blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2006 blaAiö Vörumerki metin til fjár: Kók verðmætast mbl.is Coca-Cola er verðmætasta vöru- merki heims, fimmta árið í röð, sam- kvæmt árlegri könnun alþjóðlegu ráð- gjafarstofnunarinnar Interbrand. Vörumerkið Coca-Cola er metið á 67 milljarða dala, jafnvirði 4900 milljarða króna. Microsoft er í öðru sæti, metið á 57 milljarða dala og IBM er metið á 56 milljarða dala. Bandarísk fyrirtæki eru áberandi á listanum yfir verðmætustu vöru- merkin en finnski farsímaframleið- andinn Nokia komst aftur í hóp 10 verðmætustu vörumerkjanna, er í 6. sæti og metinn á 30 milljarða dala. VERÐMÆTUSTU VÖRUMERKIN Coca-Cola, 67 milljarðar dala Microsoft, 57 milljarðar dala IBM, 56 milljarðar dala General Electric, 48 milljarðardala Intel, 32 milljarðar dala Nokia, 30 milljarðar dala Toyota, 28 milljarðar dala Disney, 28 milljarðar dala McDonald’s, 27 milljarðar dala Mercedes, 22 milljarðar dala GleraugnaversVún fyrir konurjm^ STÆRRI VERSLUN MEIRA ÚRVAL Reykavíkurvegur 22 220 Hafnarfirði Þar sem gæðagle! ... .kosta minnal íll sco; V i Alvöru fjallahjúl 1111531311 hafin Full búð af góðum tilboðum Rockadile AL 26 Frábært Alvöru fjallahjól, 21 gíra á 30% afslætti 28.S00 Lögreglumenn i Hafnarfirði: 40 Lögreglumenn í Kópavogi: 31 Fjöldi lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu Alls munu um 350 lögreglu- þjónar starfa í hinu nýja umdæmi á höfuðborgarsvæöinu. Lögreglan í Kópavogi: Þarf ekki að hafa áhyggjur af manneklu ■ Bíða spenntir eftir skipulagsbreytingum ■ Löggæslan efld Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Fjöldi íbúa á hvern lögregluþjón mun snarminnka í Kópavogi þegar skipu- lagsbreytingar á lögregluumdæmum ganga í gildi næstu áramót. í dag er einn lögregluþjónn á móti 850 íbúum í Kópavogi en í Reykjavík er hlut- fallið um 420 manns á móti einum lögregluþjóni. Nýskipaður lögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að löggæslan muni eflast og verða betri eftir að skipulagsbreytingarnar ganga í garð. Ríkislögreglustjóri bjargar málunum „Ef ekki væri fyrir þessa samnýt- ingu á mannskap þá væri ástandið frekar slæmt hjá okkur hérna í Kópa- voginum," segir Eiríkur Tómasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópa- vogi. Bæjarfélagið hefur vaxið gríð- arlega á undanförnum árum án þess að lögreglumönnum hafi fjölgað hlut- fallslega jafnmikið. Eiríkur segir sam- starf við Ríkislögreglustjóra bæði hvað varðar fjarskiptamiðstöð sem og samnýtingu á mannskap gera það að verkum að hlutirnir gangi nokkuð eðlilega fyrir sig. „Það má segja að þessar breytingar sem hafa verið gerðar varðandi fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og sérsveitina geri það að verkum að hér ríkir ekki neyðarástand." Nú eru starfandi 31 lögregluþjónn I Kópavogi en þar búa rúmlega 26 þúsund manns. Hlutfallið er því einn lögreglumaður á móti 850 íbúum. I Vonast til þess að skipulags- » - 1 breytingar R ■ skili sér í betri mm *•-->«., löggæslu BUE | Stefán Eiríksson, lögieglustjórihöiuð- ■ BS& borgarsvæðisins. Reykjavík er þetta hlutfall um 420 íbúar á móti einum lögregluþjóni og í Hafnarfirði eru 561 íbúi á móti hverjum lögreglumanni. Samkvæmt skipulagsbreytingum sem samþykktar voru á Alþingi í vor verður lögregluumdæmum