blaðið - 20.07.2006, Side 12

blaðið - 20.07.2006, Side 12
12 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006 blaóiö blaðið--------------------------------------------- Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjóri: Erna Kaaber Ritstjórnarf ulltrúi: Janus Sigurjónsson Erindi í alþjóða- samfélaginu Svo virðist sem þverpólitísk samstaða hafi myndast um framboð fs- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Almenn sátt virðist um það á Alþingi að nauðsynlegt sé að rödd íslenskra stjórnmálamanna heyrist á þessum vettvangi, þó efasemdir hafi heyrst utan þingsala. En slíkt framboð snýst ekki aðeins um metnað íslenskra stjórnmála- manna og utanríkisþjónustunnar. Lítum út fyrir landsteinana og hugsum málið: Ríkisstjórn fsraels hefur í öllu nema orði lýst yfir stríði gegn Líbanon vegna aðgerða vígamanna Hizbollah í síðustu viku og Gaza logar af ófriði. frak er á barmi borgarastríðs milli trúarbragðahópa. Spennan gagnvart kjarnorkuáætlun klerkastjórnarinnar í Teheran magnast, tilraunaskot N- Kóreumanna á langdrægum eldflaugum hafa aukið á spennuna í Asíu og hryðjuverkin í Mumbai hafa enn aukið titringinn á þeim slóðum, ekki síst milli kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans. Öll þessi flóknu mál eiga það sameiginlegt að þau koma inn á borð öryggisráðsins. f því ljósi er ekki út í hött að velta eftirfarandi fyrir sér: Hvaða afstöðu hafa þeir íslensku stjórnmálamenn sem telja mikilvægt að rödd íslands heyrist á vettvangi öryggisráðsins til þessara mála? Hvers vegna liggur sú afstaða ekki fyrir með skýrari hætti? Nauðsynlegt er að stjórnmálamenn tali skýrri röddu í alþjóðamálum. Ekki einungis út frá þeim augljósu sannindum að þegnar lýðveldisins eigi rétt á að vita hvaða afstöðu fulltrúar þeirra hafa til átaka samtímans. Það er einnig nauðsynlegt vegna þess að fái íslendingar stuðning til setu í öryggisráðinu þurfa þeir að taka afstöðu í vandasömum málum. Hvað munu fulltrúar þjóðarinnar taka til bragðs, svo dæmi sé tekið, ef viðskipta- hagsmunir skarast við almenna réttlætiskennd? Frá og með lokum kalda stríðsins hefur íslensk utanríkisstefna meðal annars einkennst af mikill áherslu á eflingu þátttöku fslands i alþjóða- viðskiptum og á að auka aðgengi íslenskra fyrirtækja að erlendum mörkuðum. Þessi stefna hefur meðal annars haft í för með sér að þræðir íslenskra viðskiptahagsmuna liggja mun víðar en áður. Þessi staðreynd gerir stöðu fslands á vettvangi öryggisráðsins flóknari en ella. Eindregin afstaða í flóknum deilumálum munu hafa afleiðingar fyrir hagsmuni ís- lands í öðrum málaflokkum. Þögn íslenskra stjórnmálamanna um helstu deilumál samtímans bendir til þess að þeir ætla að hegða sér á vettvangi öryggisráðsins eins og fulltrúar margra annarra smáríkja gegnum tíðina: gera sem flestum til hæfis, rata mótstöðulausustu leiðina og hafa hugfast að hjáseta er einatt þægilegust. Þarf öryggisráðið og heimsbyggðin á slíkri röddu að halda? Örn Arnarson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur Galskap í systeminu Fyrir margt löngu, þegar frjálshyggj- unni fór að vaxa fiskur um hrygg í lok áttunda áratugarins, urðu margir til þess að efast um gildi frelsisins. Fljót- lega ráku þó flestir þeirra sig á það, að andstaða við frelsið var ekki líkleg til vinsælda. Gripu andstæðingar frjáls- hyggjunnar þá til þess að reyna að gera hana og helstu boðbera hennar tortryggilega með því að kappkosta andstöðu sína við „nýfrjálshyggj- una“ og gáfu sterklega til kynna að auðvitað vildu þeir standa vörð um gömlu góðu frjálshyggjuna, hver svo sem munurinn átti nú að vera. Einn þeirra, sem talaði niður til frjálshyggjunnar með þessum hætti, var Albert heitinn Guðmundsson, sem var óljós hægrimaður, mikill fyrirgreiðslupólitíkus og fór gjarnan eigin leiðir eftir því sem vindar blésu. Raunar hugsa ég að honum hafi al- mennt verið fremur uppsigað við allar hugmyndir um breytingar, því hann talaði aldrei öðruvísi um Heimdall - sem þá var hugmyndadeigla Sjálf- stæðisflokksins - en sem „stuttbuxna- deildiná'. Þótti sumum það uppnefni koma úr hörðustu átt, í ljósi þess að Al- bert var fýrsti atvinnumaður íslands i fótbolta og hafði sjálfsagt enginn fslendingur komist jafnlangt á stutt- buxum og hann. Lögreglunni sigað á slökkvilið En einhverju sinni þrey ttist einhver á þessu tali hans um „nýfrjálshyggju" - gott ef það var ekki Óli Björn Kára- son - og spurði karlinn að því á stjórn- málafundi í Háskólabíói hvað þessi ,nýfrjálshyggja“ eiginlega væri. Albert var að venju skjótur til svars. Um þær mundir stóðu vinnudeilur, þar sem slökkviliðsmenn höfðu hótað útgöngu og verið bent á að ólöglegar aðgerðir af því tagi yrðu ekki látnar Andrés Magnússon óátaldar. Þetta tilefni nægði Alberti og hann svaraði að bragði: „Nýfrjáls- hyggja, það er þegar lögreglunni er sigað á slökkviliðið!" Auðvitað var þetta svar hans merk- ingarlaus þvæla, en það dugði samt, því salurinn sprakk úr hlátri og Al- bert náði að sýna á hvaða mið hann reri í sínum áróðri. En kannski það hafi verið punktur í þessu hjá karlinum eftir allt saman. Var hann kannski að reyna að koma orðum að því, að umræða um hlut- verk hins opinbera hefði aldrei átt sér stað hérlendis, hvað þá að hún væri til lykta leidd? Var Albert að ýja að því, að verulega skorti á mörk og mót- vægi í íslenska stjórnkerfinu? Að hug- myndafræðileg rökræða ætti erindi í dægurdeilurnar? Tvær víglínur í Leifsstöð Þetta flaug mér í hug þegar ég átt- aði mig á hinni tvöföldu víglínu, sem nú liggur um Leifsstöð, hvor þvert á hina. Annars vegar hefur ríkið þurft að leita á náðir fýrirtækjanna Securitas og Öryggisþjónustunnar um að ann- ast öryggisleit í Leifsstöð á farþegum, sem hingað koma frá löndum utan Evrópusambandsins. Þykir mörgum einkar óheppilegt að valdheimildir til þess að leita á fólki séu framseldar með þeim hætti og þá eru ótalin sjón- armið verkalýðsleiðtoganna, fána- liðsins og þeirra allra. Hins vegar sætir ríkið svo kæru til Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir að standa í verslunarrekstri í þessari sömu Leifsstöð, þar sem enginn vandi virðist vera að finna opinbera starfsmenn til þess að dæla brenni- víni og gotteríi í þreytta ferðalanga. Þetta er náttúrlega svo galið, að engu tali tekur. Hvað næst? Verða ráðuneytin boðin út meðan hið opinbera snýr sér alfarið að rekstri hárgreiðslustofa? f þessum efnum þarf ríkisstjórnin að taka sér taki og raunar allir stjórn- málamenn, hvar í flokki, sem þeir standa. Umræðan kann að vera löng og hún kann að vera leiðinleg, en það þarf að komast að almennri nið- urstöðu um það hvert hlutverk ríkis- ins er og síðan þarf það að halda sig innan þeirrar girðingar. Höfundur er blaðamaður Klippt & skorið Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráð- herra, þykir hafa sýnt mikið rögg með því að senda júmbóþotu yfir hnattfjórðung til þess að sækja Islendinga til Mið- jarðarhafsbotns vegna ófriðarins í Líbanon. Sumir hafa þó á orði að viðbrögðin hafi verið fullfumkennd. Segja þeirað vafalaust hefði mátt finna minni far- arskjóta. Aðrir klóra sér þó í höfðinu yfir því hvers vegna þurfti að senda vél eftir fólkinu, fyrst það komst heilu og höldnu frá Beirút til Damaskus, en ekki er vitað til þess að bráð hætta vofi yfir þeirri elstu borg heims, en sjálf hefur Valgerður kynnt þá skoðun sína að mesta ógn á svæðinu stafi af ísraelsmönnum. Nema náttúrlega að hún viti meira en hún lætur uppi, en meðal erlendra ráðamanna og fjölmiðla er gengið út frá því sem vísu að Sýrlendingar og (ranir hafi ýtt atburðarás- inni af stað, hugsanlega til þess að beina athygli alþjóðasamfélagsins frá brýnni málum, sem þá varðar. r Iþví samhengi var athyglisvert að hlýða á við- tal, sem tekið var við Ölmu Hannesdóttur áNFSígær, en hún er ein (slendinganna, sem komu á vegum Valgerðar til íslands. Alma hefur verið búsett ( Líbanon um nokkra hrið og lá hún ekki á þeirri skoðun sinni að mikilvægast væri fyrir Libanon að hryðju- verkasamtökunum Hizbollah yrði útrýmt, svo hernaðurinn hefði einhverja þýðingu. Svo mætti koma á friði. Gaman væri að heyra hvað utanríkis- þjónustunni finnst um það sjónarmið. elgi Seljan hefur sótt mjög í sig veðrið á NFS að undanförnu, 'c'MBL einkum með skínandi : ; fínum og fréttnæmum við- Íf-~ tr- tölum. í fyrradag fékk hann svo R þau Össur Skarphéðinsson Hk M og Drífu Hjartardóttur í viðtal til sín í (sland í dag um lækkun matvöruverðs. Þegar þing- mennirnir hófu svo gamalkunnan söng um hvað þetta væri allt flókið og erfitt og síðan kæmi sam- þjöppun á matvælamarkaði (veg fyrir að góð markmið næðust, fauk í Helga og spurði hann af hverju í ósköpunum samkeppnisyfirvöld gerðu ekkert í málunum þegar búið væri að fjasa um það í tíu ár. Fátt varð um svör. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.