blaðið - 03.08.2006, Side 25
blaðið FIMMTUDAGUE 3. ÁGÚST 2006
25 ’
Með stóru ástinni í Iffi sínu, leikar-
anum Spencer Tracy Þau gengu
aldrei íhjónaband en hún sagði að
hún hefði aldrei farið frá honum.
leikarinn Spenver Tracy en þau
léku saman í níu kvikyndum. Þau
kynntust þegar þau léku saman í
myndinni Woman of the Year ár-
ið 1942. Samstarfið varð upphafið
að einu frægasta ástarsambandi í
Hollywood. Það var leikstjórinn
Joseph Mankiewicz sem kynnti
þau. Hepburn, sem var á háum
hælum, leit á Tracy og sagði: „Ég
er hrædd um að ég sé of hávaxin
fyrir þig, herra Tracy.“ Mankiewicz
sagði: „Þú þarft ekki að hafa áhyggj-
ur, hann mun koma þér niður í sína
stærð.“ Það voru orð að sönnu því
Tracy var eini maðurinn sem gat
ráðið við Hepburn.
Þessi sjálfstæða og sjálfhverfa
kona gjörbreyttist þegar hún var
í samvistum við Tracy, varð blíð
og auðmjúk. „Ég elskaði Spencer
Tracy,“ sagði hún mörgum árum eft-
ir lát hans. „Hann, áhugamál hans
/
og þarfir voru í fyrsta sæti. Þetta
reyndist mér ekki auðvelt því ég
var alveg örugglega mjög sjálfhverf
Hepburn sagði að sér hefði við
fyrsta fund fundist Tracy ómót-
stæðilegur og lýsti árum þeirra
saman sem fullkominni hamingju.
Tracy var alkohólisti en Hepburn
sagði að drykkja hans hefði aldrei
verið vandamál á milli þeirra.
„Drykkja er vandamál þess sem
drekkur og sá eini sem getur gert
eitthvað við henni er drykkjumað-
urinn sjálfur,“ sagði hún. Þegar
Tracy fór á drykkjutúra lét hann sig
hverfa, Hepburn leitaði hans og ef -
hún fann hann tók hún hann heim
til sín og lét hann jafna sig þar.
Tracy var kvæntur maður og
tveggja barna faðir. Hann skildi
ekki við konu sína og sambandið
við Hepburn, sem stóð þar til hann
lést, fór fremur leynt og aldrei var
slúðrað um það í Hollywoodblöð-
um. Hepburn sagðist aldrei hafa
þrýst á hann að skilja við konu sína
og sagði: „Það var mikilvægt fyrir
eiginkonu hans að vera í hjóna-
bandi en það skipti mig engu máli."
Hlakkaði til að deyja
Árið 1967 léku þau í síðustu mynd
sinni saman, Guess Who’s Coming
to Dinner. Tracy lést tveimur vik-
um eftir að upptökum lauk. Hep-
burn og Tracy höfðu átt í ástarsam-
bandi í tuttugu og fimm ár og hann
hafði verið i hjónabandi í fjörtíu og
fjögur ár.
Hepburn var ekki viðstödd jarð-
arförina af tillitssemi við fjölskyldu
Tracys. Eftir að Louise eiginkona
Tracys lést, tókst mikil vinátta með
Hepburn og Susie, dóttur Tracys,
og þær komu fram saman í sjón-
varpsþætti og ræddu um Spencer
Tracy.
Skömmu fyrir dauða sinn sagði
Katharine Hepburn: „Satt að segja
hlakka ég fremur til að deyja. Og
ef það er líf eftir dauðann þá bið ég
bara eftir því að sameinast Spencer/
Hún lést árið 2003,96 ára gömul.
kona. En ég bar sérstakar tilfinning- get sagt er að ég hefði aldrei farið
ar til Spencer Tracey. Ég hefði gert frá honum. Hann var þarna. Ég var
allt fyrir hann... Það eina sem ég hans.“
Heppnir Metrómenn fá hárkollu eða herra-hliðartösku í kaupbæti!
• Hermannabuxur frá kr. 2.990
• Gallabuxur frá kr. 990
• Skyrtur frá kr. 590
• Stuttermabolir frá 590
Firði Hafnarfirði I Sími 565 0073