blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 36
36 I DAGSKRÁ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaöiö HVAÐ SEGJA stjörNurnar? ©Hrútur (21.mars-19. aprfl) Þú getur svo sannarlega haft áhrif á fólkið i kring- um þig og meira aö segja hátt sett og mikilvægt fólk. Nýttu þér þetta og þá geturðu komið hug- myndum þínum á framfæri. ©Naut (20. april-20. mai) hó að þér finnist ekkert leiðinlegt þar sem mikið fjör og læti eru muntu fljótt sjá að þetta er ekki þinn tebolli. Ekki gera eitthvað sem þig langar ekki að gera. ©Tvíburar (21. maí-21. júní) Vertu hreinskilinn og hugsaðu eins hratt og refur- inn. Fólk mun taka eftir þvi hversu snjall þú ert. Gættu þess að láta ekki aðra kúga þig til þess að gera eitthvað sem þú vilt ekki gera. ©Krabbi (22. júní-22. júli) Ef það er eitthvað miður ánægjulegt í lifi þínu sem truflar þig ættir þú að reyna hvað þú getur til að finna jákvæðan flöt á málinu því þá mun þér sjáf- um/sjálfri líða betur. ®Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Orkan sem þú hefur ersíðuren svo jöfn og hún kem- ur svolitið í gusum. Einn daginn ertu eins og undín tuska en í dag hefurðu fítons kraft til að takast á viðhvaðsem er. Meyja (23. ágúst-22. september) Þú ert uppfull(ur) af krafti og orku í dag. Þessir já- kvæðu straumar fleyta þér langt inn í daginn og þú getur gert nánast hvað sem er. Vog (23. september-23.október) Þó þú einbeitir þér að þvi að ná takmörkum þínum og fylgja draumum þinum þarftu að læra að segja bless. Þú getur ekki haldið um alla eilífð, þú verður að læra að sleppa takinu. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Gættu þess að þú lendir ekki í deilum í dag og ef það er einhver með leiðindi við þig reyndu þá að láta það sem vind um eyru þjóta. Það sýnir meira hvernig mann viðkomandi hefur að geyma heldur en hvernig persóna þú ert Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Hættu nú að hafa áhyggjur af öllu og öllum. Ef þú gerir það gengur allt mun betur því þá geturðu ein- beitt þérað því að gera þaösemþúvilt gera og það sem í raun og veru skiptir máli. ©Steingeit (22. desember-19. janúar) Af hverju ertu alltaf á hraðferð? Slakaðu á, hlutirnir gerast á sínum eigin hraða og það er ekkert sem við getum gert til þess að breyta því. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Nú er kominn tfmi til að þú leggir aðeins aukalega á þig því þá nærðu að klára það sem þú ert búin(n) aðveraaðvinna að lengi. ©Fiskar (19. februar-20. mars) Þó að lifi þitt gangi sæmilega er það ekki þar með sagt að þú getir bara lagst meö fæturna upp i loft og slakað á. Hafðu svolítinn metnað fyrir sjálfum eða sjálfri þér. SIGURINN í HÖFN? i Fjölmiðlar Atli Fannar Bjarkason Magni er að standa sig vel í Rockstar: Supernova. Flutningur hans á Stone Temple Pilots laginu Plush var mjög fínn og sveitaballataktarnir eru smátt og smátt að hreinsast úr honum. Sama má ekki segja um keppinauta Magna. Flestir hafa þeir lítið fram að færa nema risastór sólgleraugu og tilkomumikið safn húðflúra. Okkar maður er byrjaður að færa sig upp á skaftið í lúxusvillunni þar sem hópurinn heldur til. 1 þætti vikunnar kallaði hann keppinauta sína „bitch“ (í.