blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 16
blaði Útgáfufélag: Ár og dagurehf. Stjórnarformaður: SigurðurG.Guðjónsson Ritstjóri; Sigurjón M. Egilsson Fréttastjóri: Brynjólfur Þór Guðmundsson Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Framtíð Framsóknar Það er ekki sól og yndi framundan hjá Framsóknarfólki. Aðeins tvær vikur eru til flokksþings þar sem ný forysta verður valin. Enn sem komið er hafa þrír gefið kost á sér til formanns og þar af er aðeins eitt framboðið alvöruframboð, hin eru vitavonlaus. Innan Framsóknarflokksins eru samt raddir sem gera ekki ráð fyrir að Jón Sigurðsson eigi greiða leið í stól formanns. Siv Friðleifsdóttir hefur ekkert viljað gefa upp hvað hún hyggst fyrir, en kunnugir segja hana ekki skorta metnað og ef hún láti ekki verða að framboði nú, geri hún það ekki síðar. Þetta sé hennar síðasti séns. Kunnugir gera ráð fyrir framboði Sivjar til formanns og gangi það eftir sé fjarri því víst að Jóni Sigurðssyni veitist eins létt að komast til æðstu metorða innan flokksins eins og hingað til hefur verið talið. Þó Siv sæki ekki stuðning í sama bás og Halldór Ásgrímsson hefur gert og Jón Sigurðsson mun gera, er vitað að hún hefur víðtækan stuðning meðal flokksmanna og fáir stjórnmálamenn hafa verið duglegri við að byggja upp sitt bakland og Siv. Hún fer víða, talar við marga og hefur þess vegna náð að treysta sig mikið í sessi. Þetta segja samherjar jafnt sem andstæð- ingar innan flokksins. Ef Siv býður sig fram til formanns verða spennandi formannskosningar. Barátta Jónínu Bjartmarz og Guðna Ágústssonar um varaformanninn kann að verða hörð. Fleiri gera ráð fyrir sigri Guðna. Hann hefur fylgi víða í flokknum en kunnugir segja Jónínu helst vera sterkari innan þingflokks- ins og þess fólks sem næst þeim hópi starfar. Meðal almennra flokks- manna er staða Guðna talin mun sterkari. Það vinnur á móti Guðna að hafa ekki þorað að fara í formannsslag. Þar sýndi hann á sér veika hlið sem getur skemmt fyrir honum í varaformannskjörinu. Sjálfur hótar Guðni og segir að ósigur muni kalla á sundrung í flokknum. Önnur embætti eru ekki mikilsvirði. Framsóknarmenn hafa lengið tjaldað embætti ritara sem það skipti einhverju máli, en auðvitað gerir það það ekki. Þess vegna verða átökin í mesta lagi um tvö veigamikil emb- ætti, embætti formanns og varaformanns. Félagar í Framsóknarflokknum skilja að það er mikilsvert fyrir stöðu flokksins i komandi framtíð að þeim takist að velja sér forsytu með sóma, bæði að barist verði af sóma og að sómi verði af nýju forystunni. Halldór Ásgrímsson hefur hrökklast frá landsstjórninni og nú flokksstjtjórninni. Það eru ekki glæsileg lok á löngum ferli. Fráfarandi formaður verður að þola gagnrýna umræðu um stöðu flokksins, ákvarðanir og gjörðir síðustu ára. Ef flokksþingið gerir það ekki er sú hætta framundan að flokkurinn hjakki í sama djúpa farinu. Það er ekki glæst framtíð. Sigurjón M. Egilsson. Augiýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiflja Morgunblaflsins Dreifing: Islandspóstur Miðvikudagur 9.