blaðið - 03.08.2006, Síða 37
blaöiö FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006
37
Maður getur ekki orðið
heiminum að gagni með
nokkru öðru móti en því
að vera góður maður.
Afmælisbörn dagsins
STANLEY BALDWIN, FORSÆTISRÁÐHERRA, 1867.
Walter Scott
kolbrun@bladid.net
Potter beðið
griða
Rithöfundarnir John Irving og
Stephen King hafa borið fram
þá frómu ósk að J.K. Rowling
þyrmi lífi Harry Potter. Höfund-
arnir tveir komu fram ásamt
Rowling á sérstöku upplestrar-
kvöldi sem haldið var í fjáröflun-
arskyni fyrir samtökin Læknar
án landamæra og samtök
listamanna sem eru óvinnufærir
vegna slysa eða veikinda. Þar
létu þeir í Ijós þá skoðun að
Harry Potter ætti að halda lífi.
Rowling mun ekki hafa svarað
þeim neinu en hún vinnur nú
að síðastu Potter bókinni og
sterkur orðrómur er í gangi um
að þar muni Harry Potter láta
lífið.
Metsölulistinn - allar bækur
1. Draumðlandið: sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð Andri Snaer Magnason ■■ IkMuCniKi
2. Lostin lceland Sigurgeir Sigurjónsson
3. Flugdrekahlauparinn Khaled Hosseini
4. fslenska vegahandbókin Vegahandbókin ehf
5. Munkurinn sem seldi sportbilinn sinn Robin Sharma
6. Vetrarborgin - kilja Arnaldur Indriðason
7. Leyndardómur býflugnanna Sue MonkKidd
8. Hálendishandbókin Páll Ásgeir Ásgeirsson
9. Skrefi á eftir Hennig Mankell
10. Nafn rósarinnar - kilja Umberto Eco
Llstinn var gerður út frá sölu dagana 26.07.06 -01.08.06 í
Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar.
Metsölulistinn - erlendar bækur
BlueSmoke
'' Nora Roberts Ivoberts
tllue S.n.>kr
Friends, Lovers, Chocolate
Alexander McCall Smithg
j Saving Fish From Drowning
' AmyTan
Kátar myndir
Sigurður Örlygsson. „Það er afskaplega óskynsamlegt að gerast listmálari. En þetta er ástríða.“
igurður Örlygsson hefur
opnað myndlistarsýn-
ingu í Listhúsi Ófeigs
á Skólavörðustíg 5. Sýn-
ingin er haldin i tilefni
af sextugsafmæli Sigurðar og er
þetta fimmtugasta einkasýning
hans. Myndirnar á sýningunni eru
á tveimur veggjum í galleríinu, sex-
tíu myndir á hvorum vegg, samtals
hundrað og tuttugu myndir. Sigurð-
ur segir að þetta form gefi honum
meira frjálsræði en ella i uppröðun.
Sigurður hélt fyrstu sýningu sína
hjá Ragnari í Smára í Unuhúsi á
Veghúsastíg fyrir þrjátíu og fimm
árum. „Ég fór til Ragnars, ungur
maður, rétt að skríða úr Myndlist-
ar- og handíðaskólanum og spurði
hvort ég mætti sýna þarna og hann
sagði það sjálfsagt. Eg fékk salinn
frítt. Ragnar hefur líklegaverið rétt
aðeins eldri en ég er núna en var
líkamlega veikburða og það var rétt
svo að hann kæmist upp tröppurn-
ar. En mikið óskaplega var maður-
inn opinn og almennilegur!“
Erfitt að nota græna litinn
Sérð þú þróun t þinni mynd-
list?
„Já, þar er alltaf einhver geómetr-
ískur þráður. Ég miða við grunnein-
ingarnar, hringi og ferhyrninga, en
mér finnst myndirnar mínar miklu
kátari núna en þær voru. Ég veit
ekki af hverju það stafar.
