blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 15
blaðið LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 VIÐTALI 15 landabúar erum ekki. Þessu sé stillt upp í „við og hinir“ tvíhyggju og það útskýri það m.a. hvers vegna hægt sé að setja Hamas, Hezbollah, írani, Sýrlendinga, araba og jafnvel alla múslíma undir sama hatt. „Á þennan hóp er svo settur merk- miði sem á stendur „óskynsemi og ofbeldi". Þessar hugmyndir eru gríðarlega sterkar og þær eru undir- byggðar af vestrænum ráðamönnum og fjölmörgum fræðimönnum. Þetta sýnist mér vera ástæðan fyrir því að við fordæmum ekki unnvörpum morð á saklausum borgurum. ísra- elsher talar um að þeir séu í raun að vinna í þágu alþjóðasamfélagsins og vísa í samþykkt 15.59 því til stuðn- ings. Sú samþykkt var gerð þegar ísraelar yfirgáfu S-Líbanon og fól í sér að ríkisstjórninni væri skylt að afvopna skæruliða og hryðjuverka- samtök. Israelar líta á það sem svo að Líbanon hafi ekki sinnt þessu og því verði að ráðast inn í landið. Þetta er athyglisvert í Ijósi þess að ég held að menn séu löngu búnir að glata tölunni yfir þær alþjóðasamþykktir sem ísraelar hafa brotið í bága við.“ Meðvirkni alþjóðasamfélagsins Guðrún segir ljóst hver hefur skil- greiningarvaldið og að alþjóðasam- félagið tipli á tánum i kringum ráða- menn í ísrael. „I mínum huga sé ég fyrir mér ráðamenn í Israel í hlut- verki ofstopafulls heimilisföður sem við gerum okkar besta til að styggja ekki. Ef við reitum hann til reiði er fjandinn laus og við verðum fyrir meira ofbeldi og sársauka. Tony Blair sagði t.d. að það væri nauðsyn- legt að senda inn friðargæslusveit inn í Líbanon til þess að koma í veg fyrir að Hezbollah ráðist gegn Israelum til þess að þeir þurfi ekki að grípa til meira ofbeldis. Það er ekkert tillit tekið til saklausra borg- ara. Þetta er eins konar meðvirkni alþjóðasamfélagsins." Áð mati Guðrúnar opinberar innrás Israelsher í Líbanon hinar fordómafullu hugmyndir um araba Árið 1992 var ég búin að fá nóg af stríðsástandi og óöryggi og flutti heim til íslands með dætur mínar tvær. ,,í mínum huga sé ég fyrir mér ráðamenn í ísrael í hlutverki ofstopafulls heimilisföður sem við gerum okkar besta til að styggja ekki. sem ríkjandi eru á Vesturlöndum. ,Við verðum að reyna að skilja það hatur sem sumir arabar bera til Vest- urlanda. Margt sem Vesturlönd hafa gert á þessu svæði opinberar aðeins ákveðna eiginhagsmunabaráttu og það er að mörgu leyti skiljanlegt hvers vegna öfgahópar spretta upp. Misrétti, kúgun og fátækt ala af sér mannvonsku og öfgar. Það er þó ekki mögulegt að tala um góða eða vonda menn í þessu sambandi og það er síður en svo ætlunin að verja Hizballah samtökin enda standa þau fyrir mörgum gildum sem eru mér ekki að skapi.“ Blæja og háir hælar Guðrún hefur verið framarlega í flokki hér á Islandi þegar kemur að jafnréttisbaráttu og hún skilgreinir sig sem feminista. „Meðan ég bjó í Mið-Austurlöndum var ég ekki feministi og ekki með- vituð á neinn hátt. Þegar ég gifti mig gekk ég þó inn í mjög hefðbundin kynjahlutverk algjörlega gagnrýn- islaust. Það segir kannski meira en mörg orð um stöðu kynjanna á íslandi." Blæja sú sem margar konur í Mið- Austurlöndum hefur orðið mörgum hugleikin og er hún jafnvel talin vera tákn um þá kúgun sem konur í þessum heimshluta sæta. Guðrún segir myndina þó ekki vera svo ein- falda. „Eg sé engan mun á blæju þeirri sem konur í Mið-Austurlöndum bera og þeirri kröfu um kynþokka sem vestrænar konur þurfa að standa undir. Hvort tveggja er þetta tákn um að við séum bundnar af feðraveld- inu þó birtingarmyndin sé ólík. Það er ekki tákn um vald að ganga um á háum hælum eða hylja sig með blæju. Hins vegar getur verið að sumar konur reyni að beita þessum tækjum til valda því ekkert annað er tiltækt. Auðvitað má þó ekki gleyma því að hér á Islandi ríkir lagalagt jafnrétti kynjanna, öfugt við það sem tíðkast í flestum löndum Mið-Austurlanda.“ h ilma@bladid. net ALLT A UTOPNU Fatnaður á álla fjölskylduna í tugþúsundatali fyrir spott-prís Jakkaföt - Stakir jakkar - Frakkar - Buxur - Skyrtur - Bindi Bolir Peysur - Kápur - Blússur - Pils - Kjólar - Toppar - Sokkar Hanskar - Treflar - Vettlingar - Húfur - Nærfatnaður á alla ObB fjölskylduna - Sængurföt - Lök og handklæði Fyllið fataskápinn fyrir smápening! Næg bílastæði Opið: Virka daga 11-19 Laugardaga og sunnudaga 12-18 VESTURLANDSVEGUR ÁRTÚNSBREKKA UTSALA Ruby Tuesday m u> o ‘^SSn S 3 s > X X HÚSGAGNAHÖLLIN FATA$* HÖFMBAKKI 9

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.