blaðið - 03.08.2006, Page 30
30
FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaöiö
Utan vallar
meö Grétari Ólafi Hjartarsyni, fótboltamanni í KR
Grétar Ólafur Hjartarson er einn af
betri sóknarmönnum landsins síð-
astliðin ár og iðulega veríð ofarlega
á lista yfir markahæstu menn. Hann
hefur einu sinni hlotið gullskóinn, einu
sinni silfur og tvisvar sinnum brons.
Grétar Ólafur mun án efa vera f lykil-
hlutverki hjá KR í undanúrslitaleiknum
gegn Þrótti í VISA-bikamum 29. ágúst
næstkomandi.
Fæðingardagur og ár?
26. nóvember 1977
Uppáhalds bíómynd?
Fight Club.
Uppáhalds
hljómsveit/tónlistarmaður?
Bubbi Morthens.
Hvað gleður þig mest?
Að eyða góðri stund með konu og
dóttur.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Baktal.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú
varst barn?
Atvinnumaður í fótbolta.
Uppáhalds lið í enska boltanum?
Manchester United.
Uppáhalds íþróttamaður fyrr og
síðar?
Paulo di Canio.
Ef þú þyrftir að skipta um íþrótt,
hvað yrði fyrir valinu?
Snóker.
íslandsmeistaratitill eða 1. vinn-
ingur í lottó?
Islandsmeistari.
Hvaða persónu vildirðu helst lok-
ast inni í lyftu með?
Bubba Morthens.
Hvaða dýri finnst þér þú helst
Ifkjast?
Ég er mikill hundamaður.
Hvert myndirðu fara ef þú ættir
tfmavéi?
Fara fram til ársins 2070 og sjá
hvernig væri þá.
Hvað myndi bíómyndin um þig
heita og hver ætti að leika þig?
„Skot fyrir utan teig“ með Brad Pitt.
Hver er tilgangur lífsins?
Að lifa lífinu.
Hver viltu að lokaspurningin sé
og hvernig myndirðu svara
henni?
Verður KR bikarmeistari?
Já.
•V
Skeytin inn
Ekki ríkir lengur óvissa um
framtíð Patrick Viera hjá
Juventues því í gær var
staðfest að Inter Milan hefði
gengið frá kaupum á leikmann-
inum. Nýverið var hann orðaður
við Mancester United
en hann hefur ákveðið
að vera áfram á Ítalíu á
næstu leiktíð. Hann var
keyptur til Juventus
frá Arsenal á 1,9
milljarða króna en
wr Inter þarf einungis
aðgreiðatæpar
I * 900 milljónir fyrir
leikmanninn. Viera
w lék 31 deildarleik
fyrir Juve og skor-
aði í þeim 5 mörk.
F
JL }
ram-
herji Atletico
Madrid,
Fernando Torres,
hefur lengi
verið orð-
aður við
Manc-
hester
United
og nú virðist
Chelsea ætla
að skerast
í leikinn og
bjóða betur í
leikmanninn.
Torres stóð sig mjög vel á HM
í sumar og hefur lengi verið
eftirsóttur af ýmsum stórliðum.
Samkvæmt enskum slúður-
blöðum er Roman Abramovich
að undirbúa ríflega 4 milljarða
króna tilboð í leikmanninn.
Franski varnarmaðurinn
William Gallas fór ekki
með Chelsea í æfingaferð
til Bandaríkjanna fyrr í vikunni.
Ástæðan er sú að hann er ekki
enn kominn til liðsins eftir það
frí sem leikmenn fengu eftir HM
í sumar. Gallas átti að mæta til
félagsins á mánudaginn en hefur
ekkert látið sjá sig og
ekki gefið neinar skýr-
ingar á
þessari
hegðun.
Leikmað-
urinn hefur hins
vegar ítrekað
óskað eftir sölu
frá liðinu en Jose
Mourinho, knatt-
spyrnustjóri,
hefur hingað til
, ekkitekiðþað
í mál. Gallas á
aðeins ár eftir af
samningi sínum við
Chelsea.
