blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 21
blaöið LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 VIDTAL I 21 „Ef borgarbúar eiga að hafa skoðun á einkalífi borgarstjórans þá ættu þeir fyrst og fremst að hugsa um það hvort hann sé hamingjusamur.“ Og er borgarstjórinn hamingjusamur? „Já, hann er það. Það skiptir miklu máli í lífinu að hafa góða heilsu, sem ég hef. Það getur margt gerst í þessu lífi og heilsan bilar stundum skyndi- lega. Ég held samt að það séu nokkur lykilatriði sem skipti máli til að maður haldi góðri heilsu. Eitt er að hafa ánægju af starfi sínu. Það hef ég haft allt mitt líf. Ég hef ætíð hlakkað til að vakna á morgnana og takast á við daginn. Það hjálpar líka að vera glaðlyndur og geðgóður. Ég veit að ég get virkað þungur en innra með mér er ég mjög glaðlyndur og hef gaman af góðum húmor og saklausri stríðni. Svo er mikilvægt að láta sér þykja vænt um fólk. Það þykir mér og ég veit ekki til að ég hafi eignast hatursmenn. Mér finnst gott að umgangast fólk og reyni að gera það af kurteisi og tillits- semi. Ég heilsa til dæmis fólki með handabandi eins oft og ég get. Vinnu- semi, heiðarleika og gott viðmót eru þeir eiginleikar sem ég kann best við í fari fólks. Annars líkar mér við flest fólk nema nöldurseggi sem hafa allt á hornum sér. Þá reyni ég að forðast af fremsta megni. Síðast en ekki síst er ég hæfilega kærulaus. Ég fibast ekki við að lenda í deilum. Skammir í fjölmiðlum snerta mig lítið og ég reiðist ekki vegna þeirra. Það kann að vera að ég hafi gert það áður fyrr en ég er löngu hættur því. Ég get byrst mig og hækkað róminn ef ég er að svara fyrir mig í ræðustól en ég rýk ekki upp í vonsku. Ég er langminnugur en ekki langrækinn.“ Bíð ekki eftir laxinum Hvað hefðirðu gert efþú hefðir lent í minnihluta í borginni eftir þessar kosningar? „Þá hefði ég dregið mig í hlé frá pól- itík, orðinn sextugur. Ég hefði senni- lega bara farið að njóta lífsins.“ En það hefðu samt verið vonbrigði að tapa? „Ég þekki það að tapa. Ég er hins vegar fljótur að jafna mig á tapi. Ég er ekki að velta mér upp úr vonbrigðum dögum, vikum eða mánuðum saman. Einfaldlega vegna þess að ég veit að það tekur alltaf eitthvað nýtt við.“ Kemur tilgreina að láta afembœtti eftir fjögur ár? „Ég útiloka það ekki. Fjögur ár eru ekki langur tími í stóli borgarstjóra og kannski þarf maður átta ár. Ég hef ekki ákveðið að sitja í átta ár enda ræð ég engu um það, það eru kjós- endur sem eiga valið. Ég er í þessu hlutverki núna og þegar ég segi að ég ætli að standa mig og gera vel þá eru það ekki bara einhver orð. Ég legg alla mína krafta í þetta starf meðan ég gegni því. En það er líka alveg „Eg get byrst mig og hækkað róminn ef ég er að svara fyrir mig í ræðustól en ég rýk ekki upp í vonsku. Ég er langminnugur en ekki langrækinn.' jafn víst að ég ætla að eiga einhver ár fyrir mig og mína fjölskyldu. Þannig að nú þarf unga fólkið í borgarstjórn- arflokknum að sanna sig þannig að þegar ég hætti geti ég mælt með þeim sem mér finnst bestur." Ertu ekki metnaðargjarn? „Á vissan hátt er ég það. Metnaður minn felst í því að standa mig vel en ég hef engan sérstakan metnað til að krækja í embætti og beita til þess öllum brögðum. Ég get líkt þessu við það að veiða lax. Sumir laxveiðimenn komast í ham og vilja allt til vinna til að fanga laxinn. Ég er ekki endilega að bíða eftir laxinum. Mér væri eigin lega alveg sama þótt ég veiddi engan lax. En ef ég festi lax þá finnst mér mikilvægt að ná honum að landi. Þannig er minn metnaður." kolbrun@bladid.net M? hóraní r hádeginu - FJÖLSKYLDAN 4 kvoldin iViðtöi við íslenska vændiskúnna ÓKEYPIS SMÁSÖGUBÓK LaOsir og liðugir dIparsVEINAB „Mér liður ejns dq ég se nyhætt aðleikaílöngu en skemmtilegu björg Ólafsdóttir, is Etiassonar með smásögum fylgir biaðinu að þessu sinni. Við auglýstum eftir sögum í blaðinu og fengum frábær viðbrögð. Niðurstaðan er skemmtileg blanda af ólikum sögum eftir höfunda á aldrinum 17 til 80 ára, þekkta sem óþekkta. Góða skemmtun!" Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, ritstjóri Hvaða blað ert þú að lesa? Kynntu þér frábær áskriftarkjör (slma 515 5555 eða sendu okkur póst á askrift@frodi.is . HEIMILI - STJORN matur - r SZmbÍÍIMMI Smásögubók fylgir júlíblaðinu „Júlíblaðið okkar er stútfullt af skemmtilegu og fræðandi efni, auk þess sem bók FRÓÐ TlMARITAÚTGÁFA FÓTBREMSAN GÓÐA vinsœlu dönsku götuhjólin komin aftur i ELLUR KILDEMOES G. Tómasson ehf • Súöarvogi 6 • sími: 577 6400 • www.hvellur.com • hvellur@hvellur.com f

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.