blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 12
12 I ÁLIT
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2006 blaðið
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson
Glæpamenn á vélhjólum
Oft geta fáir komið óorði á marga. Á þá leið eru viðbrögð vélhjólaöku-
manna vegna glæpaaksturs í þeirra hópi. Við sem bæði sjáum og er
ógnað af þessum sama glæpaakstri getum ekki samþykkt að aðeins fáir
vélhjólaökumenn stundi glæpaakstur. Við sjáum til svo margra, bæði
í Reykjavík og eins á þjóðvegunum. Það eru ekki bara fáir ökumenn
sem ógna okkur hinum, þeir eru margir. Ómögulegt er að vita hversu
fjölmennur hópur glæpaökumanna þetta er eða hversu hátt hlutfall vél-
hjólaökumanna haga sér með þessum hætti, en þeir eru margir, alltof
margir.
Ekki dugar lengur að tala sem örfáir fremji glæpi með glæfraakstri,
aki á hundrað og fimmtíu til tvö hundruð kílómetra hraða, og jafnvel
enn hraðar. Lögregla leitar nú einhverra fanta og þar fyrir utan þekkjum
við þetta öll. Hver kannast ekki við að vélhjólum sé ekið á milli bíla á
tveggja akreina vegum, hver kannat ekki við að þegar beðið er á rauðu
ljósi komi vélhjól á milli bíla og það stöðvað framan við stöðvunarlín-
una og þegar græna ljósið gefi ökumaðurinn allt í botn, rétt einsog hann
sé á ráspól í kappakstri og hverfi öðrum nánast sjónum á örfáum sek-
úndum? Hver kannast ekki við að hafa séð vélhjóli ekið framúr á þjóð-
vegunum á svo miklum hraða að lyginni er líkast?
Hörmuleg slys vélhjólamanna virðast virka þveröfugt, meðan sorgin
er sem mest virðast einhverjir hafa það að markmiði að brjóta lögin eins
mikið og framast er kostur, sjálfum sér, og það sem meiru skiptir, öllum
öðrum til stórkostlegrar hættu. Þetta einfaldlega gengur ekki.
Til eru menn sem eiga auðvelt með að selja sjálfum sér óhæfuna: „Það
er vissulega leiðinlegt að lesa um þessa vitleysinga sem eru að stinga
lögguna af og keyra eins og brjálæðingar," segir viðmælandi Blaðsins í
blaðinu í dag. Sá vill ekki koma fram undir nafni, engum er alsvarnað.
Þessi maður hreykir sér af því að hafa ekið á þrjú hundruð kílónmetra
hraða og á 240 með farþega. „Það var hún sem vildi keyra svona hratt,“
segir hann um kærustuna sem var með honum á hjólinu í glæpaakstr-
inum. En fyrir okkur sem ekki skiljum, hvers vegna menn láta svona:
„Hjólin eru gerð fyrir þennan hraða.“ Það var og.
Þessi viðhorf eru stórkostleg og lögreglu verður að takast að koma fönt-
unum af hjólunum. Okkar hinna vegna.
Ungir ökumenn hafa lengi verið þeir sem mestu tjóni hafa valdið.
Nú bætast vélhjólamenn í þennan varasama hóp. Það er mikilsvert að
breyting verði á, ekki er treystandi á að hún komi frá glæpamönnunum
sjálfum, upphaf hennar verður að koma frá okkur sem viljum fara um
með friði og virðingu fyrir öðru fólki. Takmarkið verður að vera að ná
glæpamönnunum af hjólunum áður en skaðinn verður meiri.
Sigurjón M. Egilsson.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavik
Aðalsími: 510 3700 Stmbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbrét á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: (slandspóstur
blaöiöa
Auglýsendur, upplýsingar veita
Magnús Gauti Hauteson • Sími G!0 3723 • Gsm 691 22
Katrln L. Rúnarsdóttii • 3ími 510 3727 • Gsm 856 4250
y • maggi^vbus
■ kata@b!adíd.net
Fiskabúrið
Allir skulu njóta friðhelgi einka-
lífs, heimilis og fjölskyldu. Svo segir
í stjórnarskránni og er ákvæðið að
stofni til frá 1874, næsta óumdeilt.