þ tík) í tíma og ótíma og reyndi með því að falla inn í rokkstjörnuformið sem flestir keppendur berjast við að fylgja. Ég velti fyrir mér hvort nú sé hinn sanni Magni að koma í ljós. Er þessi ljúfi sveitaballapoppari að hverfa? Þrátt fyrir fínan árangur hefðu íslendingar mátt biða aðeins með að lýsa yfir sigri hans. Eftir aðeins þrjár umferðir er byrjað að gaspra um netkannanir sem sýna að Magni sigurstranglegri en hinir. Þvílíkt rugl. Ég vil minna fólk á Eurovision 2005. Nóg sagt. atli@bladid.net LAUGARDAGUR 08.00 09.00 18.20 18.30 18.54 19.00 19.40 20.45 22.15 23.45 01.25 18.00 18.30 19.00 20.00 20.30 21.00 21.45 22.30 23.15 00.00 SJÓNVARPIÐ Morgunstundin okkar Opna breska meistaramótið i golfi Táknmálsfréttir Hope og Faith (58:73) (Hope & Faith III) Lottó Fréttir, íþróttir og veður Kvöldstund með Jools Holland (2:6) (Later with Jools Holland) Tónlistarmenn og hljómsveitir stíga á svið og taka lagið í þætti breska píanóleikarans Jools Hollands. f þessum þætti koma fram Athlete, Robert Plant, The 60 Teaml, The Fall, Mose Allison og Lhasa. Madeline (Madeline) Bandarísk gamanmynd frá 1998 um skólastelp- una Madeline sem er einkar lagin við að koma sér í vandræði en er sem betur fer úrræðagóð líka. Leik- stjóri er Daisy von Scherler May Boðorðin (Commandments) Dávaldurinn (Dr. Sleep) Útvarpsfréttir í dagskrárlok D SIRKUSTV Friends (16:17) (e) (The One With Rachel's Going Away Party) Fréttir NFS Friends (17:17) (e) (The Last One -PartOneandTwo) Fashion Television (e) Sirkus RVK (e) Ghost Whisperer (1:22) (e) Falcon Beach (7:27) (e)) Invasion (16:22) (e) (Fittest) X-Files (e) (Ráðgátur) 9 1/2 Weeks (e) (Kvikmynd) Tvær bláókunnugar manneskjur hittast í verslun á Manhattan, horfast í augu eitt augnablik og hverfa síð- an á braut. Áhuginn er vakinn Aðal- hlutverk: Kim Basinger og Mickey Rourke. Leikstjóri: Adrian Lyne.i986. Stranglega bönnuð börnum. \\ STÖÐ2 07.00 Engie Benjy (Véla Villi) 07.10 Ruff's Patch 07.20 Andy Pandy 07.25 Barney 07.50 Töfravagninn 08.15 Kærleiksbirnirnir (29.60) (e) 08.30 Gordon the Garden Gnome 09.00 Animaniacs (Villingarnir) 09-20 Leðurblökumaðurinn (Batman) 0940 Kalli kanína og félagar 10.05 Titeuf 10.30 Wind in theWillows 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Bold and the Beautiful 14.10 Idol — Stjörnuleit 15.35 Monk (6.16) (Mr. Monk Goes To A Wedding) 16.20 The Apprentice (2.14) 17.10 Örlagadagurinn (6.12) Sigldi í strand á fslandi en gerir það gott í Kaliforníu. 17-45 Martha (Summer Day With Megan Mullally) 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.00 íþróttir og veður 19.03 Lottó 19.10 My Hero (Hetjan mín) 19-40 Oliver Beene (13.14) (e) 20.05 Þaðvarlagið(e) 21.15 Welcome to Mooseport (Velkom- inn til Elgshafnar) 23.05 The Truman Show (Truman-þátt- urinn) 00.45 Under the Tuscan Sun (Undir Tosc- anasólu) 02.35 The Skulls 3 (Hauskúpurnar 3) 04.15 Monk(6.i6) 04.55 Oliver Beene (13.14) (e) 05.20 My Hero (Hetjan mín) 05.50 Fréttir Stöðvar 2 Fréttir Stöðvar 2 endursýndar frá því fyrr í kvöld. 06.30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí © SKJÁREINN n.15 Dr. Phil (e) 13.30 South Beach - tvöfaldur loka- þáttur(e) 15.00 Point Pleasant(e) 15.50 One Tree Hill (e) 16.45 Rock Star. Supernova (e) 19.00 BeverlyHills 90210 19.45 Melrose Place 20.30 All About the Andersons - NÝTT! Þeir eru skemmtilega sérstakir And- erson feðgarnir. Anthony, einstæður faðir og leikari sem á erfitt uppdrátt- ar í bransanum, neyðist til að flytja inn á foreldra sína með son sinn. 21.00 Run of the House Run of the House eru stórskemmtilegir þættir um óvenjulega fjölskyldu. 21.30 The Contender 23.00 The Bachelorette III (e) 00.30 Law & Order. Criminal Intent (e) 01.15 Wanted (e) 02.00 Beverly Hills 90210 (e) 02.45 Melrose Place (e) 03.30 Tvöfaldur Jay Leno (e) 05.00 Óstöðvandi tónlist ^^SÝN 10.30 FH -TVMKTallin 12.10 US PGA í nærmynd 12.40 Kóngur um stund (2.16) 13.10 HM 2006 (Svíþjóð - England) 14.50 442 15.50 Bergkamp Testimonial Upptaka frá Dennis Bergkamp-leiknum. 