á landinu fækkað úr 26 í 15. Þá munu umdæmin þrjú á höfuðborgarsvæð- inu þ.e. Hafnarfjörður, Kópavogur og Reykjavík sameinast í eitt. Mun lögsaga þessa nýja umdæmis einnig ná yfir Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjósa- hrepp, Álftanes og Seltjarnarnes. Eftir breytingar verður hlutfallið á höfuðborgarsvæðinu 544 íbúar á móti einum lögregluþjóni. Eiríkur segir skipulags breytingarnar valda því að löggæslan muni eflast. „Við erum hættir að hafa áhyggjur af manneklu þar sem stutt er í skipulagsbreyt i n g a r n a r ganga í gegn.“ Betri löggæsla Á höfuðborgarsvæðinu eru nú starf- andi 350 lögreglumenn samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra en alls búa um 189 þúsund manns í hina nýja sameinaða umdæmi. Að sögn Stefáns Eiríkssonar, nýskipaðs lög- reglustjóra höfuðborgarsvæðisins, mun sameiningin skila sér í aukinni hagræðingu. „Eftir því sem lögreglu- lið verður stærra því meiri mögu- leikar eru hvers konar á hagræðingu. Markmiðið með þessum breytingum er að nýta betur fjármuni og ná meiri krafti út úr löggæslunni en hægt er með góðu móti í dag. í kjölfarið opnast kannsý möguleikar á því að fjölga lögreglumönnum." Að sögn Stefáns sýna skýrslur að hlutfall lögreglumanna miðað við íbúafjölda sé í hærra lagi hér á landi miðað við hin Norðurlöndin. Þá segir hann ekki liggja fyrir hvort ein- hverjum lögreglustöðum verði lokað en allt slíkt eigi eftir að kanna nánar. „Menn eru bara að skoða hvernig hægt er að nýta og stýra löggæslunni út frá þeim lögreglustöðum sem eru í dag. T.d. væri hægt að nýta stöð- ina í Kópavogi fyrir Breiðholtið osfrv. Þetta á allt saman eftir að skoða nánar." “■—‘ingar hjá lögregl- unni Umtalsverðar ikipulagsbreyting- ar munu eiga stað hjá lögreglunni næstu áramót Fólskuleg árás í miðbæ Reykjavíkur: Beit eyra af plötusnúði Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Plötusnúðurinn Kári Arnþórsson varð fyrir því að dauðadrukkinn maður beit hluta af eyra hans þegar hann ætlaði að aðstoða hann. Maðurinn mun hafa verið áfengis- dauður inni á klósetti á efri hæð Kaffi- barsins þegar plötusnúðurinn knái og annar maður ætluðu að hjálpa honum. Þeir reistu hann við og hjálpuðu niður tröppurnar og þá réðst hann á Kára. „Hann rankaði bara við sér og beit af mér eyrað,“ segir Kári hálfhissa á viðbrögðum mannsins enda hafi þeir eingöngu verið að reyna hjálpa honum. Dyravörður staðarins segir manninn hafa hlaupið út um leið og hann beit eyrað af. Tveir menn eltu hann og náðu að lokum. Dyravörður staðarins hringdi undir eins á lögregl- una sem keyrði Kára upp á spítala. „Þeir saumuðu eyrað aftur á,“ segir Kári sem vill sem minnst úr málinu gera. Hann segir að hann nái fullum bata en ófyrirséð hvort ör komi eftir árásina eða ekki. Kári segist undrandi á hegðun mannsins og getur ekki ímyndað sér hvað honum hafi gengið til. „Það er svolítið skrýtið þegar mann- æta ræðst á mann,“ segir Kári og hlær aðspurður hvernig hann hafi það. Hann segist ekki ætla láta þetta slá sig út af laginu og stefndi á að fara á tón- leikana með Sigur Rós þegar við hann var rætt. „Maður hlustar vel með báðum eyrum, eins gott að það verði flott hljóðkerfi á staðnum," segir Kári hlæj- andi. Málið er í rannsókn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.