjálfsögðu varð McDonalds fyrir valinu. Byggingavísitala Endurskoöaðir kjarasamningar hafa áhrif. Byggingavísitala: Hækkar um 4,14% Vísitala byggingakostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan júlí, hækkaði um 4,14% frá fyrra mánuði samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands. Endurskoð- aður kjarasamningur iðnaðar- manna og verkafólks tók gildi í upphafi mánaðar og hækkuðu þá laun í byggingavísitölunni að meðaltali um 8,1% vegna þessa. Áhrif þess á vísitöluna voru 3,2%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala byggingakostnaðar hækkað um ix,8%.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.