18.00 World Poker 19.30 Pro Bull Riders 20.25 President Cup - 2005 21.15 Bergkamp Testimonial 22.55 Hnefaleikar (JL Castillo - Diego Corrales) Upptaka frá sögulegum bardaga milll Castillo og Corrales s 00.05 Hnefaleikar (Floyd Mayweather - Arturo Gatti) 01.00 Box - Asturo Gatti v. Carlos Baldomir o, <// NFS 10.00 Fréttir 10.10 Óþekkt 11.00 Fréttavikan 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Skaftahlíð 13.00 Dæmalaus veröld - með Óla Tynes 13.10 Óþekkt 14.00 Fréttir 14.10 Fréttavikan 15.10 Skaftahlíð Maður vikunnar. Viðtal í umsjá frétta- stofu NFS. 15-45 Hádegisviðtalið 16.00 Fréttir 16.10 Vikuskammturinn 17.10 Óþekkt 18.00 Veðurfréttirog íþróttir 18.30 Kvöldfréttir 19.10 Fréttavikan 20.10 Kompás (e) 21.00 Skaftahlíð 21.35 Vikuskammturinn 22.30 Kvöldfréttir 23.10 Siðdegisdagskrá endurtekin stöð 2 - bíó 06.00 Miss Lettie and Me (Frú Lettie og ég) 08.00 Liar Liar (Lygarinn) 10.00 Brown Sugar (Púðursykur) 12.00 Young Adam (Adam ungi) 14.00 Miss Lettie and Me (Frú Lettie og ég) 16.00 Brown Sugar (Púðursykur) 18.00 Liar Liar (Lygarinn) 20.00 Young Adam (Adam ungi) 22.00 Troy (Trója) 00.40 Darklight (Út úr skugganum) 02.10 Starstruck (Stjörnudýrkun) 03.40 Open Range (Stríðið um sléttuna) RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9 Plötuútgáfa: Gamall draumur „Þetta er gamall draumur að gefa út þennan forna söngleik í nýrri útgáfu. En þetta eru það góð lög að mér fannst að þau mættu ekki gleymast,“ segir Pálmi Almarsson, lagahöfundur og útgefandi nýút- komnu geislaplötunnar Kylju. „Þetta er söngleikur sem var upp- haflegu fluttur árið 1974 á þjóðhá- tíð Snæfellinga á Búðum. Þá var þetta lengra en nú eru lögin í flutn- ingi okkar bestu söngvara af yngri kynslóðinni," segir Pálmi. „Sögu- leikurinn byggir á Bárðarsögu Snæfellsáss og segir frá því þegar bræðurnir Rauðfelldur og Sölvi ýta Helgu Bárðardóttur út á ísjaka og hana rekur svo til Grænlands. Söngleikurinn gerist þarna á leið- inni, frá fjörunni rétt við Arnar- YLJUR Ótl Krtisvtinn \rilu»«n Hri*W llrmnur <Vw llv.miMO* I n.V.L 0 stapa og endar á Grænlandi. Þetta er sagan í hnotskurn,“ segir Pálmi. „Á plötunni syngja þau Regína Ósk, Heiða, Beggi í Sóldögg, Hreimur úr Landi og sonum og Friðrik Ómar. Ég fékk þessa söngv- ara vegna þess að mér fannst þau að gefa passa inn í þessi hlutverk sem í verk- inu eru og svo eru þetta frábærir söngvarar,“ segir Pálmi. „Þetta er í raun landsliðið í söng og það er gaman að sjá þessa ungu söngvara flytja svona gamalt efni og gera það svona glæsilega. Á trommum og slagverki spilar Gunnlaugur Briem, bassann plokkar Jóhann Ás- mundsson, Guðmundur Pétursson sér um gítarleik og Þórir Úlfars- son spilar á orgel og pianó en upp- tökum stjórnaði Addi8oo og fóru þær fram í Danmörku og á Islandi," segir Pálmi „Orðið kylja merkir kaldur vind- sveipur sem kemur frá fjalli og það blæs líka mjög ferskum vindum um þessa plötu. Á henni eru 11 lög þar af tvö sem eingöngu eru spiluð. út Kyljur Höfundar laga eru, ásamt mér, Ingvi Þór Kormáksson, Alfreð Al- marsson og Sigurður Höskuldsson. Textar eru allir eftir Kristinn Krist- jánsson frá Bárðarbúð á Hellnum,11 segir Pálmi. „Lagið Draumar sem Heiða syngur er þegar farið að heyrast á Ijósvakamiðl unum og hefur vakið mikla athygli. Það er alveg frábært þegar svona vel gengur og maður getur látið gamla drauma rætast á svona skemmtilegan hátt,“ segir Pálmi í lokin. kristin@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.