blaðið - 03.08.2006, Page 38

blaðið - 03.08.2006, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaöÍA fólk □ folk@bladid.net Smáborgarinn HVAÐ FINNST ÞER? Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands Er leiknr að læra? fá, efmaður kcmst að i þcssum blessuöu háskólum okkuri Stúdentaráð Háskóla íslands og Hagsmunaráð fram- haldsskólanema sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem koma fram að það væri óásættanlegt að háskólar lands- ins hafi þurft að hafna 2.500 umsóknum um háskólanám. EITRIÐ ER EINFALDAST Smáborgarinn er hamingjusamur. Um helgina mun hann fagna pappírsbrúð- kaupi sínu og í leiðinni ellefu árum í sam- búð með eiginkonu sinni. Einhver hvísiaði því að honum að sjöunda og ellefta árið í sambúð væru ákveðnir þröskuldar og því er þetta tvöfalt hamingjuefni fyrir Smá- Smáborgaranum finnst að fólk gefist of auðveldlega upp í hjónaböndum og sam- böndum þannig að um leið og eitthvað bjátar á þá sé auðveldasta leiðin að slíta sambandi. borgarann. Þetta er ennþá meira fagnað- arefni í Ijósi þess að viða í kringum hann er fólk í hjónaskilnuðum og sambands- slitum. Hagstofan sagði Smáborgaranum að 1.607 pör gengu í hjónaband á fslandi árið 2005 og á móti urðu 560 hjónaskiln- aðir. Ef þetta er skoðað blákalt má slá því föstu að tæplega þriðjungur hjónabanda endar með skilnaði og er algengast að þeirfari fram á fyrstu árum hjónabands- ins. Smáborgaranum finnst að fólk gefist of auðveldlega upp í hjónaböndum og samböndum þannig að um leið og eitthvað bjátar á þá sé auðveldasta leiðin að slíta sambandi. Þess í stað á fólk að gefa sér meira svigrúm og reyna að leysa vandann í sameiningu. Auðvitað er engum greiði gerður að ílengjast í sambandi þar sem einstaklingar eiga hreinlega ekki saman og börnin eru jafnvel það eina sem heldur hjónaband- inu gangandi. Áður en í óefni er komið er best að fólk leiti sér aðstoðar og vinni úr sínum málum. Smáborgarinn frétti nýverið af manni sem hafði verið gifturtil margra ára og leitaði til prestsins. Hann tjáði prestinum grun sinn um að eiginkonan væri að reyna að eitra fyrir sér og losna þannig við sig. Prestinum leist illa á málið og bauðst til þess að ræða við eiginkonuna daginn eftir. Þegar þeir hittust á nýjan leik sagðist presturinn þá hafa setið og hlustað á eiginkonuna í heila fjóra tíma. Eftir það hafi hann komist að einfaldri niðurstöðu og ráðlagði manninum heilt aðtaka bara eitrið. Dansar aldrei tvisvar við sama manninn Mynd/Sverrir Birna Lárusdóttir er 59 ára kokkur. Hennar aðaláhugamál er að dansa og það gerir hún með félögum sínum í dansfélaginu Komið og dansið! Félag þetta var stofnað á fslandi fyrir fjórtán árum og hefur það vaxið og dafnað æ siðan. Fyrirmynd þess er fengin frá Noregi, en þaðan komu upphaflega leiðbeinendur sem kenndu lslendingum að stíga sporin á nokkrum kfukkustundum. Nú er svo komið að tíu manns starfa við danskennslu hjá Komið og dansið á fslandi og hafa þeir aldrei verið fleiri enda námskeiðin mjög vinsæl. Það eru sex ár síðan ég byrjaði að mæta á dansæfingar hjá Komið og dansið,“ segir Birna þegar blaðamaður spyr hana hvenær áhuginn á dansinum hafi kviknað. „Tfi að byrja með sótti ég námskeið til að læra að stíga sporin og svo tóku við dansæfingar, en þær eru SU DOKU talnaþraut alltaf á fimmtudögum hjá Komið og dansið. Við dönsum aðallega swing, en líka samkvæmisdansa og fieiri skemmtilega dansa.