ágúst ALLT SEM TENGIST NÝBYGGINGUM OG VIÐHALDI Á NÝJUM SEM GÖMLUM HÚSUM Katrín L. Rú ‘issknæ* 1 Sími 510 3757 • P • - r-'y', - ’ . - .y. ■.■ .’.’ •’ ... Magnús G Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm < D • kata@bladid.net • maggi@bladid.net 16 I FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaöÍA GjöffiDu m helMKmpv Win? M'AITiLR^nsoKHÁPSEM 1/VUt-ðAft WAG AUS AUAennín&s________ J rj\ tfVAt hU H-p A0 GIÍPA? i LCsSt HR LÖNGu ?yRNTU£ 0G HFPUfc -EKKttl Skódinn er sjálfbær Það er flestum ljóst, að Samfylk- ingin er í vandræðum. Það er of erfitt að skilgreina flokkinn; ein- faldara er að skilgreina hvað hann ekki er. Formaðurinn, Ingibjörg Sólrún, sagði nýlega í löngu viðtali á NFS, að vinstrigrænir VG ættu auðveldan leik þar sem þeir velji yfir- leitt öfgana, t.d. í umhverfismálum, en alþjóð veit að þeir VG-menn eru á móti virkjunum og áli, eiginlega öllu i þá áttina. Það á að byggja upp meiri þekkingariðnað með mennt- uðu fólki og láta ekki eftir iðnaðar- ráðherrum, Valgerði Sverrisdóttur eða Jóni Sigurðssyni, að stefna öllum peningum í málmbræðslur með mengun og virkjunum út um allt. Til að svo verði þarf að loka leiðum fyrir peningana og fólkið yfir í málmbræðslur og hreinlega smala því og reka yfir í þóknanleg störf í þekkingariðnaði, já, með því að loka fyrir aðrar leiðir yfir í störf á lágu plani fyrir erlenda auðhringa. Já, Samfylkingin vill það líka að marki, en ekki ganga of langt og passa sig á hægri kantinum; þá er bara hóf- semin eftir og velferðin. Hannes Hólmsteinn markar pólitísku landa- mærin til hægri með frjálshyggju- bullinu. Samfylkingin verður því að velja millileið, velferðina og sam- ræðustjórnmálin, stillt af með Borg- arnesyfirlýsingum; rétt eins postula- bréfin frá Páli postula gerðu fyrir trúna. Við sjáum fyrir okkur Dag B. Eggertsson, sem á í miklum basli í samræðustjórnmálunum, en Reyk- víkingar skildu ekki boðskap hans í kosningunum; hann vildi bara tala við alla og allir áttu að fá að taka Klippt & skorið Sumir hafa hnotið um ummæli frú Dorrit Moussaieff í forsíðuviðtali Fréttablaðsins á þriðjudag í tilefni af | nýfengnum ríkisborgararétti hennar. Þar sagði hún íslend- inga eiga það til að vanmeta landið og varaði við því að landið væri opið fyrir hverjum sem væri. „Það á ekki að vera auðvelt að verða íslenskur ríkisborgari. Það er mjög nauðsyn- legt að við veljum vandlega hver fær að verða fslendingur. Við verðum að sjá til þess að fólkið sem hingað kemur gefi eitthvað til baka en lifi ekki á fólkinu sem hér er fyrir." Slúðurvefurinn Orðið á götunni (ordid. blog.is), sem haldið er úti af ungkrat- anum Andrési Jónssyni og nokkrum þátt, en enginn veit hvert hann vildi sjálfur, vangaveltur einar dugðu ekk- ert út fyrir Borgarnesyfirlýsingar. Stefna VG um umhverfismál - Já, og hún Kolbrún Halldórs- dóttir VG er perla, sem sendir frá sér einlægar og tærar skilgreiningar um umhverfismál. Nýlega var hún í spjalli á NFS til að ræða um eilíf vandamál Strætó. Einkabílisminn tröllríður öllu og aldrei er hægt að reka fyrirtækið. En Kolbrún vill fara eftir sjálfbærri umhverfisstefnu VG og veit því hvað á að gera: „Það þarf að Jónas Bjarnason vera erfiðara fyrir fólk að nota einka- bílinn heldur en að fara í Strætó!" Árni Þ. Sigurðsson VG hefur útskýrt í sjónvarpinu hvers vegna hann er á móti mislægri þverun Kringlu- mýrar- og Miklubrautar: „Með því flyst vandinn bara til.