blaðið - 09.08.2006, Qupperneq 6
6IFRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 blaðiö
Keyrði með 16 farþega í bílnum:
Rútubílstjóri
sagður fullur
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
Rútubílstjóri grunaður um ölvun
keyrði utan i vegrið á öfugum veg-
arhelmingi á Kömbunum á Hellis-
heiði síðasta sunnudag. Farþegar í
rútunni voru erlendir ferðamenn
og höfðu ætlað að taka gullna
hringinn um ísland en enduðu á
öfugum vegarhelmingi. Lögreglan
kom á staðinn og samkvæmt Krist-
óferi Sæmundssyni, vaktstjóra hjá
lögreglunni, virtist bílstjórinn tals-
vert ölvaður þegar lögreglan kom á
slysstað.
Atvikið átti sér stað snemma á
sunnudagsmorgni og var ferðinni
heitið um hinn fræga gullna hring.
Bílstjórinn keyrði á öfugan vegar-
helming og utan í vegrið í Kömb-
unum þar sem farið er niður brekk-
una að Hveragerði.
Lögreglan var kvödd á staðinn og
tók hún eftir því að maðurinn virt-
ist vera nokkuð ölvaður. 1 ljós kom
samkvæmt Kristóferi að maður-
inn hafði verið að drekka fyrr um
nóttina og að eigin sögn var hann
kallaður til með litlum fyrirvara til
þess að aka bifreiðinni. Bílstjórinn
taldi sjálfur að hann væri i ástandi
til þess að aka rútunni.
„Þeim var ansi brugðið,“ segir
Kristófer Sæmundsson, vakt-
stjóri lögreglunnar á Selfossi, um
ástand farþega þegar lögreglan
kom á slysstað. Hópurinn var
blanda af Bretum og fólki af
fleiri þjóðernum og voru meðal
annars börn á meðal farþega. Að
sögn Kristófers var bifreiðin stór-
skemmd og þurfti kranabíl til þess
að fjarlægja hana af heiðinni. Hlið
bílsins var öll rispuð og dekkin á
sömu hlið gjörónýt. Samkvæmt
Kristóferi var það einskær lukka
sem varð til þess að ekki fór verr
en illa hefði farið ef bifreið hefði
komið úr gagnstæðri átt. Maður-
inn var sendur í blóðprufu vegna
gruns um ölvun.
„Bílstjórinn keyrir ekki fyrir
okkur fyrr en niðurstaða fæst í
málið,“ segir Þráinn Vigfússon,
framkvæmdastjóri Kynnisferða
ehf., en rútan var frá þeim. Hann
segir að farþegum hafi brugðið þó
nokkuð en ferðaskrifstofan bauð
þeim sem vildu að fara gullna hring-
inn daginn eftir. Þeir létu þó ekki
staðar numið þar heldur buðu þeir
öllum hópnum út að borða á Kaffi
Reykjavík þar sem fólk gat rætt
málin. Að sögn Þráins voru farþeg-
arnir sáttir við viðbrögð ferðaskrif-
stofunnar og hann vill einnig taka
fram að svona lagað sé algjört eins-
dæmi og hafi ekki komið fyrir áður.
„Við bíðum og sjáum hvað úr
verður,“ segir Þráinn um framhald
málsins en niðurstaða úr blóðpruf-
unni verður ekki kunn fyrr en í
fyrsta lagi eftir tvær vikur.
„Núna vinn ég
viö aö gera það
sem mér finnst
skemmtilegast!"
Samhliða starfi sínu sem þjónn á kaffihúsi lauk Helgi Þór
Guðmundsson námi í Auglýsingatækni. í framhaldi var hann
ráðinn sem sölu- og prentráðgjafi hjá Prentmet. Hann fór svo
í Photoshop Expert og hefur nýverið lokið ACE prófinu og er í
dag viðurkenndur Photoshop sérfræðingur.
________________________________ntv.is -
Innritun og skráning í síma 544 4500 og á www.ntv.is
Innritanir í framhaldsskóla:
Allir fá pláss
■ Vont að gera hlé á námi ■ 1.450 vilja skipta um skóla ■ Góð staða í ár
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
Alls óska 1.450 eftir því að skipta
um framhaldsskóla. í ár sóttu 6.614
nemendur um aðgang að framhalds-
skóla og ná skólarnir að taka við
öllum umsækjendum að þessu sinni.
