blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 14
14 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaöiö Jarðvarmavirkjanir Munu geta framleitt sex sinnum fieiri heimilum en nú er gert Stærsta auðlind landsins ■ Gengið er á orkuforðann í jörðu niðri og hann endurnýjast hægt ■ Hugsanlegt að ná valdi á þeirri tækni að virkja jarðvarma utan háhitasvæða Jarðvarminn: Eftir Atla ísieifsson atlii@bladid.net Jarðvarminn er væntanlega stærsta náttúruauðlind íslands. Það sýnir sig best í því hvað við spöriim í hús- hitun, eldsneyti, auk þess að við höfum notast við jarðvarmann til að framleiða raforku,“ segir Svein- björn Björnsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun. Samkvæmt tölum frá Orkusetri má gera ráð fyrir að jarðvarminn spari þjóðarbúinu um þrjátíu milljarða á ári miðað við nú- verandi verðlag. Jarðvarmi er orka sem berst upp á yfirborð jarðar með gufu eða vatni, en orkan verður til í jörðinni mest vegna geislavirkra efna. „Á íslandi er óvenjulega mikið uppstreymi af kviku og þar af leiðandi er berg hér á landinu heitara en víða annars staðar. I því felst meiri varmi á svip- uðu dýpi en annars staðar á jörðinni. Verðmæti jarðvarmans fyrir Islend- inga verður seint ofmetið. Við höfum yfirfljótandi heitt vatn sem má nota til ýmissa verka, svo sem húshitun, raforkuframleiðslu, til ræktunar, í fiskeldi, til að bræða snjó og ís, til að synda í og þannig mætti áfram telja,“ segir Sveinbjörn. Vernd í olíukreppu Jarðvarminn hefur fyrst og fremst verið nýttur til húshitunar, en um níutíu prósent húsa á landinu eru hituð með þessum hætti. Gífurlegar upphæðir sparast á því að kynda húsin með jarðvarma í stað jarðefna- eldsneytis, svo að ekki sé minnst á gildi þess fyrir umhverfið. Ætla jslendingar verða að f* , líta meira til jarðvarmans" / Magnus Jóhannesson, ráðuneytisstjóri má að um 8oo þúsund tonn af olíu þyrfti til að kynda upp híbýli hér. Með jarðvarmanýtingunni er sömu- leiðis verið að auka orkuöryggi þjóð- arinnar. Sveinbjörn segir að margir hafi haldið því fram að við hefðum orðið gjaldþrota í kjölfar olíukrepp- unnar á áttunda áratug síðustu aldar hefði ekki verið fyrir jarðvarmann. „Reikningurinn hefði einfaldlega orðið of hár af olíuinnflutningnum. Þá veitir jarðvarminn okkur ákveðið öryggi á stríðstímum, að vera ekki háðari olíu en við erum.“ Kynding með olíu myndi þýða um 2,5 milljóna tonna útblástur af koltvísýringi á ári svo að nýting jarðvarmans er gríðarlegt framlag til minnkunar á útblæstri, þegar litið er til Kyoto-sáttmálans og ann- arra umhverfisþátta. Jarðvarminn veitir okkur ekki einungis raforku og yl, heldur eru margir helstu ferða- mannastaðir landsins einmitt á jarð- hitasvæðum, svo sem Geysissvæðið, Bláa lónið, jarðböðin við Mývatn og þannig mætti áfram telja. Orkuforðinn endurnýjast hægt Aðspurður hvort að jarðvarminn sé takmörkuð auðlind segir Svein- björn að orkuforðinn í jörðu niðri sé feikilega mikill. „Hann endur- „Nauösynlegt er aö ganga ekki of hratt á orkuforöann" Sveinbjörn Björnsson, sórfræðingur nýjast hins vegar hægt og þegar við virkjum hann er það yfirleitt svo að við viljum virkja hraðar en náttúran hefur undan að endurnýja. Því er líklegt að við göngum dálítið á forðann með virkjununum, en forðinn er hins vegar mjög stór. Síðan mun það taka álíkalangan tíma og nýt- ingartím- inn sjálfur eða jafnvel lengritími fyrir nátt- ú r u n a að bæta fyrir það sem við tökum.“ Nauð- synlegt er þvi að ganga ekki of hrattá .# þann orkuforða sem er í jörðinni, vegna þessarar hægu endurnýjunar. „1 Reykjavík hvílir Orkuveitan Mos- fellssvæðið og Reykjavíkursvæðið með því að hita upp vatn á Nesja- völlum. Þar dæla menn minna úr gömlu svæðunum en áður. Eftir nokkra áratugi mun svo þurfa að stöðva vinnslu alveg í nokkra ára- tugi á ákveðnum svæðum og halda vinnslunni svo áfram löngu síðar þegar endurnýjun hefur átt sér stað.“ Sveinbjörn mælir þó hiklaust með að við höldum áfram að nýta jarðvarmann og leitum nýrra leiða til vinnslu. „Islendingar hafa sífellt verið að auka nýtinguna og nú virð- ist sem svo að hagkvæmt sé að nýta jarðvarma til raforkuframleiðslu. Kosturinn er sá að umhverfisáhrif af þeim eru miklu minni en af nýt- ingu vatnsaflsins og því reikna ég með og vona að menn sækist enn frekar í nýtingu jarðvarmans á kom- andi áratugum.“ Nýting utan háhitasvæða Á síðasta ári var heildarraforku- framleiðsla jarðvarmavirkjana á fs- landi tæplega 1.700 gígavattstundir (GWh) og með tilkomu nýrra virkj- ana má ætla að framleiðslan fari upp í 3.300 GWh. Almenn notkun í landinu er um 500 GWh, svo jarð- varmavirkjanirnar munu í raun geta framleitt fyrir sex sinnum fleiri heimili en nú er gert, eða um tveggja milljóna byggð. „Tæknin við að ná jarðvarmanum verður sífellt betri og nú er vel hugsanlegt og væri æskilegt, að við munum ná valdi á þeirri tækni að vinna jarðvar- mann utan háhitasvæðanna. Háhita- svæðin eru falleg og eftirsóknarverð til útivistar. Umhverfislega yrði minni skaði ef við gætum unnið jarðvarmann í gosbeltum þar sem yfirborðið er ef til vill ekki jafn fal- legt ef þannig mætti að orði komast,“ segir Sveinbjörn. Jarðvarmanýtingunni fylgir tals- verð götun í landið, en heildarfjöldi borhola eru yfir tíu þúsund talsins og samanlögð dýpt þeirra vel yfir þúsund kílómetrar. Áð sögn Svein- björns eru neikvæðar afleiðingar jarðvarmanýtingar ekki margar. ,Það eru fyrst og fremst umhverf- isáhrif. Borholurnar sjálfar eru ekki mikil Borplönin eru lýti

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.