blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2006 blaðið blaóiðu— Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Svifið yfir Víkurvelli Flugvél lenti á golfvellinum í miðju móti. Sniglar: Ofsaakstur er glapræði „Maður myndi halda að þetta væri glapræðisegir Garðar Ingi Steins- son, ritari Sniglanna, um hrað- akstur mannsins sem keyrði á 240 kíló- metra hraða með kærust- Garðar Ingi una á hjólinu Steinsson 0g rætt er við á forsíðu. Hann segir afar erfitt að rétt- læta hraðakstur á þjóðvegum eins og ástand veganna er í dag. Að sögn Garðars er nauðsynlegt að haga akstri eftir aðstæðum og fara eftir lögum þegar ekið er um vegi landsins. Hann bætir við að allt of lítið þurfi að bera út af til þess að svona akstur leiði hreinlega af sér dauðaslys. „Eitt banaslys er of mikið,“ segir Garðar, en Sniglarnir hafa þurft að horfa á eftir góðum félögum vegna slysa. Rétt skal taka fram að þeir óku hvorki óvarlega né ofhratt. Golfmót í Stykkishólmi: Flugvél lenti á áttundu braut ■ Héldu að hún væri að nauðlenda ■ Fjöldi fólks á vellinum. Eftir Gunnar Reyni Valþórsson gunnar@bladid.net Furðulegt atvik varð í Stykkishólmi á sunnudaginn fyrir viku þegar flug- maður einshreyfils flugvélar gerði sér litið fyrir og lenti vél sinni á átt- undu brautinni á golfvelli bæjarins, Víkurvelli. Á vellinum var KB-mótið í fullum gangi og því fjöldi fólks á svæðinu. Áhorfendur héldu í fyrstu að um nauðlendingu væri að ræða en annað kom á daginn því stuttu seinna hóf vélin sig til flugs á ný. Tveir að pútta á sjöundu Eyþór Benediktsson varð vitni að atvikinu. „Það var í gangi heljar- mikið mót þennan dag en sem betur fór voru ekki mjög margir úti á vell- inum þegar þetta gerðist," segir Ey- þór og bætir því við að stuttu seinna hafi völlurinn verið orðinn fullur. NÝlt VALIíOSTUH Á transport 4 toll- og flutningsmiðlun ehf t Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.transport.is • transport@transport.is „Þetta var svona venjuleg einshreyfils- vél en hún virtist vera alveg ómerkt. Vélin kom fyrst inn yfir völlinn mjög lágt og hægt. Við tókum einmitt eftir henni því hún lækkaði sig þegar hún fór yfir völlinn." Eyþór segir að vélin hafi því næst hækkað flugið á ný og tekið hring yfir bænum. „Það næsta sem gerðist var að vélin kemur úr vesturátt og lækkar sig meira og meira þannig að þegar hún var til móts við okkur sem stóðum við golf- skálann var hún eiginlega í sömu hæð og skálinn, sem stendur á litlum hól.“ Eyþór segir að síðan hafi flug- maðurinn einfaldlega lent vélinni mjúklega við endann á áttundu braut vallarins. „Sjöunda flötin liggur al- veg við endann á áttundu brautinni og þar voru tveir að pútta. Það var holl nýfarið af áttundu brautinni og þau voru því komin úr flugstefnunni sem betur fer.“ Eyþór segir að fólkið á vellinum hafi haldið að um nauðlend- ingu væri að ræða. „En síðan renndi hún sér af brautinni, upp á gamlan vegarslóða sem er þarna og stöðvaði við íbúðarhús sem eru þarna rétt við golfvöllinn.“ Hann segir að tveir eða þrír menn hafi stigið út úr vélinni. „Við héldum að þeir ætluðu að kíkja á mótor- inn eða athuga bilunina en eftir smástund þá fór hún af stað aftur. Okkur sýndist að einn farþeganna hafi orðið eftir á jörðu niðri en sáum það ekki almennilega. Síðan tók hún einfaldlega flugið á ný og notaði golf- völlinn reyndar ekki í það skiptið heldur slétt svæði fyrir utan völl.“ Leist ekki á blikuna þegar Fokkerinn mætti Að sögn Eyþórs vita bæjarbúar enn ekkert hvað flugmanninum gekk til með athæfinu eða hverjir voru á ferð og í Stykkishólms-Póst- inum er greint frá því að ekki sé vitað hverjir þarna voru að verki. „Við gátum ekki séð nein merki á vélinni en Rúnar Gislason, héraðs- dýralæknir náði myndum af henni þegar hún var að taka á loft. Okkur brá svo aftur þegar þremur tímum seinna Fokker-vél kom yfir völlinn í lágflugi og leist okkur ekki á blik- una þá.“ Fokkerinn lenti hins vegar á flugvellinum eins og lög gera ráð fyrir og segir Eyþór undarlegt að litla vélin hafi ekki farið að dæmi þeirrar stærri, þar sem flugvöllur bæjarins er aðeins í um tveggja kílómetra fjarlægð frá golfvellinum. „Maður hefði getað skilið þetta ef flugmaðurinn hefði neyðst til að lenda þarna. En ef þetta var bara einhver leikaraskapur þá er þetta auðvitað síðasta sort,“ segir Eyþór Benediktsson, sjónarvottur. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar er atvikið til athug- unar hjá stofnuninni. Á förnum vegi Er þörf fyrir inn- flytjendaflokk? Eva Hrund Hiynsdóttir, nemi ,Mér finnst að samfélgið ætti ekki að þurfa slíkan flokk. Því miður er það samt þannig að málefni innflytjenda Isak Sigurjón Bragason, háskólanemi ,Mér finnst ekki eiga vera slíkur flokkur á Íslandí. Mérfinnst að innflytjendur eigi bara að vera partur af öðrum flokkum". Jiri Gregr, tékkneskur túristi ,Ég held að slíkur flokkur geti haft vond áhrif á íslenska menningu." Dagný Björk Erlingsdóttir, verslunarkona ,Mér finnst slíkt framtak frábært. Það er eiginlega bara æðislegt enda er ég að deyja úr hamingju." Ingi Ulfur Helgason, sölumaður „Mér líst ekkert á það. Mér finnst bara ekkert vit í því að minnihlutahópar stofni stjómmálaflokk." tþ IMMdrt$r LéttskýjaSia*„ Skýjað AlskýjaðRignlng,lítllsháttar^^VRlgning^^>Súld - SnJókoma«££-Slydda-fi^ Snjúél Skúr iiil/jjU* 28 Algarve Amsterdam 23 Barcelona 31 Berlín 23 Chicago 27 Dublin 19 Frankfurt 26 Glasgow 15 Hamborg 28 Helsinki 22 Kaupmannahöfn 20 London 24 Madrid 33 Mallorka 31 Montreal 21 NewYork 26 Orlando 26 Osló 19 París 24 Stokkhólmur 24 Vín 30 Þórshöfn 13 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 9020600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.