Hugmyndir manna um friðhelgi
einkalífsins hafa enda fremur eflst
en hitt og gildir einu hvort fjallað
er um samræmdan gagnagrunn á
heilbrigðissviði eða hugmyndir um
stofnun þjóðaröryggisstofu.
Það er full ástæða til þess að
standa vörð um friðhelgi einkalífs-
ins. Hún snýst nefnilega ekki aðeins
um vernd borgaranna gagnvart
stjórnvöldum, heldur líka um vernd
þeirra gagnvart öðrum borgurum.
Hún felur í sér að fólk geti staðið
á útidyraþröskuldinum sínum og
sagt við hvern sem er: Hingað og
ekki lengra! Það varði engan um
það - hvorki yfirvöld né nágranna
- hvort börnin fari í háttinn klukkan
átta eða ekki, hvort frúin haldi heim-
ilisbókhald eða bóndinn leggi fyrir.
Það er bara þeirra mál og einskis
annars.
Hefurðu eitthvað að fela?
Á viðsjártímum gætir þeirrar til-
hneigingar að vilja auka almennt eft-
irlit með borgurunum, að gagnsæi
sé aukið. Þeir, sem á hinn bóginn
efast um aukið eftirlit með hinum
almenna borgara, eru þá einatt
spurðir: Hafið þið eitthvað að fela?
Sú ógeðfellda röksemdafærsla
í gervi spurningar felur þrennt í
sér: Gefið er til kynna að einungis
glæpamenn eða hryðjuverkamenn
kunni að vilja halda einhverju fyrir
sig. Efast er um þjóðhollustu þeirra,
sem taka vörn persónuverndar-
innar og gefið til kynna að þeir séu
þá sjálfsagt með eitthvað misjafnt í
pokahorninu. I þriðja lagi - og það
skiptir mestu máli - er verið að snúa
grundvallarreglu réttarríkisins á
haus: að hver maður sé saklaus uns
sekt hans er sönnuð. Þess er krafist
af borgurunum, að þeir sanni sak-
leysi sitt fyrir hverjum sem er, hve-
nær sem er.
Auðvitað verða stjórnvöld að hafa
rannsóknarúrræði sem duga, en þá
þarf líka að liggja fyrir rökstuddur
grunur um eitthvað saknæmt, rann-
Andrés Magnússon
sókn framkvæmd i samræmi við lög
og réttarheimildir af þar til bæru yf-
irvaldi með ríkar trúnaðarskyldur
og réttaröryggis sakborninga gætt
í hvívetna.
Um þetta hygg ég að menn séu
almennt sammála hér á landi. En
það er svo merkilegt að í landinu
eru líka lög, sem skikka skattstjóra
landsins til þess að leggja fram skatt-
skrár hvers einasta framteljanda,
beinlínis í þeim tilgangi að sam-
borgararnir geti skoðað þær og gert
athugasemdir. Allt í nafni gagnsæis,
sem kvað vera afar eftirsóknarvert.
Samborgaraeftirlitið
Vandséð er að lögin þjóni neinum
tilgangi nema þeim að svala gægju-
hneigð stöku manna, því engin dæmi
hafa fengist nefnd, þar sem þetta
samborgaraeftirlit hafi hrundið af
stað skattrannsókn, sem leitt hafi til
sakfellingar. En hið óhugnanlegasta
við þetta lagaákvæði er þó sú austur-
þýska hugmyndafræði að gera þurfi
þjóðina alla að uppljóstrurum um
náunga sinn. Fari það og veri.