Fallbaráttan í Landsbankadeildinni:
Flest lið í fallhættu
VALUR
■ Lúkas: Þeir hafa
verið að spila fínan
bolta og ég held að þeir
verði sterkir á seinni hluta
mótsins. Mér finnst þeir
hafa spilað fínan sóknarbolta
I sumar og spái ég þeim ofarlega í
töflunni í lok móts.
■ Hermann: Valsmenn eiga ekki eftir
að vera í fallslagnum og það býr mikið
í þessu liði. Ungir uppaldir leikmenn
eru að spila stórt hlutverk 1' liðinu og ég
spái þeim baráttunni um annað sætið.
Kí
KEFLAVÍK
■ Lúkas: Hérna er það
baráttan aftur sem mun
hugsanlega skila þeim í
öruggu sæti og á góðum
degi geta þeir spilað fína
knattspyrnu.
■ Hermann: Ég er mjög hrifinn af Kefl-
víkingum og þar ríkir mikil hefð. Kjarn-
inn hefur ávallt verið ungir heimamenn
í bland við reynslu og í sumar hafa þeir
spilað einna skemmtilegasta fótbolt-
ann. Þeir skora mikið af mörkum og ég
spái þeim í harðri baráttu við Val um
annaö sætið.
FYLKIR
■ Lúkas: Þeir standa alltaf
fyrir sínu og hafa verið með
betri liðunum í sumar. Þeir
hafa verið áberandi í öðru
sætinu í sumar en hafa ekki
náð góðum úrslitum í síðustu leikjum.
■ Hermann: Ég hugsa að þeir séu í
sárum eftir leikinn gegn KR því mann-
skapurinn er fyrir hendi. Það hefur
vantað herslumuninn hjá þeim undan-
farin ár en vandinn þeirra er að hefðina
skortir algjörlega. Fylkismenn verða
um miðjadeild.
BREIÐABLIK
■ Lúkas: Þeir hafa verið að
blómstra undir stjórn Óla
og eru með fínan hóp. Það
er spurning hvort þeir nái
að halda þetta út og ná
góðum úrslitum.
■ Hermann: Mikil stemn-
ing hefur komið með Óla Krist-
jánssyni og hann er að gera fína hluti
þarna. Það er svo gríðarlega mikilvægt
að fá Arnar Grétarsson heim því hann
er náttúrlega uppalinn Bliki og sem
ungu leikmennirnir líta upp til.
KR
■ Lúkas: Þeír eru búnir
að bæta við sig sterkum
leikmönnum fyrir lokaum-1
ferðirnar og ég er viss
um að þeir verði ekki í
fallbaráttunni.
■ Hermann: KR-ingar náðu
dýrmæt stig gegn Fylki en þeir hafa
alls ekki verið sannfærandi í sumar.
Teitur Þórðarson er hins vegar að gefa
ungum leikmönnum tækifæri og við
skulum því bíða í nokkur ár. Fótbolta-
lega séð verða þeir ekki í toppbarátt-
unni og vonandi hafa þeir þolinmæði í
uppbygginguna framundan.
LÚKAS KOSTIC, ÞJÁLFARI U-21
LANDSLIÐS KARLA
Stutt á milli
hláturs og gráturs
Lúkas hefur fylgst mikið með
leikjum sumarsins og telur hana
hafa verið skemmtilega í ár. Hann
segir liðin hafa boðið upp á skemmti-
lega knattspyrnu og marga efnilega
leikmenn sé að finna hér á landi.
„Þetta er mjög þéttur pakki og í raun
eru allir í fallhættu. Það er erfitt að
segja til um hvernig þetta endar og
mig grunar að það sem muni skipta
máli eru meiösli leikmanna. Til
dæmis eru Eyjamenn með þunnskip-
aðan hóp og gætu lent í vandræðum
vegna þess á lokasprettinum. Önnur
lið hafa verið að spila fína knatt-
spyrnu en verið óheppin
með úrslit, t.d. Vikingar.
Ég treysti mér varla til
þess að segja til um
hverjir falla því þetta er
svo jöfn deild í ár og
stutt á milli hláturs
og gráturs í fótbolt-
anum,“ segir Lúkas.