Núna er ég í fyrsta skipti að prófa
vatnsliti. Áður gat ég ekki hugsað
mér að nota vatnsliti. Svo fór ég að
fikta við þá fyrir tveimur árum og
þá er þetta svo óskaplega skemmti-
legt! Þegar maður málar með olíu-
litum þá breytist liturinn ekki en
í vatnslitunum veit maður aldrei
hvað gerist. Þegar litirnir þorna ger-
ist kannski eitthvað allt annað en
maður átti von á. Fullt af myndum
mistakast og þá hendir maður þeim.
Maður er alltaf að prófa sig áfram
og það er afskaplega skemmtilegt
ferli. Ég kann ekki mikið á vatnsliti
en er dálítið montinn þessa dagana
því einn fremsti vatnslitamálari
landsins Eiríkur Smith keypti af
mér mynd.“
Eru einhverjir litir sem heilla
þig öðru fremur?
„Rautt, svart og blátt. Ég á mjög
erfitt með að nota grænt. Ég veit
ekki af hverju en ég veit af mörgum
málurum sem kvarta undan græna
litnum."
Mikilvæg ástríða
Hefurðu lært af öðrum málur-
um?
„Ég hef lært af fullt af málurum,
það er öll listasagan fyrir aftan
mann. Ég á mér eftirlætis málara.
Af íslenskum málurum er það tví-
mælalaust Jóhannes Kjarval og svo
eru Picasso og Matisse í miklu uppá-
haldi. Maður getur ekki útskýrt af
hverju maður hefur dálæti af sum-
um málurum. Það er eitthvað til-
finningalegt.“
Myndirðu mæla með því að
menn gerðust myndlistarmenn á
íslandi?
„Nei. Það er afskaplega óskynsam-
legt að gerast listmálari. En þetta er
ástríða. Þegar ég byrjaði að kenna
myndlist þá sá ég stór sjení í sumum
nemendum mínum, ég sá Kjarvala
framtíðarinnar og varð hálf afbrýði-
samur. En svo skorti svo marga af
þessum krökkum ástríðuna, þann
eld sem rekur mann áfram. Hæfileik-
ar hafa mikið að segja en ekki allt,
ástríðan verður líka að vera með.“
menningarmolinn
Colette deyr
4. Lifeguard James Patterson & Andrew Gross
5. TheDevilWearsPrada Lauren Weisberger
6. Superstition Karen Robards
7. Blind Willow, Sleeping Woman Haruki Murakami
B. FireSale Sara Paretsky
9. Until 1 Find You John Irving
10. AlwaysTimetoDie Elizabeth Lowell
Listinn var geröur út frá sölu dagana 26.07.06 -01.08.06 i
Pennanum Eymundsson og BókabúD Máls og menningar.
Á þessum degi árið 1954 lést
franska skáldkonan Colette. Hún
er ein þekktasta skáldkona í sögu
Frakklands og var reyndar jafnvel
þekkt fyrir óvenjulegan lífsstil og rit-
verk sín. Hún sendi frá sér um fimm-
tíu skáldsögur og þekktasta bók
hennar er Gigi sem varð að söngleik
og Óskarsverðlaunakvikmynd með
Maurice Chevalier, Louis Jourdan
og Leslie Caron 1 aðalhlutverkum.
Colette fæddist árið 1873 og fyrstu
bækur sinar skrifaði hún undir
nafni fyrsta eiginmanns síns sem
lokaði hana inni þar til hún var bú-
in að skrifa þann blaðsíðufjölda sem
hann fór fram á. Hann stórgræddi á
bókunum sem þóttu í djarfara lagi.
Ástarlíf Colette var fjölbreytilegt.
Hún giftist þrisvar og átti i ótal
ástarsamböndum, þar á meðal við
stjúpson sinn, og auk þess átti hún
í ástríðufullum samböndum við
konur.
Hún lést rúmlega áttræð og útför
hennar var gerð á kostnað ríkisins.