blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2006 bla6Í6
New Orleans:
Sex skotnir
til bana
mbl.is Lögreglan í New Orleans
rannsakar morð á sex mönnum
sem skotnir voru til bana um
helgina í tveimur árásum. Þrír
bræður og vinur þeirra voru
skotnir til bana nærri franska
hverfinu og tveir aðrir skotnir
nokkrum tímum síðar.
í síðasta mánuði voru fimm
unglingar skotnir til bana og 78
morð hafa verið framin í borg-
inni á þessu ári.
Jarðskjálfti:
Þrjú börn
fórust
Þrjú börn létu lífið þegar
harður jarðskjálfti reið yfir
Afganistan og suðurhluta Ta-
djikistan í gær. Börnin bjuggu
öll í þorpinu Panj í suðurhluta
Tadjikistan. Rúmlega þúsund
íbúar Panj eru heimilislausir
eftir að nær öll hús í þorpinu
eyðilögðust.
Upptök skjálftans voru í norð-
urhluta Afganistans og mældist
styrkur hans 5,5 á Richter-
kvarða. Vitað er af einum sem
lést í Afganistan.
Biskup vísiterar:
Kristnihald
undir jökli
Biskup Islands, hr. Karl
Sigurbjörnsson, vísiterar Snæ-
fellsness- og Dalaprófastsdæmi
í sumar.
Fyrsta hluta vísitasíunnar
lýkur í Staðarhraunskirkju á
miðvikudagskvöld en vísitasía
biskups hófst á Hellissandi
síðasta laugardag. Á morgun
messar biskup í Staðarstað-
arkirkju. Biskup messar alls
fimm sinnum og skoðar
þrettán kirkjur á ferðum sínum
prófastur.
Notkun jarðvarma hefur stóraukist síðustu ár:
Gæti séð tveggja milljóna
byggð fyrir nægri orku
■ Yfir tíu þúsund borholur ■ íslendingar eiga heimsmet í raforkuframleiðslu
Eftir Atla ísleifsson
atli@bladld.net
,Notkun jarðvarma til raforkuvinnslu
hefur tekið heljarstökk á undan-
förnumárum. BúiðeraðstækkaNesja-
vallavirkjun og svo hafa virkjanir á
Reykjanesi og Hellisheiði bæst í hóp-
inn. Jarðvarminn er að mestu leyti
nýttur til beinnar raforkuframleiðslu
til að anna stóriðjuframkvæmdum,
en hin almenna notkun íbúa er að-
eins lítið brot af heildarmyndinni,“
segir Sigurður Ingi Friðleifsson, fram-
kvæmdastjóri Orkuseturs.
Heildarraforkuframleiðsla jarð-
varmavirkjana á síðasta ári var tæp-
lega 1.700 gígavattstundir (GWh).
,,Með tilkomu nýrra virkjana má
ætla að framleiðslan muni fara
upp í 3.300 gígavattstundir. Til skýr-
ingar má líkja þeirri tölu við að jarð-
varmavirkjanirnar gætu látið niu
milljónir 40 vatta ljósaperur glóa
allan sólarhringinn,“ segir Sigurður
Ingi. Hann segir almenna heimilis-
notkun á landinu um 500 gígavatt-
stundir, svo að jarðvarmavirkjan-
irnar gætu framleitt rafmagn fyrir
sex sinnum fleiri heimili en nú eru
í landinu, eða um tveggja milljóna
manna byggð.
Að sögn Sigurðar Inga er það mikil
gæfa fyrir Islendinga að búa yfir
jarðvarma. „Hann er án nokkurs
vafa ein af allra mestu auðlindum
Islands. Framan af var nýting þess-
arar auðlindar að mestu bundin við
upphitun húsnæðis. Það vill gleym-
ast hversu miklar upphæðir sparast
á því að skipta úr kyndingu með jarð-
efnaeldsneyti yfir í jarðhita. Ætla
' .Ætla má aö
1 um 800 þús-
* und tonn af
•HP olíu þyrfti til
I j að kynda upp
W híbýli hér.”
Sigurður Ingi
<"■ W. Friðleifsson
má að um 800 þúsund tonn af olíu
þyrfti til að kynda upp híbýli hér
þannig að hitaveituvæðing sparar
þjóðarbúinu tugi milljarða á ári.“
Sigurður Ingi segir jarðvarmanýt-
inguna hafa kostað talsverða götun í
landið, en heildarfjöldi borholna er
yfir tíu þúsund og samanlögð dýpt
þeirra vel yfir þúsund kílómetra.
Jarðvarminn er mjög ódýr í saman-
burði við aðra kosti til húshitunar
og má segja að almenningur hafi
bruðlað heldur mikið með þessa
auðlind." Ekki eru allir landsmenn
þess aðnjótandi að hafa aðgang að
heitu vatni og árlega er um milljarði
króna varið til að greiða niður hit-
unarkostnað um tíu prósent lands-
manna sem búa á köldum svæðum.
Sigurður Ingi segir jarðvarma-
virkjanir hafa jafnari rekstrartíma
yfir árið. „Vatnsaflsvirkjanir hafa
hins vegar miklu styttri viðbragðs-
tíma til að auka eða minnka álag í
raforkukerfinu. Rekstur jarðgufu-
virkjana og vatnsaflsvirkjana saman
í raforkukerfi er því afar hentugt.
Þar sjá jarðgufuvirkjanir kerfinu
fyrir grunnafli, en vatnsaflið ann-
ast álagsstýringu og geta annað
toppnum í álaginu yfir daginn.“
Að sögn Sigurðar eru líkur á því
að raforkuvinnsla úr jarðvarma
muni aukast á komandi árum. „Ef
álver verður til dæmis reist á Húsa-
vík mun orkan sem til þess þarf
koma úr háhitasvæðum Norðaustur-
lands. Ef álver verður reist í Húsavík,
Helguvík og Straumsvík stækkar
má reikna með að um 90 prósent af
allri raforkuframleiðslu á landinu
fari í stóriðju, en afgangurinn í al-
menna notkun. I fyrra var hlutfall
raforkuframleiðslu sem fór í stór-
iðju 65 prósent, en þessi hlutfallið
mun fara í áttatíu prósent eftir tvö
ár þegar Kárahnjúkavirkjun verður
tekin í gagnið.“
íslendingar eiga heimsmet í raf-
orkuframleiðslu miðað við höfða-
tölu. „Norðmenn voru lengi vel
keppinautar í þeirri keppni, en með
tilkomu nýrra stórvirkjana á næst-
unni munum við algerlega stinga af.
Við þurfum hins vegar ekki höfða-
tölu til að skora hátt í beinni jarð-
varmanýtingu og erum meðal efstu
þjóða á heimsvísu í þeim efnum,
sem segir líklega mest um þá auð-
lind sem undir okkur er,“ segir Sig-
urður Ingi.
Chile:
Seldi fólki
galdraost
mbl.is Lögregluyfir-
völd í Chile hafa
beðið lögregl-
una í París um »
að framselja
franska konu
sem ber ábyrgð á
miklu píramída-svindli í Chile.
Tugþúsundir manna og
kvenna í Chile og Perú keyptu
duft sem átti að vera hægt
að breyta í „galdraost", sem
myndi gera húðina unglegri
og hraustlegri og væri því afar
verðmætur.Duftið dýra heitir
Yo Flex og er í raun verðlítið
fæðubótarefni.