blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 19
blaðið MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2006 27 heimilið Hvar sem ég halla mínu höfði, þar er heimili mitt. heimilid@bladid.net Poul Yong > Wb?Jm3£U' Náttúrulega vinsæll kostur Náttúran í öllum sínum myndum nýtur sívax- andi vinsælda. Þetta má til að mynda greina í auknu vægi náttúruverndar og heildrænnar hugsunar í stjórnmálum og ekki síst í afstöðu kjósenda. Náttúran á einhvern veginn betra að- gengi að hugsun manna nú en fyrir nokkrum árum og áhrifa þessa gætir víðar en í því sem fólk setur í ruslatunnurnar sínar. Náttúruskreyt- ingar hvers konar hafa verið óhemju vinsælar í innanhúsarkitektúr og það sem byrjaði á náttúrulegu efnisvali eins og stein- og viðarteg- undum hefur nú verið tekið íengra. Tré, runnar, strá, hvers kyns trefjabyggðar teg- undir eru orðnar vinsæl þemu í skreytingum á innanstokksmunum. Þessi stefna kemur ekki síst til vegna austrænna áhrifa í innanhúsarki- tektúr sem byggjast á einfaldari og úthugsaðri uppsetningum herbergja. Græni liturinn end- urvarpar ró í umhverfi sitt og hefur löngum verið vinsæll litur í svefnherbergi. Með auknum hraða í vestrænum samfélögum, stressi og álagi er æ algengara að fólk hanni heimili sín út frá hugmyndum um griðastað sem býður fyrst og fremst upp á frið og ró. Gerðu það sjálfur! Svona skuggamynd má einfaldlega mála á vegg með pvf að taka Ijósmynd og varpa henni á vegginn með myndvarpa og mála útlínur hennar á vegginn. Hin austurlenska ró Handmáluð kínversk veggfóður njóta reglulega mik- illa vinsælda enda eru þau ísenn einföld og skraut- leg og lifga Ijúflega upp á umhverfið. Náttúruleg sköpun Þessir sniöugu myndarammar -eða myndastandar eru útbúnir úr trjá- greinabútum sem njóta svo stuðnings úr trjáskífum sem hafa verið holaðar. Efsti hluti greinanna er svo tálgaður i hefðbundnar þvottaklemmur. Náttúran í stofunni heima Veggfóörið á gangveggnum gefur til kynna að friðsæll skógur sé á næsta leiti og að íbúi þessarar íbúð- ar þurfi ekki annað en aö snúa sér viö til þess að vera kominn í faðm náttúrunnar. Að innan sem utan. Bonzai-tré eru ekki einungis forkunnarfögur til skreytinga heldur einnig til að róa hugann. Þau þurfa mikla umhyggju og alúö og daglega umhirðu. naverslun jyrir stelpur STÆRRI VERSLUN L MEIRA ÚRVAL Reykavíkurvegur 22 220 Hafnarfírði Hvíld í skauti náttúrunnar Laufblaöa- og blómaskreytingar á koddum geta tónað fallega við aðrar náttúruskreytingar í herberginu. Þar sem gæðagleraugu ....kosta minna

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.