blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 biaöÍA „Ég vil ekki verða ódauðleg- ur í gegnum verk mín, ég vil verða ódauðlegur með því að deyja ekki.“ Woody Allen Afmælisbörn dagsins AMY VANDERBILT, RITHÖFUNDUR, 1908. FRANKA POTENTE, LEIKARI, 1974. Snorrastofa í Reykholti Hefurbyggt upp menningarvef fyrír Island. Menningar- vefur ferða- þjónustunnar Wenningar- og miðaldasetrið Snorrastofa í Reykholti hefur á vegum samgönguráðuneytis byggt upp menningarvef fyrir ísland, sem hefur vefföngin www. menning.is og www.culture.is. Hugmyndin er að gefa öllum þeim aðilum sem bjóða upp á hvers kyns menningarviðburði kost á að koma upplýsingum um þá á framfæri á vefnum og að allir hafi greiðan aðgang að þeim upp- lýsingum. Markmiðið er að skrá og kynna reglubundið menning- arviðburði á öllu landinu. Einnig býður vefurinn upp á flokkað safn krækja inn á aðra menningar- vefi. Upplýsingar á vefnum eru á íslensku og ensku. Gott samstarf við alla sem starfa að skipulagningu menn- ingarviðburða er grunnforsenda þess að vefurinn virki sem öflugur gagnabanki, sem getur komið bæði innlendum og er- lendum ferðamönnum að góðum notum. Menningarvefurinn tekur við upplýsingum um viðburði, sem sendast á netfangið menn- ingarvefur@snorrastofa.is. Ekki er krafist greiðslu fyrir kynningu, enda meginmarkmiðið að vefur- inn gefi góða mynd af menningar- lífi vítt og breitt um landið. V \ X \ íslenskar ástarsögur fyrir vestan Vestfirska forlagið hefur ákveðið að hefja útgáfu á flokki ástarsagna upp á gamlan og nýjan móð, þar sem íslenskur veruleiki á ýmsum tímum kemur við sögu. Er sú útgáfa hugsuð sem mótvægi gegn því glæpa- sagnafári sem tröllríður þjóð- inni um þessar mundir. í tilkynningu kemur fram að æskilegt sé að höfundar séu tengdir Vestfjörðum á ein- hvern hátt eða sögurnar fjalli um vestfirskt mannlíf en það er þó ekki skilyrði. Sögurnar verða að hafa upphaf, miðju og endi. Alls konar stílbrigði koma til greina og er stíll Guðrúnar frá Lundi ekki þar undanskilinn. Þeir sem hafa undir höndum eða hafa samið handrit að íslenskum ástar- sögum og vilja koma þeim á framfæri til athugunar eru beðnir um að senda handritin í tölvupósti á netfangið jons@ snerpa.is. Hátíð Ungmenni úr götuleikhúsinu opnuðu hátíðina íár. Mynd/BörkmJ. List á Austurlandi Skipuleggjendur Framkvæmdaráð LungA, frá vinstri: SigríðurEir, Hrefna Bóel, Guð- mundur, Björt, Aðalheiður, Lísa og Ivar Pétur. 'átíðin LungA hefur staðið yfir á Seyðisfirði síðan á mánudaginn í þessari viku. Þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin en hún er ætluð ungu fólki á aldrinum 16- 25 ára. Á listahátiðinni má meðal annars finna hinar og þessar lista- smiðjur aukþess sem eitthvað hefur verið að gerast öll kvöldin. Þema há- tíðarinnar í ár er götumenning. Listasmiðjur fyrir alla Það er í raun ótrúlegt magn af listasmiðjum á hátíðinni og allir ættu að hafa fundið eitthvað við sitt hæfi. I kvöld er síðan uppskeruveisla LungA þar sem afrakstur smiðj- anna verður sýndur og herlegheit- unum slúttað með stórtónleikum. „Það eru sex smiðjur í gangi, í rauninni sjö, því við erum með sex smiðjur á daginn, frá níu til fimm og það er ungmenni á aldrinum 16-25 ára sem taka þátt í þeim. Svo erum við með eina smiðju frá fimm til sjö sem er opin smiðja og er fyrir alla. Það er gospelsmiðja og þá förum við og syngjum saman," segir Sigríður Eir, sem situr í framkvæmdanefnd hátíðarinnar. LungA orðið stórt nafn Sigríður segir að LungA sé orðin það þekkt hátíð að fólk hafi jafnvel samband að fyrra bragði og óski eftir að fá að halda námskeið. „Nú er þetta í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin og orðið stórt nafn, nnnið sér inn ákveðinn sess. Þess vegna er mjög mikil eftirsókn og þetta hefur gengið vonum framar, sérstaklega í ár,“ segir Sigríður. Gríðarleg þátttaka hefur verið á listahátíðinni og er hún búin að sprengja utan af sér eins og Sigríður kemst að orði. „Það eru 130 manns að taka þátt í smiðjunum og aldrei verið jafn mikið. Þegar hún var haldin í fyrsta sinn þá voru 50 þátt- takendur. Fjöldinn er því næstum búinn að þrefaldast frá byrjun. Þetta eru ungmenni, bæði hérna frá Seyð- isfirði, Austurlandi öllu og landinu í heild sinni. Síðan erum við með ungmennaskiptiverkefni í gangi þannig að hérna eru ungmenni frá Eistlandi, Hollandi, Finnlandi og Færeyjum. Þetta er því orðin tölu- vert alþjóðleg hátíð,“ segir Sigríður. Vítamínsprauta fyrir bæjarfélagið Sigríður vill ekki gera upp á milli smiðja en segir að vegna ung- mennaskiptanna þá sé fjölmennast í leiklistarsmiðjunni en það eru 32 skráðir í hana. Allar smiðjurnar eru þó fullar. Hátíðin þykir vera mikil vítamín- sprauta fyrir Seyðisfjörð og hefur verið mikið líf í bænum í þessari viku. „Það lifnar yfir öllu,“ segir Sigríður. jon@bladid.net Söguleg útrýming Vá hvílir yfir borginni. Illfygli eru á sveimi. Þau éta börn og unga og þau verður að skjóta. Fuglaflensan er frétt gærdagsins, málið í dag er mávavandamálið eða eins og það mun verða kallað í sögubókum framtíðarinnar: The war on seagulls. Kvikmynd Alfred Hitchcock kemur upp í hugann þegar maður fer yfir fréttaflutning undanfarna daga. Það er hvergi friður fyrir þessum illfyglum, þeir ráðast á fólk og bú- fénað. Börnum sem vilja ekki fara að sofa verður sagt frá mávunum sem taka en gefa ekkert í staðinn. Það verður að sækja um aukafjárveitingu frá Alþingi til þess að ráða fleiri mávabana. Það verður að finna lausn á þessum vanda. Hugmyndir eru uppi um að svæfa þá því það skapast svo mikið ónæði af því að freta á þá með hólkum innnan borgar- marka. Það er réttilega ályktað því fólk vill almennt ekki vita af því þegar verið er að murka líf úr einhverjum fyrir framan nefið á þeim. Margt hefur þrifist í skjóli þess að líta undan. Aðgerðir gegn þessari vá þurfa að vera skipulegar, þær þurfa að vera umfangs- miklar, þær þurfa að vera hljóðlátar í skjóli nætur. Aðeins þannig munu góðborg- arar þessa lands geta sofið rótt, öruggir um framtíð sína og barna sinna. Á þessum degi árið 1942 var hafist handa við að flytja gyðinga frá gettóinu í Varsjá í útrýmingarbúðir í Treblinka í Póllandi. jon@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.