VÍKINGAR
■ Lúkas: Víkingar eiga
hrós skilið fyrir frammi-
stöðuna í sumar en þeir
hafa verið óheppnir með
úrslitin. Margir leikir hjá
þeim hafa tapast 1-0 og oft á
lokamínútunum. Ég vona að þeir nái
hagstæðari úrslitum út úr komandi
leikjum.
■ Hermann: Þeir hafa ekki komið mér
neitt á óvart í sumar því ég vissi að þeir
myndu standa sig vel, hópurinn þeirra
er það góður. Ég spái Víkingum um
miðja deild og að þeir nái að festa sig
aðeins í sessi í deildinni.
grindavIk
■ Lúkas: Þeir berjast
og berjast fyrir sínu. Við
megum ekki gleyma
því að þeir eru eina liðið
sem hefur ekki fallið úr
úrvalsdeildinni.
■ Hermann: Því miður þá held ég að
Grindvíkingar séu í vondum málum.
Það sama á við og um ÍBV að hópurinn
hefur breyst mikið frá í fyrra og því gæti
hinn færi þjálfari Sigurður Jónsson
þurft tíma til að búa til sterkt lið. Síðan
misstu þeir náttúrlega leiðtogann úr
hópnum þegar Kekic fór frá þeim.
■ Lúkas: Mér finnst þeir
hafa spilað fínan fótbolta
í sumar og verið pínulítið
óheppnir. Þetta er fínn
klúbbur og Óli Þórðar
hefur unnið gott starf undan-
farin ár. Arnar og Bjarki koma svo með
léttleika i þetta og ég held að þeir verði
ekki í neðstu tveimur sætunum á end-
anum. Hefðin er það sterk hjá þeim.
HERMANN gunnarsson,
FJÖLMIÐLAMAÐUR
Úskar engu
liði falli
Hermann er nokkurs konar sendi-
herra Landsbankadeildarinnar og
stýrir öllum móttökum henni tengdri.
Hann lýsir mikilli ánægju með
stuöning Landsbankans við deildina
og segir umgjörð hennar alveg til
fyrirmyndar.
„Mótið er búið að vera svolítið
öðruvísi en ég bjóst við, ég hélt að
þrjú til fjögur lið myndu berjast um
titilinn. Með fullri virðingu fyrir góðu
liði FH þá finnst mér þeir ekki hafa
leikið eins vel og undanfarin ár. Hins
vegar virðast hin liðin vera meira í
því að taka stig af hverju
öðru heldur en að ógna
forskoti þeirra. Á loka-
sprettinum mun and-
lega hliðin skipta mestu
og að menn hafi trú á
því aö þeir geti
þetta,“ segir I t
Hermann. 1
STAÐAN1 LANDSBANKADEILDINNI
Lið L U J T M S
FH 12 9 2 1 21:7 29
Valur 12 5 4 3 20:13 19
Keflavík 12 5 3 4 23:12 18
Fylkir 12 5 2 5 15:15 17
Breiðablik 12 5 2 5 19:23 17
KR 12 5 1 6 12:23 16
Víkingur 12 4 3 5 14:11 15
Grindavík 12 3 5 4 16:15 14
lA 12 4 0 8 15:21 12
IBV 12 3 2 7 11:26 11
■ Hermann: Skagamenn hafa valdið
mér miklum vonbrigðum til að byrja
með og vonandi ná þeir að bíta frá sér
núna. Ég held að næsti leikur gegn
Valsmönnum skipti sköpum fyrir þá og
ef þeir ná góðum úrslitum úr þeim leik
þá muni þeir bjarga sér.
ÍBV
■ Lúkas: Ég hef
smá áhyggjur af
Eyjamönnum vegna leik-
mannahópsins, til dæmis
hefur Andri Ólafur verið
mikið frá og hópurinn þeirra
er þunnur. Þeir eru nátturlega þekktir
fyrir að standa saman þegar á móti •
blæs og gætu bjargað sér hetjulega.
■ Hermann: Vestmannaeyingar eru lík-
legir til að lenda í neðstu sætunum að
minu mati. Það er ágætis mannskapur
þarna en á milli ára eru of miklar
breytingar á hópnum. Fyrir vikiö vantar
þennan sannafélagsanda.