“ Vandinn er því augljóslega of margir bílar og það á að ráðast á rætur hans. Hvað er fólk að gera með svona marga bíla og stefna þeim á miðbæinn? Já, Kol- brún veit hvað á að gera. Það þarf vinum hans, gekk svo langt að spyrja hvort hér örlaði á kynþáttahyggju hjá forsetafrúnni. Klippara er Ijúft að taka vörn hennar, því auð- vitað koma þessi orð Dorritar kynþáttahyggju ekkert við. Hins vegar þekkir hún sem Englend- ingur hvernig galopin iandamæri geta valdið margháttuðum vanda, ekki síst þar sem inn- flytjendur, löglegir sem ólöglegir, geta gerst ómagar félagskerfisins frá fyrstu stundu. Hér á íslandi eru dvalarleyfi á hinn bóginn tengd atvinnu og því liggur fyrir að eftir viðkomandi er sóst. Það hlýtur að vera gestunum og gest- gjöfunum fyrir bestu þegar svo er. Hins vegar hefur vakið undrun hvað bóndi Dorritar, herra Ólafur Ragnar Grímsson, gekk langt í yfirlýsingum um það þegar hann synjaði fjölmiðlalögunum að auka erfiðleikastigið! „Svo ek ég á skóda,“ sagði hún. Höfundur átti nýlega leið frá Háaleitinu niður á Skúlagötu og taldi 17 sársaukafullar upphækkanir á leiðinni; þeim má fjölga til að hækka erfiðleikastuðul- inn fyrir einkabíla og einnig fjölga gatnaþrengingum til að hækka stuðulinn enn frekar. Með því að hækka stuðulinn fyrir einkabíla og gefa Strætó einkarétt á hindrunar- lausum brautum, má snúa dæminu við; þá sér fólk hvað Strætó er góður kostur og vistvænn. Hún Kolbrún sagði ennfremur á NFS, að hún vilji „stíga það skref að gera allan landbúnaðinn líf- rænan“ þ.e. fái lífræna vottun, en það þýðir að framleiðslan minnkar um meira en helming því þá má ekki nota iðnaðaráburð. Islenskir bændur vita nákvæmlega hvað það þýðir; heyframleiðslan minnkar strax um meira en helming og afurðirnar einnig. Þarmeð er öll offramleiðslan forbí, landbúnaðar- vandinn leystur á einu bretti! Þótt verðið á lífrænum afurðum verði hátt, þá eru þær heilnæmari og fólk mun vera reiðubúið að borga meira fyrir þær. Menn deila um landbún- aðinn í áravís og enginn sér lausn- ina nema hún Kolbrún og VG. Þetta er Hka flott útspil fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, en landbúnaðarstefna Samfylkingar hefur verið óskiljan- leg, en nú má setja kúrsinn beint á EB og frjálsan innflutning á búfjár- afurðum. VG hafa rutt veginn með sinni vistvænu stefnu! Höfundur er efnaverkfræðingur staðfestingar fyrir tveimur árum. En nú talar hann ekki um gjána milli þings og þjóðar líkt og þá, heldur talar hann um nauðvörn lýðræð- isins, þar sem hann er sverð þess og skjöldur. En fjölmiðlasumarið mikla vissi enginn neitt um afstöðu forsetans til málsins og hann tiltók sérstaklega í beinni útsendingu hinn 2. júní 2004, að í synjuninni fælist ekki efnisleg afstaða til laganna, langt í frá. Nú verða bæði þjóð og þing sumsé að giska I hvort skiptið for- setinnvarað segja satt. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.