blaðið - 20.07.2006, Side 29

blaðið - 20.07.2006, Side 29
blaóið FIMMTUAGUR 20. JÚLÍ 2006 29 ◄ ◄ ◄ Leitar að unglingahljómsveit: Langar þig að verða rokkstjarna? Stærsta umboðskrifstofa landsins, Concert, leitar nú að nokkrum ferskum unglingahljómsveitum og upprennandi rokkstjörnum til að skemmta í Kúlunni í Galtalæk um verslunarmannahelgina. Það hef- ur löngum verið hefð í Galtalæk að bjóða ungum og upprennandi hljóm- sveitum að spreyta sig í Kúlutjaldinu. . Margar af þekktustu hljómsveitum Islands hafa stigið sín fyrstu spor á útihátíð sem þessari. Áhugasamir vinsamlegast sendið inn upplýsingar á concert@concert.is kristin@bladid.net Krummi í Mínus: Datt á andlitið Skár í, 21.00 Everybody Hates Chris Gamanþættir með svörtum húmor byggðir á æsku grínleikarans og uppistandarans Chris Rock. Sagan hefst í Brooklyn þegar Chris, leik- inn af Tyler James Williams, er 13 ára. Æskuárin eru Chris erfið og hann sem hélt að allt myndi lagast þegar hann yrði 13 ára. Foreldrarn- ir gera miklar kröfur til hans, hann er elstur þriggja systkina og ber ábyrgð á þeim, er sendur í skóla þar sem flestir eru hvítir og þrátt fyrir að vera skotmark fantanna í skólanum þá reddar hann sér alltaf, því hann er úrræðagóður og klár. Þættirnir eru mjög vinsælir í Banda- ríkjunum í dag. ...lækna Sjónvarpið, 22.25 Bodies Mannamein eða Bodies er leikinn breskur myndaflokkur um líf og starf lækna á sjúkrahúsi í London. Handritshöfundurinn, Jed Mercurio, var áður starfandi læknir og byggir á eigin reynslu í þáttunum. Meðal leikenda eru Max Beesley, Neve Mclntosh, Patrick Baladi, Keith Al- len, Tamzin Malleson, Susan Lynch og Ingeborga Dapkunaite. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. ...kúreka Stöð 2, 23.30 Into the West (3:6) Vestrið er bandarísk sjónvarpsmynd í sex hlutum sem segir epíska sögu af örlögum tveggja manna á tímum landnámsins í Norður-Ameríku. Annar er hvítur landnemi, Jacob Gullæði breiðist um landið og þús- undir gullgrafara halda til Kaliforn- íu. Græðgin heltekur Jethro Wheel- er sem hættir lífi sínu til að verða ríkur. Aðalhlutverk eru í höndum Beau Bridges, Josh Brolin, Jessica Capshaw. Leikstjórar eru Simon Wincer og Robert Dornhelm. ...húmorista „Ég datt bara á andlitið," segir Krummi, söngvari í Mínus, en hann er skaddaður í andliti og segir rangt að hann hafi slegist við vina sína í hljómsveitinni Mister Handsome & Doktor Mister. „Hællinn var bara of hár á kúreka- skónum,“ segir Krummi. „Ég þarf bara að fá mér nýja skó,“ segir hann og hlær. Meðlimir i Mínus eru að hefja upptöku á plötu. Sjálfur vinnur Krummi f fatabúð og hinir meðlim- ir hljómsveitarinnar eru ýmist að einbeita sér að feðrahlutverkinu eða eru á ferð og flugi. „Það verður pínu redding að koma okkur öllum saman,“ segir Krummi sem hefur þó alls ekki setið auðum höndum í tón- listinni undanfarið. Hann syngur einmitt inn á nýútkominni plötu þeirra félaga í Mist- er Handsome & Doktor Mister, en það gerir einnig systir hans, Svala Björgvins. EITTHVAÐ FYRIR...

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.