“ Er nauðsynlegt að hafa með sér dansfélaga á æfingar? „Nei, fólk getur komið án félaga og það er útvegaður dansherra, eða dama, úr félagsskapnum. Svo er reglulega skipt um félaga. Maður dansar aldrei við sama herrann." Birna segir að dansinn sé hennar aðaláhugamál „Fyrir utan sjálfan dansinn er þetta líka góður félagsskapur og skemmtilegt fólk sem tekur þátt i þessu. f dansfélagið kemur fólk á öllum aldri, alveg frá sextán ára og uppúr, svo þetta er fjölbreyttur hópur. Dansinn gerir svo alveg heilmikið fyrir mig og er mjög hressandi. Það er tif dæmis gífurleg líkamsrækt fólgin í því að dansa, enda dansar maður kannski 4 i 2 7 8 9 3 5 6 8 6 9 3 4 5 1 7 2 5 3 7 6 1 2 4 8 9 1 5 8 4 9 7 6 2 3 7 9 3 1 2 6 5 4 8 6 2 4 8 5 3 7 9 1 9 4 1 5 3 8 2 6 7 2 7 5 9 6 1 8 3 4 3 8 6 2 7 4 9 1 5 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er aö leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 5 4 3 2 3 5 7 9 1 4 1 9 8 8 1 3 2 1 5 9 5 9 7 2 4 2 1 4 6 7 9 án afláts í þrjá tíma!“ Eru haldnar uppákomur á vegum Komið og dansið? „Ætli stærsti viðburðurinn sé ekki Gala-dansleikur sem er alltaf haldin á nýársdagskvöld. Síðastliðinn vetur vorum við svo með dansleiki einu sinni í mánuði, á laugardagskvöldum en einn helsti kostur þeirra er sá að þar er áfengi aldrei haft um hönd. Komið og dansið eru samtök sem gefa sig út fyrir það að halda áfengislausar skemmtanir. Nú, svo förum við í swing-ferðir til Danmerkur og Noregs annað hvert ár og dönsum þar með öðrum Norðurlandabúum. Þá er maður á námskeiðum yfir daginn og dansar svo á kvöldin sem er alveg óskaplega skemmtilegt. Éger einmitt nýkominn úr slíkri ferð,“ segir Birna að lokum. margret@bladid.net eftir Jim Unger skónum? Þú sporar út teppið. HEYRST HEFUR.. Terslunarmannahelgin er að V bresta á og í Galtalæk eru þegar farnar að myndast tjald- vagnaborgir. Þar á bindindishá- tíðinni verða fremstir á sviði sjálfir Stuðmenn með skatta- kónginn Jakob Frímann Magnússon í broddi fylkingar ásamt Birgittu Haukdal, en þeir Valgeir Guðjónsson og Stefán Karl Stef- ánsson verða í föruneyti þeirra. Nylon, Paparnir og Skítamórall verða einnig á hátíðinni og síðast en ekki síst hefur Sumargleðin með þeim Ragnari Bjarnasyni, Her- manni Gunnarssyni, Ómari Ragnarssyni, Þorgeiri Ástvaldssyni og Magnúsi Ólafssyni, fyrrverandi bollu, verið endurvakin... T Tiðbúnaður í Herjólfsdal er V ekki minni og tjaldborgin óðum að rísa. í kvöld spila Stuð- menn á Húkkaraballi, en þeir spila begg^ vegna Eyjasunds um helginm Þar verða líka Á móti sól, Isvörtum fötum, Jet Black Joe og Bubbi Morthens. Áhugamenn um stjórnmál geta svo borið saman þá Árna John- sen í brekku- v-; songnum og . Eyþór Arnalds í 1 Todmobile... Annars eru menn farnir að bollaleggja hvernig framboðslistar í höfuðborginni munu skipast fyrir þingkosn- ingar á næsta ári. Talið er víst að prófkjör verði hjá Sjálfstæðis- flokknunien fleiri eru nefndir en tilkallaðir. Til þess að gera málið svo’flóknara eru kjör- dæmin tvö, en aðeins verður haldið eitt prófkjör í Reykjavík. Efsti maður mun svo velja sér í hvort kjördæmið hann fer, en sá næstefsti verður í efsta sæti á hinum og svo koll af kolli. Vandinn getur þá falist í því hvaða sæti menn óska eftir, því mönnum finnst kannski ekki mikill metnaður að biðja um sjötta sætið, sem þó mun skila þriðja sæti á öðrum hvorum listanum... Geir H. Haarde mun vitaskuld biðja um 1. sætið og enginn annar mun sækjast eftirþví. Áhinn bóginn verður vafalaust mikið kapp um 2. sætið, semskilarþá efsta sæti í hinu kjördæminu. Fullvíst má telja að Björn Bjarnason geri til- kall til þess. Það gerist þó varla baráttulaust, því talið er að Guðlaugur Þór Þórðarson muni gera hríð að því líka. Fjör færist þó fyrst í leikinn í næstu sætum fyrir neðan, en núver- andi þingmenn munu sjálfsagt bítast nokkuð um þau. Þá má telja líklegt að Illugi Gunnars- son komi sterkur inn í þá bar- áttu, þó ekki væri nema til þess að svala nýliðunarþörfinni... Andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.