Borið hefur á því undanfarin ár að
þurft hafi að vísa nemendum frá og
hafa það oftast verið nemendur sem
gert hafa hlé á náminu.
Vandræðahópur
Þeir sem koma beint úr grunn-
skóla hafa forgang inn í framhalds-
skólana og aðrir hópar mæta af-
gangi við afgreiðslu innritana hjá
menntamálaráðuneytinu.
„Við vitum ekki betur en að þetta
sé í höfn hjá okkur í ár. Allir nem-
endur sem hafa sótt um skólavist
hafa fengið tilboð frá skólunum.
Hins vegar voru náttúrlega ekki allir
sem fengu sæti í þeim skóla sem þeir
höfðu óskað sér,” segir Karl Krist-
jánsson, deildarstjóri skóladeildar
menntamálaráðuneytisins.
AÐSÓKNí
FRAMHALDSSKÓLANÁM
4.528 nemendur beint úr grunnskóla
2.068 nemendur koma eftir hlé
28.000 skólapláss
1.450 nemendur óska eftir skiptum
„Við notumst við rafrænan gagna-
grunn við skráningarnar sem heldur
utan um allt saman. Það er ekki hægt
að útvega öllum pláss alveg eins og
fólki dettur í hug, það er útilokað.
Fólk ber náttúrlega ábyrgð á þessu
sjálft, ef fólk ákveður að taka sér frí
þá er það þeirra vandamál ef ekki er
pláss þegar það sækir um næst.”
Skráðir í tvo skóla
Galli er á rafræna skráningarkerf-
inu því erfitt er að fylgjast með því
þegar nemendur færa sig milli skóla.
Þetta verður til þess að nemendur fá
ekki pláss í þeim skólum sem þeir
óska eftir vegna þess að aðrir nem-
endur sem hafa verið færðir eru enn
skráðir þar.
„Við höfum alltaf náð að koma
öllum nemendum að sem koma
beint úr grunnskóla en höfum ekki
haft yfirsýn yfir þá sem hafa gert hlé
á námi eða færa sig á milli skóla. Við
sjáum stundum ekki hvort nemandi
sé ennþá með plássið í þeim skóla
sem hann færði sig úr og því getur
nemandi verið skráður í tvo skóla
samtímis,” bætir Karl við.
Áralangt vandamál
Oddný Ág. Hafberg, skólameist-
ari Kvennaskólans í Reykjavík, segir
skólann vera of lítinn fyrir þann
fjölda sem sækir um á hverju ári. 103
hafi verið vísað frá í ár.
„Við erum ánægð með þann fjölda
sem sýnir okkur áhuga en getum
bara ekki tekið við fleirum. Þetta
hefur verið svona í mörg ár,” segir
Oddný.
„Víða á Norðurlöndunum þurfa
nemendur sem koma til baka eftir
hlé að fara á sér skólastig en hér eru
allir teknir inn í sama kerfið. Vanda-
málið hér er að það er bara ekki
pláss fyrir alla nemendur.”
Srí Lanka:
Þrír fórust í sprengjutilræði
Þrír létust í sprengjutilræði í Kól-
ombó, höfuðborg Srí Lanka, í gær.
Tilræðinu var beint gegn stjórn-
málamanni, M. Sivadsen, sem er
andstæðingur aðskilnaðarhreyf-
ingar tamílsku tígranna. Sprengj-
unni hafði verið komið fyrir framan
við stúlknaskóla á fjölförnum stað.
Sjö voru fluttir á sjúkrahús, þar á
meðal Sivadsen, en hann er sagður
hafa sloppið vel. Lögregla segir tí-
grana bera ábyrgð á tilræðinu
Átök á milli tamílsku tígranna
og stjórnarhersins hafa farið harðn-
andi að undanförnu og óttast er að
vopnahléið frá árinu 2002 sé að fara
út um þúfur og að borgarastríð sé
yfirvofandi.
Norðmenn og Islendingar eru einir
eftir af þeim Norðurlandaþjóðum
sem voru við friðargæslu á Sri
Lanka.
Mannfall í Kólombó Þrírlétust og sjö særðust í sprengjutilræði íhöfuöborg
Sri Lanka í gær. Tamítsku tígrunum er kennt um árásina.