blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 28
28 íþróttir ithrottir@bladid.net £k LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaöiö Roger Milla Fyrsti afríski knattspyrnumaöurinn sem náöi árangri i atvinnumennsku. Hann fæddist 20. maí áriö 1952 i Kamerún. Hann sló fyrst i gegn 38 ára gamall, þegar flestir hafa lagt skóna á hilluna. Hann var ein af stjörnum HM á Ítalíu 1990 og náði síðan þeim árangri að vera elsti markaskorari keppninnar þegar hann skoraöi á HM í Bandarikjunum 1994. Eftir að hafa skorað mark fagnaði hann ávallt á skemmtilegan hátt með danssporum við hornfánann sem er orðið vinsælt meöal annarra knattspyrnumanna. H Þá ungur nemur gamall temur... * ■ Elsti leikmaður Landsbankadeildar karla í knattspyrnu spilaði sinn fyrsta deildarleik áður en Við náðum tali af þessum leikmönnum og spurðum þá hvernig þeim líst á þessar staðreyndir. sá yngsti var fæddur. NAFN: Viktor Unnar lllugason FÆDDUR: 25. janúar 1990 STAÐA: Framherji FÉLAG: Breiðablik Viktor Unnar er skráður yngsti leik- maður Landsbankadeildar karla sem komið hefur við sögu í sumar. Hann er á eldra ári i þriðja flokki en spilar í dag eingöngu með meistara- flokki Breiðabliks. Viktor Unnar er efnilegur fram- herji sem á án efa framtíð- ina fyrir sér í boltanum. NAFN: Kristján Finnbogason FÆDDUR: 8. maí 1971 STAÐA: Markvörður FÉLAG: KR Hvernig líst þér á að vera yngstl leikmaðurinn sem komlð hefur við sðgu i Landsbankadeildinni? Það er bara nokkuð gott, Þetta er mjög góð upp- lifun. Hver er stefnan hjá þér i knattspymunnl? Að fara út í atvinnumennsku. Ég er búinn að fá tilboð. Til hamingju með það, er það eitthvað sem þú vilt gefa upp? Já, ég er kominn með samningstilboð bæði frá Ipswich og Reading. Mjög góðir samning- ar frá báðum liðum. Ertu þá að fara út strax f haust? Já, ég mun vera í fjarnámi frá Verkmenntaskól anum á Akureyri. Kristján Finnbogason er skráður elsti leik- maður sem spilar í Landsbankadeild karla í sumar. Hann er án efa með bestu markvörð- um landsins síðastliðin ár enda með nokkra A-landsleiki að baki. Ég vil byrja á að óska þér til hamingju með þennan heiður að vera elsti leikmaður deild- arinnar. Ég vil þakka kærlega fyrir. Vissir þú af þvi að þú værtr sá elsti? Ja, eftir að Kekic fór niður i fyrstu deild- ina þá var mig farið að gruna þetta. Hvemær hófst þú ferilinn í efstu deild karta hér á landi? Það var keppnistímabilið 1989. Þann- ig að þetta eru orðin nokkur ár hjá manni. Maður hefur nú velt því fyrir sér hvort þetta sé ekki að verða ágætt. Ertu farinn að finna fyrír aldrinum í leik? Ég er aðeins farinn að finna þetta, já. Ég er ekki eins sprækur og ég var. Það er nú ekki að sjá á vellinum segja menn. Það er líklega reynslan sem spilar þar á móti. Ég man vel eftir því hvernig Seaman og Shilton enduðu og ég lofaði sjálfum mér að hætta áður en ég yrði svo lélegur. Hvað ertu með langan samning? Hann er búinn í haust, svo læt ég þetta bara ráðast. Það er líka stórefnilegur markmaður sem bíður eftir sæti sínu hjá KR, Atli Jónasson. Þú ert þá búlnn að finna arftakann? Já, það er ekki spurning. Það gæti líka vel verið að ég prófi markmannsþjálf- un þegar ég hætti að spila. Ertu ánægður með tímabilið hjá KR? Nei, þetta eru búin að vera vonbrigði hjá okkur. Deildin er búin að vera skrítin, lið vinnur einn leik og er komið í annað sæti og ef það tap- ar er það fallsæti. Þetta er langt frá okkar væntingum. Ertu búlnn að spila mikið i sumar? Ég er búinn að vera í byrj- unarliðinu síðustu tvo leiki þannig að þetta hefur geng- ið vel hjá mér. Á undan því hafði ég komið einu sinni inn á og náði þá að skora. Hvemig ieið þér þegar þú komst fyrst inn á í sumar? Bara mjög vel, var ákveðinn í að reyna að sanna mig og standa mig vel. Þú hefur ekkert verið hræddur við stóru strákana? Nei. Er góð stemnlng í hópnum hjá ykkur? Já, mjög góð. Þetta er rosalega gaman.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.