blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaöið
matur
&
matur@bladid.net
Kaffi
Koffin eykur árvekni hugans,
einbeitni og getur haft jákvæð
áhrif á frammistöðu. Hins vegar
getur of mikið koffín valdið
kvíða, löngunum, þunglyndi, tilfinn-
Kjúklingur eykur gleði
Þeir sem eru þunglyndir mælast
með lágt serótónín. Kalkúnn og
kjúklingur innihalda trýptófan,
sem er mikilvæg amínósýra sem
breytist í serótónín.
IK
Gómsætar fylltar
bökunarkartöflur
Flestir kannast sennilega við bak-
aðar kartöflur þar sem allt er skafið
úr hýðinu og blandað saman við
hitt og þetta. Blandan er síðan sett
aftur í hýði. Þetta þótti rosa flott á
áttunda áratugnum en þetta er nú
alltaf svolítið gott og sérstaklega
með grillmatnum.
Þar sem veðrið leikur við lands-
menn þessa dagana og hægt er að
skella sér í útilegu þá þarf maður
aðeins að gíra sig upp í stemning-
una. Þegar ég skelli mér í útilegu
þá passa ég mig alltaf á því að vera
búinn að undirbúa útilegumatinn
áður en ég fer af stað, til að létta
mér aðeins vinnuna þegar á hólm-
inn er komið. Þá er ég búinn að
skera salatið, græja sósurnar, skera
kjötið og þræða það upp á pinn-
anna ef ég ætla að vera með svo-
leiðis. Og af því ég þykist vera svo
agalega sniðugur að undirbúa mig
þá kemur loks efni þessarar greinar
og það er kartaflan sem ég minnt-
ist á í byrjun.
Ég er búinn að breyta henni ör-
lítið en það á að baka hana eins og
gert var í gamla daga, skera hana í
tvennt, taka allt innan úr henni og
halda skinnhelmingnum heilum.
Síðan er kartöflumaukið blandað
við ykkar uppáhald, eins og skinku,
beikon, lauk, sýrðan rjóma eða
hvað sem er. Maukið er síðan sett
aftur í skinnið og það sem breytist
er að kartaflan er sett heil saman
aftur (tveir helmingar) og henni
lokað snyrtilega. Kartaflan er síðan
sett í álpappír og þá lítur hún út
eins og heil bökunarkartafla, nema
að þessi er með ljúffengri fyllingu
þegar skorið er í hana eftir að hún
hefur verið hituð upp á grillinu.
Sko, sniðuga kallinn!
Hér kemur hugmyndin að fylling-
unni sem ég setti í mínar kartöfl-
ur um daginn.
Fylltar bökunarkartöflur
Fyrir fjóra
• 4 stórar bökunarkartöflur (bak-
aöar og skafið úr)
• 4 msk fetaostur
• 4 msk hvítlauksolía
• 4 msk grænar ólífur (saxaðar)
• 2 msk steinselja (fínt söxuð)
• 1 msk dijonsinnep
. • salt og pipar
Öllu blandað saman en samt
ekki þannig að kartöflurnar verði
algjörlega að mauki. Það mega
vera smá bitar í blöndunni.
Munið að fyllingin verður alltaf
aðeins meiri heldur en passar í
sjálfar kartöflurnar en þetta er
svo gott að þegar þið byrjið að
smakka til þá minnkar hratt í
þessu.
Blaöil/Steimr Hugi
eymsla kryddjurta Það er
hægt að þurrka eða frysta krydd-
jurtir svo þær geymist lengur.
Geymsla matvæla
Flestir kannast við það að hafa
keypt matvæli sem eyðileggjast eftir
tvo daga í ísskápnum. Oft er það
vegna þess að matvælin eru ekki
geymd rétt. Það er ýmislegt hægt að
gera til að lengja líftíma matvæla og
hér eru nokkur ráð.
Ferskur mozzarella ostur lifir
stutt og er bara góður í nokkra
daga. Þegar osturinn er geymdur þá
verður hann harður, þéttur og auð-
veldara er að skera hann. Ef mozz-
arella osturinn er fljótandi í vatni
þá er best að taka hann úr vatninu,
pakka honum inn í plast og geyma
hann aftast í ísskápnum, þar sem
kaldast er. Vatnið er gott fyrir varð-
veislu en það deyfir bragðið. Ef ætl-
unin er að hafa ostinn daufan þá er
gott að geyma hann í vatni.
Geymið hvítlauk á köldum,
þurrum stað en ekki í ísskáp eða
frysti. Ef hvítlaukur er frystur þá
getur áferð og bragð breyst.
Það er hægt að geyma nánast
allar kryddjurtir, annað hvort með
því að þurrka þær eða frysta. Það er
best að þurrka þykkar kryddjurtir,
eins og oregano, tímían, rósmarín
og myntu þótt hún teljist ekki vera
þykk kryddjurt. Hengið jurtirnar í
búntum á hvolf á köldum og þurrum
stað. Síðan er best að fjarlægja
laufin og geyma þau í lofttæmdum
umbúðum. Mjúkar jurtir eins og ba-
sil og steinselja geymast best í frosti.
Frystið laufblöðin ásamt litlu vatni
í ísmolabökkum. Þýðið þær áður en
þær eru notaðar.
Sófamatur og bjór
Eftir æsispennandi heimsmeist-
arakepþni í fótbolta eru flestir
langþreyttir á skyndibitamat og
löngum dögum í sófanum. Þegar
eitthvað mikið er um að vera í
íþróttaheiminum sem krefst mik-
ils sjónvarpsgláps vill matarmenn-
ing oft fara fyrir ofan garð og
neðan. Maturinn samanstendur af
pizzum, samlokum og öðru sem er
einfalt og þægilegt, að ógleymdum
blessuðum bjórnum. Fæstir fá
leiða á bjór en það er annað mál
með blessaðan skyndibitann, sér-
staklega ef hans er neytt
m ö r g u m
sinnum á
dag í nokkrar
vikur. Rithöf-
undurinn Ri-
chard Fox fékk
þá snilldarhug-
mynd að setja
saman bók sem
hentar einmitt
þessum hópi,
J)eim sem dvelja
langtímum saman
í sófanum og vilja
samt sem áður fjöl-
breytni í matarvali.
The Food & Beer
Cook Book er upp-
full af einföldum upp -
skriftum sem henta
við öll tækifæri og
sérstaklega sem
„sófamatur .
Simpson sófafjölskylda Simpson fjölskyldan er sennilega
ein þekktasta og vinsæiasta „sófafjölskylda“ íheimi. Henni
veitti svo sannarlega ekki afgóðri upþskriftabók, ekki síst þar
sem mikið er fjallað um uppáhaldsdrykk Hómers í henni.
Einfaldar uppskriftir The Food
& Beer Cook Book er uppfull af
einföldum uppskriftum sem henta
einstaklega vel sem „sófamatur".
Mat bragð-
bættur
með bjór
4 Það er vont
að vera upp-
tekinn af spenn-
andi sjónvarps-
efni og vera
sársvangur. Því
er best að und-
irbúa sig og hafa allan mat sem
og drykkjarföng tilbúin áður en
sest er fyrir framan sófann. I The
Food & Beer Cook Book eru 6o
uppskriftir af alls kyns tagi en auk
þess eru leiðbeiningar um hvernig
skal velja rétta tegund af bjór með
mat og hvernig á að bragðbæta
mat með bjór. Sem dæmi um upp-
skriftir eru Osta-og bjórfondue og
öfugar pylsur. Hægt er að fjárfesta
í bókinni á www.amazon.co.uk