blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaöiö íslandsvinir ekki sáttir við mótokross á Kárahnjúkum: mm * W ■ ■ W mu Eru a moti spoli Náttúruverndarsinnum líst illa á hugmyndina að mótorkrossarar spóli upp Kárahnjúka. Talsmaður Is- landsvina, Andrea Ólafsdóttir, segist halda í vonina um að lónið verði alls ekki fyllt og því væri synd að hleypa mótokrossurum á svæðið. Um helgina munu fslandsvinir slá upp tjaldbúðum á Kárahnjúkum þar sem þeir munu mótmæla virkjuninni og þá vilja þeir ekki hafa mótorkross- ara fyrir augunum ásamt mannvirk- inu sem er griðarlegt. „Mér list ekkert á það að þeir fari að spæna upp svæðið,“ segir Andrea sem heldur enn í vonina um að land- inu verði bjargað. Hún segir að ekki séu öll kurl komin til grafar í mál- Vilja tæta á Kárahnjúkum Islandsvinir eru ekki hrifnir. efnum virkjunarinnar og hún segist alls ekki vera viss um að vatni verði yfir höfuð hleypt í lónið. Ástæða þess mun vera sú að botninn er ótryggur og byggir það á skýrslu Gríms Björns- sonar, jarðeðlisfræðings. „Það er verra ef mótokross- ararnir spóla upp svæðið og svo verður því ekki sökkt," segir Andrea bjartsýn um fram- tíð landsins. Hún segist þó skilja áhugann og hef- ur ekkert við það að athuga ef fullvíst er að lónið verð- ur íyllt. Sjálf verð- ur hún á Kárahnjúk- um yfir helg- ina og mun þar taka þátt í mótmælunum. Búist erviðnokkr- um fjölda en helgin mun enda á þöglum mótmælum við stífluna. Hún segir hugmyndina skemmtilega þrátt fyrir allt og segist ætla að kasta kveðju á móto krossarana hitti hún þá fyrir á Kára- hnjúkum. valur@bladid.net MJÓLKURVÖRUR I SÉRFLOKKI w VÖRUR J? m FLOKKI 'mtgÆ Inniheldur plöntustanólester sem lækkar kólesteról Rannsóknir sýna að dagleg neysla Benecols stuðlar að lækkun kólesteróls um allt að 15%. Grillkjötið frá Goða er heitast á grillið í sumar! GOÐI alltnf góöur Dosapressur • Fyrir litlar og stórar áldósir • Spara allt að 80% pláss • Gerir endurvinnsluna auðveldari • Upplagt í sumarbústaðinn, bílskúrinn og geymsluna! PFAFF BORgArLJÓS Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sími 414 0400 ■ www.pfaff.is Eínnig með tómötum og olífum! v Hagstœðustu kaupin Hinn eini sanni íslenski DALA FETA nú fáanlegur á TVENNUTILBOÐI í nœstu verslun. Leigubílstjórar greiða hótelstarfsfólki undir borðið: „Hótelrottur“ á leigubílum ■ Múta starfsfólki til að fá bestu túr- ana ■ Algengt þegar ferðamenn biðja um leigubíl til Keflavíkur Eftir Atla Isleifsson Borið hefur á því að þröngur hóp- ur leigubílstjóra greiði starfsfólki hótela og gististaða á höfuðborgar- svæðinu undir borðið fyrir þægilega og arðsama túra. Leigubílstjórarnir múta starfsfólki fyrir þessa túra, þannig að starfsfólkið hringir beint í þá í stað þess að hringja í leigubif- reiðastöð. Heimildir Blaðsins herma að þeir leigubílstjórar sem þetta stundi gangi undir nafninu „hótel- rottur“ innan stéttarinnar. Að sögn er þetta algengt þegar er- lendir ferðamenn á hótelum ætla sér að taka leigubíl út á Keflavíkurflug- völl. Starfsfólk hótela og gististaða hringja þá í farsíma þessara leigubíl- stjóra sem greiða þeim 1.000 til 1.500 krónur svart fyrir túrinn. Öll laun leigubílstjóra koma beint frá kúnn- um, en svo greiða þeir föst gjöld til leigubifreiðastöðva. Þeir hagnast því á því að fá langa, þægilega og arð- sama túra. Miðað við iiúgildandi greiðslu- kerfi þá er lágmarksverð til Kefla- víkur frá Reykjavíkursvæðinu 6.000 krónur í dagvinnu, en 8.500 krónur í næturvinnu, þannig að um er að ræða bitastæða túra. Heimildar- menn Blaðsins innan stéttarinnar segja að það geti reynst afskaplega pirrandi að vera í röð fyrir utan hót- el og sjá aðra leigubíla koma utan úr bæ og fá túra til Keflavíkur á meðan aðrir neyðast til að sitja og horfa á. Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri á Radison SAS Hótel Sögu, segist ekki geta neitað að slíkt hafi við- gengst. „Við á Hótel Sögu erum með kynningarborð sem rekið er af öðru fyrirtæki sem annast að miklu leyti svona mál þar sem fólk vill bóka lengri ferðir, eins og til Keflavíkur. Að sjálfsögðu kemur einnig eitthvað af slíkum beiðnum inn á borð gesta- móttöku hótelsins. Ég get ekki svar- að til um það hvort verið sé að borga þeim undir borðið en við treystum okkar starfsfólki til að taka ekki við slíkum greiðslum. Hins vegar getur reynst erfitt að koma í veg fyrir slíkt, þar sem þetta heitir jú „undir borð- ið“.“ Hrönn segir slíkt athæfi vera óeðli- leg vinnubrögð og að hún brýni fyrir sínu starfsfólki að þetta séu vinnu- brögð sem líðast ekki. „Við viljum að allir sitji við sama borð og um leið og þú ert farinn að hygla einum meira en öðrum þá er ábyrgðin óhjá- kvæmilega orðin meiri.“ Sólborg Steinþórsdóttir, hótel- stjóri Hótel Loftleiða, kannast ekki við svona háttalag innan hótelsins. „Flestir gestir okkar taka Kynnis- ferðarúturnar til Keflavíkur, því þær stoppa fyrir utan hótelið. Ef gestir biðja um leigubíla þá er reynd- ar mismundi í hvaða leigubílastöð við hringjum, en við hringjum beint í þær. Ef þetta væri stundað á hótelinu þá myndum við aldrei líða það, því þetta eru ekki eðlileg vinnu- brögð.“ Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kannast við að bent hafi verið á slík vinnubrögð á sumum stöðum. „Mér finnst það óeðlileg vinnubrögð að fólk borgi öðrum undir borðið til að fá viðskipti. Það er hins vegar þann- ig að ef þessar greiðslur eru „undir borðið“ þá er erfitt að sjá hvort að þær hafi átt sér stað.“ atlii@bladid.net Lögreglan: Sektar sóðaskap | Sóðaskapur í umferðinni er eitt þeirra vandamála sem Lögreglan í Reykjavík tekur á. Að sögn lög- reglu hefur nokkuð borið á því að ökumenn hendi rusli á götur borg- arinnar en slíkt er með öllu óheim- ilt. „Þessi sóðaskapur er brot á lög- reglusamþykkt og á því er tekið. í sumar hafa allnokkrir ökumenn verið sektaðir fyrir að henda sígar- ettustubbum á götur borgarinnar og svo verður áfram á meðan þessi ósiður er við lýði,“ segir í frétt frá lögreglunni. Þá hefur lögreglan stöðvað og sektað nokkra öku- menn sem voru á bílum búnum vetrardekkjum, en það er brot á um- ferðarlögum á þessum tíma árs.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.