blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 11
blaðið LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 Ósvifin ummæli Vestrænu fólki finnst há- mark ósvífninnar vera þau ummæli Kameini erkiklerks í Iran, að ísrael sé djöfullegt krabbamein. Samt eru þau næsta rétt. ísrael er krabbamein Mið-Austur- landa, meginorsök og meðor- sök flestra vandræða heims- hlutans. Israel er líka illt afl, ásamt Bandaríkjunum annar póllinn í öxli hins illa, sem er — Alit i 11 meginorsök og meðorsök flestra vandræða heims- ins eftir valdatöku Bush forseta. Þegar ég hlustaði fyrir mörgum árum á Ehud Olmert, þáverandi borgarstjóra og núverandi forsætis- ráðherra, flytja erindi í Jerúsalem, fannst mér ég vera að hlusta á snarbilað- an mann. Jónas Kristjánsson á jonas.is Israel AöundirlagiBanda- ríkjannahafa áttveldin á fundi sín um í Pétursborg ákveðið að kenna samtökunum Hamas og Hezbolla um ófrið ísraels á hendur nágrannaríkj- unum. Þannig kemst ísrael upp með allt. Það komst t.d. upp með að fá sér kjarnorkuvopn, þótt allt verði vitlaust, þegar Iran reynir hið sama. Sérstaklega er merkilegt hvernig tilraun Bandaríkjanna til að koma á lýðræði í Palestínu leiddi til kosningasigurs Hamas, sem Bandaríkin hamast nú við að gera að engu. Það er ábyrgðar- hluti að teljast til vestrænna ríkja og bera ábyrgð á þeim hörmungum, sem þau valda víða um heim. „Mávavandinn" Einir Jónsson læknir skrifar: Taumlaus fjölgun máva undan- farin ár hefur vart farið framhjá borgarbúum. Þetta illfygli sveimar dag og nótt yfir íbúabyggð í leit að matarleifum sem fólk hefur „misst“ úr höndum sér og hefur jafnvel orð- ið uppvís að því að fara í ruslapoka sem skildir hafa verið eftir í góðri meiningu, á víðavangi. Verra er þó að fuglinn getur, að mér skilst, eftir heimildum vísra manna í borgarsjórn, borið hættulegt salm- oneílusmit í menn. Að vísu munu slík tilvik vera óþekkt. Hitt er þó ljóst að fuglinn er sjáanlegur hvert sem litið er, bæði í lofti, á ljósastaur- um og við jörð, þar sem hann eirir engu. Það ber því að gera rækilega gangskör í því að stórfækka vargi hér í borg með tiltækum ráðum; vaskri sveit hittinna haglabyssu- manna, með Gísla Martein í broddi fylkingar og víðtækum eitrunarað- gerðum. Lesendur Hverjir okra M.H. hringdi: Ekki er ég viss um að það sé rétt að kaupmenn á Islandi séu okrarar. Vissulega kostar margt meira hér en í öðrum löndum, en þarf endi- lega að vera að það sé kaupmönn- um að kenna. Sama er að segja um bændur. Þeir standa sig vel og án þeirra væri ekki gott að búa á íslandi. Hvers vegna allt er dýrara hér en í öðrum löndum veit ég ekki. Ráðherrarnir verða að svara því. Samt held ég að skattar og tollar hafi mikið að segja.Við sem höfum ekki mikil fjárráð fylgjumst með hvað gerist. Það er mikill munur á hvort það kostar 20 þúsund að kaupa í matinn á mánuði eða hvort það kostar 30 þúsund. Ef einhverjir eru að fá of mikið. Kannski ríkið og kannski kaupmenn eða heildsal- ar væri gott að allir gæfu eftir og bættu kjör okkar verst settu. VÆNTANLEG VAiA NÝ SENDING AF FATBOY KOMIN A marimekkcf " ' rt> O 3. tQ 3* OI Laugavegi 51 • 578 2000 www.fatboy.is y

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.