blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2006 blaðiö folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Kíkti Mike Tyson á Kaffibarinn? „Það inætti lialda það. Það gerist nii ýmislegt hérfyrir utan en ég veit ekki liver þetta var. Lögreglan náði nú víst kauða og það er spurninghvort þetta hafi verið Tijson." Gestur Páll Reynisson, fram- kvæmdastjóri Kaffibarsins Hluti af eyra var bitinn af manni í slagsmál- um fyrir utan Kaffibarinn á laugardagskvöld- BlaÖið/Steinar Hugi Skemmtilegast að hanna línu á kúnnana Smáborgarinn Eftir nokkra skal mælinn skoða Smáborgarinnereinsogflestiraðrirog þykir gott að fá sér bjór endrum og eins. Einstaka kvöld faer hann sér aðeins meira en nokkra bjóra og fer á „djammið". Hann stundar hins vegar ekki ölvunarakstur, eins og er í tísku í sumum sveitarfélögum. Að sama skapi forðast hann að keyra daginn eftir mikla drykkju. Ef Smáborgarinn sest undir stýri daginn eftir að hann hefur fengið sér í glas gerist það aldrei fyrr en seinnipartinn eða á kvöldin. Enda er bíllinn ekki ómissandi og það er sérstaklega gott að fá sér göngutúr ef líkaminn er fullur af bjór og óþverra. Þess vegna fannst Smáborgaranum sérstak- lega merkilegt að heyra auglýsingar ákveð- ins tryggingafélags um áfengismaeli. Mæli sem sýnir hvort einstaklingur sé ökuhæfur. Hvað varð um Eftir einn ei aki neinn? Er búið að breyta slagorðinu í Eftir nokkra þá mæl- Hvað varð um Eftir einn ei aki neinn? Er búið að breyta slagorðinu í Eftir nokkra þá mælinn skal skoða?. inn skal skoða? Smáborgarinn efast um það enda á fólk ekki að setjast undir stýri eftir svo mikið sem einn sopa, hvað þá meira. Reyndar kemur fram í auglýsingum um áfengismælinn að hann skal nota daginn eftir drykkju, til að kanna hvort bílstjórinn sé ökuhæfur. Það ætti að vera regla hjá öllum að keyra ekki daginn eftir drykkju, sér- staklega ekki ef innbyrt er það mikið áfengi að vafi er um að einstaklingur sé ökuhæfur. Án þess að Smáborgarinn sé sérfræðingur í ölvunarakstri getur hann ímyndað sér að meðaleinstaklingurinn sem „djammar" kvöldið áður, er ekki í ökuhæfu ástandi fyrr en í fyrsta lagi seinnipartinn. En fólk á ekki heldur að keyra daginn eftir djamm. Heil- inn er sljór enda einstaklingurinn oftast nær þreyttur og þá er viðbragðstími ökumanns lengri. Auk þess finnst Smáborgaranum trúlegt að tryggingarfélagið beini sjónum sínum að unga fólkinu þegar áfengismælir- inn er auglýstur. En það er einmitt það sem er siðferðislega rangt. Unga fólkinu á að vera kennt að keyra aldrei ef það er minnsti grunur um að það sé enn þá áfengi í blóð- inu. Mælar eiga aldrei að koma í stað heil- brigðrar skynsemi sem tryggingafélagið heldur kannski að sé á undanhaldi. „Ég hef lært eitthvað af öllum sem ég vinn með,“ segir Nanna Björnsdóttir hársnyrtir á Rauð- hettu og Úlfinum. „Ég byrjaði á samning árið 1994 og lærði á hár- greiðslustofunni Jóa og félögum hjá Simba hárgreiðslumeistara. Ég lærði því heilmikið af þeim og hef verið að byggja ofan á þá reynslu æ síðan. En svo fær maður innblástur frá öðrum hársnyrtum sem og tískublöðum.“ Smávægilegir ókostir Nanna er mjög ánægð í starfi sínu og telur kostina marga við starfið. „Skemmtilegast finnst mér þegar ég fæ tækifæri til að láta hæfi- leika og reynslu mína njóta sín og hanna línu á kúnnana. Ég fæ þá að hafa algjörlega frjálsar hendur í hárinu enda vill viðskiptavinurinn þá prófa eitthvað nýtt eða veit jafn- vel ekkert hvað hann vill.