blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2006 blaðið Bandaríkin: Vilja hækka lágmarkslaun Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu um helgina lagafrumvarp sem kveður á um að lægsta tímakaup hækki úr 5,15 dollurum í 7,25 dollara fyrir mitt ár 2009. Þetta samsvarar því að lægstu leyfi- legu launataxtar hækkuðu úr 376 krónum í 529 krónum á tímann. Óvíst er þó hvort öldunga- deildin samþykki frumvarpið. 1 frumvarpinu er einnig að finna umdeilt ákvæði um lækkun erfðafjárskatta. Þá telja Demókratar að Repúblikanar vilji aðeins hækka lægstu laun til að auka stuðning fátækra við stjórn Georg W. Bush. Kjamorka: í samstarf við Indverja Fulltrúadeild Bandaríkja- þings hefur samþykkt um- deildan milliríkjasamning um samstarf við Indverja á sviði kjarnorkumála. Búist er við að öldungadeildin geri hið sama. Samkvæmt samkomulaginu aðstoða Bandaríkjamenn Ind- verja við friðsamlega nýtingu á kjarnorku en í staðinn samþykkja indversk stjórnvöld eftirlit með kjarnorkuverum sínum. Indverjar komu sér upp kjarnorkuvopn án þess að gerast aðili að alþjóðlegum samningi gegn útbreiðslu kjarnavopna. Andstæðingar samningsins telja að með honum sé verið að verðlauna Indverja fyrir að fara á svig við alþjóðasamfélagið. Hrottaleg líkamsárás Átökin áttu sér staö fyrir utan iönaðarhúsnæði Myndir/MagnúsHlynur , Stórfelld 11 Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Einn maður höfuðkúpubrotnaði og annar hlaut talsverð meiðsli þegar fimmtán manns réðust á þá fyrir utan heimili síðarnefnda. Fimm piltar voru handteknir í kjölfarið þegar þeir leituðu sér aðstoðar á heilsugæslunni á Selfossi en þeim var sleppt eftir skýrslutökur á laug- ardagskvöld. Ljóst er að hundaól úr keðju var notuð við barsmíð- arnar. Upphaf deilnanna er rakið til ósættis fyrir utan skemmtistaðinn Pakkhúsið á Selfossi. Ryskingar á skemmtistað „Einn náunginn réðst á mig fyrir utan Pakkhúsið fyrr um kvöldið,“ segir Björn Gylfason sem slapp betur úr árásinni en félagi hans, en sá höf- uðkúpubrotnaði. Hann segist hafa tekið hraustlega á móti piltinum sem réðst á hann við Pakkhúsið, með þeim afleiðingum að hinn varð undir í viðskiptum þeirra. Eftir að hafa verið á Pakkhúsinu í nokk- urn tíma ákvað sá sem lúta þurfti í unum hafi gripið hundaól úr keðju sem Björn átti og lamið á félaga hans. „Þeir spörkuðu linnulaust í haus- inn á okkur,“ segir Björn sem reyndi að verja höfuðið eins og hann gat. Að sögn Björns kom lögreglan stuttu eftir að barsmíðarnar hófust. Þá lágu þeir báðir í blóði sínu og þurfti að kalla sjúkrabíl til. Vinur hans reyndist höfuðkúpubrotinn og með heilahristing auk innvortis blæðinga, að sögn Björns. Sjálfur þurfti hann að láta sauma skurði og fékk glóðurauga, einnig kvarnaðist úr tönnum. Verður kært í dag Vinur Björns var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær en var enn með talsverðan höfuðverk eftir átökin. Sjálfur segist Björn hafa það furðu fínt miðað við aðstæður. Samkvæmt lögreglu var mönn- unum fimm sleppt á laugardags- kvöldinu eftir skýrslutöku. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi en Björn og vinur hans ætla sér að kæra árásarmennina í dag. Upphaf átakanna Mönnunum lenti saman á skemmtistaönum Pakkhúsinu á Selfossi lægra haldi í slagsmálunum að kalla saman hóp ungmenna og ráðast á Björn og félaga hans. Þeir komust undan heim til Björns eftir nokk- urt þóf við hópinn, en lögreglan var ' viðstödd ryskingar þeirra fyrir utan skemmtistaðinn. Líkamsárás með hundaól „Þeir voru sennilega fimmtán sem komu heim til mín,“ segir Björn en hópurinn lét ekki staðar numið við Pakkhúsið. Hann segir hópinn hafa ráðist inn til þeirra og virðist vera sem svo að einn af ofbeldismönn- Mikið úrval afflísum Veggflísar iil ^ • Gólfflísar afsláttur HARÐVIÐARVAL ■þegar þu Itaupir gólfefni Krókhálsi 4 110 Reykjavík Sími 567 1010 www.parket.is Björn Bjarnason: Aðbúnaður í fangelsum almennt séð viðunandi Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra, segir að áætlanir þær sem kynntar hafi verið um umbætur í fangelsismálum á íslandi séu á góðum rökum reistar. Mikið hefur verið fjallað um málefni fanga und- anfarið og þar hefur meðal annars komið fram að öll fangelsi landsins eru yfirfull. Forstjóri Fangelsismála- stofnunar hefur meðal annars lýst því yfir að fáist ekki skýr svör innan tíðar um framtíðarlausn í mála- flokkinum komi til greina að hann segi af sér. Dómsmálaráðherra svaraði spurn- ingum blaðamanns Blaðsins. Að- spurður hversu brýnt væri að byggja nýtt fangelsi, og hvort ákvörðunar í málinu væri að vænta á komandi þingi, sagði Björn: „Ég hef kynnt áætl- anir um þessi mál og tel, að þær séu á góðum rökum reistar.“ Enn-f r e m u r vitnaði Björn í ummæli sín á Alþingi í nóvem- Alltaf má gera betur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra n i.inii'ir "'i ~ "i iiirWWi m ... „.v, - -Talr-"~- • „ • a » » » a » » ■ II tirél ÉTál ber 2004 en þar fer ráðherrann yfir þær breytingar sem talið er nauðsyn- legt að gera til þess að fangelsismálin komist í samt lag. Björn segir meðal annars að þegar rætt sé um framtíð- aruppbyggingu fangelsanna þurfi að huga að mörgum þáttum en að mik- ilvægast sé að móta heildarstefnu á þessu sviði. Björn var ennfremur inntur álits á því hvort aðbúnaður fanga sé viðun- andi á íslandi: „Almennt séð verður að telja að svo sé, þótt alltaf megi og eigi að gera betur á þessu sviði eins og öðrum,“ segir Björn. Eftir- litsnefnd á vegum Evrópuráðsins hefur gagnrýnt þá tilhögun sem hér tíðkast að vista gæsluvarð- haldsfanga og af- plánunarfanga FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYPISI Fangelsin sprangin ■ Forsíða Blaðsins fimmtudaginn 27. júlí á sama stað. Undir þessa gagnrýni hafa fleiri tekið, til dæmis Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, sem sagði fyrirkomulagið fráleitt í sam- tali við Blaðið á dögunum. Dóms- málaráðherra segir að áætlanir ráðu- neytisins og fangelsismálastofnunar miði að því að úr þessu verði bætt.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.