Samt sem áður segja sumir að
þetta sé nauðsynlegt í lýðræðisþjóð-
félagi til þess að auka gagnsæið og
byggja traust á milli borgaranna
um að allir greiði það sem þeim
ber í sameiginlega sjóði. Þetta séu
opinber gjöld og þá eigi þau að vera
opinber.
Ég hygg raunar að samborgarae-
fitrlitið sé síst til þess fallið að
mynda traust í þjóðfélaginu, öðru
nær. En ef menn telja að allt, sem
snýr að hinu opinbera, eigi að vera
opinbert, hvernig væri þá að menn
stigu skrefið til fulls? Að ekki megi
aðeins sjá hvað hver borgar í skatt,
heldur einnig hvað hver þiggur
frá hinu opinbera? Þá mætti lesa
um heildartekjur opinberra starfs-
manna, hvað bótaþegar af öllum
stærðum og gerðum þiggja, hverjir
fá opinbera styrki og þar fram eftir
götum. Ekki síst væri þá ástæða til
þess að láta birta nöfn þeirra, sem
sækja í gögn af þessu tagi, svo grand-
vart fólk geti varað sig á því.
Eða er gagnsæið kannski orðið of
mikið? Ég þekki engan sem vill búa
í fiskabúri.
Höfundur er blaðamaður.
Morgunblaðið birti
viðtal við nýjasta
son Islands um
helgina, sjálfan Bóbó Fi-
scher. Eins og við var að búast
var víða farið í stuttu viðtali,
en aðallega gerði heimsmeistarinn fyrrverandi
athugasemdir við að svissneski bankinn UBS
hafi sagt upp reikningsviðskiptum við sig og
selt gullforða sinn þar þegar gullverð var lægra
en það er nú. SJálfur telur Bóbó Ijóst að gyðing-
arnir standl að baki þessu, þó klippara rámi í
að þeir hafi ekki verið svissneskum bönkum
neitt sérlega kærir, svona í sögulegu samhengi.
Mesta athygli hlýtur þó að vekja sú staðhæfing
skáksnillingsins að íslenskir stjórnmálamenn
séu á mála hjá álfurstum. Verður athyglisvert að
sjá hvort einhverjirtaka undirþærgrunsemdir.
Hagfræðingurinn
lllugi Gunnars-
son, sem lengi
var aðstoðarmaður Davíðs
Oddssonar, ritar grein !
Fréttablaðið um helgina,
þar sem hann tekur fyrir
sjónarmið, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaðurSamfylkingarinnar, kynnti í viðtali við
Helga Seljan í þættinum Pressunni á NFS um
fyrri helgi. Saumar lllugi talsvert að formann-
inum, en síðan fer það eftir pólitískum smekk
hvernig mönnum finnst honum takast til. En
hitt má heita athyglisvert, að þessi grein llluga
eru fyrstu og einu viðbrögðin við viðtalinu við
Ingibjörgu Sólrúnu. Vanalega verða slík viðtöl
fréttakveikjur, en þvívar ekki að heilsa að þessu
sinni...
Guðni Elísson, bók-
menntafræðingur,
svarar Lesbókargrein
Björns Bjarnasonar um Kalda
striðið f rá fyrri helgioggagnrýnir
hann m.a. fyrirað halda því fram
að í „skrifum vinstri sinnaðra menntamanna eimi
enn eftir af yfirlæti, stílbrögðum og ofsa, fremur en
málefnalegum rökum." Björn lætur engan eiga neitt
hjá sér og á vef sínum (www.bjorn.is) bendir hann
á að Guðni hafi bætt inn orðum í tilvitnuð orð sín.
Björn segist vissulega hafa fjallað um skrif tiltekinna
manna, en kveðst ekki hafa hugarflug til að telja þá
til vinstri sinnaðra menntamanna! Þarna á Björn við
þá Þráinn Bertelsson, Guðmund Steingrims-
son og Eirík Bergmann Einarsson.
andres.magnusson@bladid.net