“ Að sögn Nönnu eru vitanlega einhverjir ókostir við starfið en þeir séu þó smávægilegir miðað við kostina. ,Það getur verið erfitt að standa lengi og eins geta þjónustustörf eins og þetta verið erfið ef manni líður illa. Þá máttu alls ekki sýna tilfinningar þínar og þarft að láta sem þú sért hress og ánægð. Það er alltaf örlítið erfitt.“ Elvis-útlitið vinsælt Eins og aðrir hársnyrtar fylg- ist Nanna vel með tískum og straumum. Þessa dagana segir hún að nokkrir straumar séu í gangi. ,Það er blanda af 90's og 6o's tísk um þessar mundir og þá er stutt hár og millisítt hár vinsælast hjá bæði strákum og stelpum. Stutta hárið og millisíða hárið er með síðum styttum og það er meiri lengd ofan á hvirflinum. Línurnar eru klass- ískar. Elvis-útlitið hefur líka verið SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt I reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 1 8 5 2 3 9 4 8 8 4 7 3 7 9 5 3 9 8 1 3 5 3 1 7 6 6 9 4 7 3 2 6 9 1 5 1 3 9 6 4 2 7 8 6 2 4 8 1 7 3 9 5 7 8 9 2 3 5 4 6 1 2 3 6 4 7 8 5 1 9 8 7 5 1 9 3 6 2 4 9 4 1 5 2 6 7 8 3 3 9 7 6 4 1 8 5 2 4 5 2 7 8 9 1 3 6 1 6 8 3 5 2 9 4 7 by Jim Unger. 10-6 © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 Eigum við ekki bara að rölta áfram? HEYRST HEFUR... Framtak ungra sjálfstæð- ismanna á skrifstofum skattsins hefur vakið verulega athygli, enda hafa menn yfirleitt ekki ' áttaðvenjast slíkum bar- áttuaðferðum á þeim bænum. Borgar Þór Einarsson, formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna (SUS), kom sköruglega fram í fjölmiðlum og var síður en svo í vörn. Gárungarnir spyrja hins vegar hvort hann hefði valið sér skattinn að skotspæni meðan stjúpi hans, Geir H. Haarde, var fjármálaráðherra. Hvernig sem því líður telja menn einsýnt að Borgar Þór ætli að sækjast eftir sæti á fram- boðslista sjálfstæðismanna fyrir næstu þingkosningar og þá í Norðvesturkjördæmi, en rætur hans liggja djúpt á Akranesi... Símon Örn Birgisson, sem gat sér frægðar á DV á sínum tíma, er genginn til liðs við gömlu góðu Nýju fréttastof- una. Á föstudag var hann gerður út af örkinni til þess að fylgjast með mótmælum við bandaríska sendiráðið við Laufásveg. Ekki gekk það þó vandræðalaust fyrir sig, því þegar hann kom á vendilega merktum bíl NFS á vettvang beindist athyglin meira að mótmælendum en akstrinum með þeirri afleiðingu að hann bakkaði á staur. Hann ákvað þá að aka í hina áttina en sér að fjórir vígalegir lögregluþjónar skammt undan baða út hönd- unum. Áður en hann áttar sig á því hvað þeir meina með pati sínu náði hann að aka framan á aðvífandi bíl. Bílstjóri hans, Sindri Eldon, tók því raunar með jafnaðargeði, en þegar lög- regluþjónarnir gengu á Símon gat hann þær skýringar einar gefið, að þetta væri ekki sinn dagur... T llugi Gunnarsson, hagfræð- Aingur, ritaði greinarhlemm í Lesbókina, um umhverf- isvernd hægrimanna, sem öðrum þræði var svar við grein Guðna Elíssonar, bókmennta- fræðings, i Lesbókinni helgina áður, en hann gagnrýndi hægrimenn m.a. fyrir að hafa eftirlátið vinstrimönnum umhverfisumræðuna. Illugi svaraði því í nokkru máli undir fyrirsögninni „Hægri grænt - náttúruvernd og náttúrunýt- ing“ og Moggamönnum þótti svo mikið um að þeir auglýstu greinina grimmt í útvarpi um helgina. En kannski Guðni hafi eitthvað til síns máls, því þeir hjá Ríkisútvarpinu könnuðust ekki betur við hugtakið „hægri grænt“ en svo að þeir „leið- réttu“ auglýsingatextann og í útvarpinu glumdi linnulaust sú stórfrétt að Illugi Gunnarsson værihægri-krati... andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.