blaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 9

blaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 9
blaðið MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 FRÉTTIR I 9 Framsóknarmenn: Strið og fjolmiðlar: Reuters dregur til baka 920 Ijósmyndir Ljósmyndari ýkti áhrif mynda í tölvuforriti Vandræðalegt þar sem vinnslan var ekki vönduð Fréttastofan Reuters fjarlægði 920 myndir úr myndabanka sínum á mánudag sökum þess að ljósmyndari á vegum stofunar var staðinn að því að falsa myndir með því að ýkja áhrifþeirra í tölvu- forriti. Ljósmyndarinn, Adnan Hajj, er frá Líbanon og hefur tekið myndir fyrir fréttastofuna frá því að átök milli fsraela og Hizballah hófust fyrir fjórum vikum í kjöl- far þess að skæruliðar Hizballah réðust yfir landamæri ríkjanna og rændu tveim hermönnum. Um helgina fór að bera á ásök- unum á ýmsum spjallsíðum á Netinu um að ljósmyndir Hajj frá Beirút væru falsaðar. Yfirmenn Reuters-fréttastofunar brugðust strax við með því að fyrirskipa rannsókn á öllum þeim myndum sem keyptar voru af Hajj frá því að átökin hófust og hefur komist að þeirri niðurstöðu að átt hefði verið við tvær myndir í tölvu. Önnur ýkir reyk og skemmdir á byggingum í Beirút í kjölfar loftárásar ísraelska hersins en á hinni myndinni hafði verið bætt við mun fleiri blossum frá ísra- elskri orrustuþotu þannig að svo virðist sem hún sé að skjóta fleiri sprengjum en ella. Talsmenn Reut- ers segja þó að ekki sé víst að Hajj hafi átt við fleiri myndir og mik- ill meirihluti þeirra mynda sem hafa verið skoðaðar væri í lagi. Málið þykir ákaflega vandræða- legt fyrir fréttastofuna, ekki síst vegna þess að tölvuvinnsla mynd- anna þykir ekki vera mjög fag- mannleg. Reuters hefur brugðist við með því að auka gæðaeftirlit með myndvinnslu á ljósmyndum frá Líbanon. Adnan Hajj hefur unnið fyrir Reuters gegnum tíð- ina en helstu viðfangsefni hans hafa verið íþróttaviðburðir. Hizballah hluti af stjórnmálakerfi landsins Samkvæmt tillögum stjórnvalda í Beirút munu líbanskir hermenn fara til suðurhlutans á næstu sjö dögum. Tillagan felur ennfremur í sér að fangaskipti muni fara fram á milli Líbanon og ísraels og að Hizballah verði enn hluti af lögmætu stjórn- málakerfi landsins þrátt fyrir að ríkis- valdið megi eitt beita vopnum og afli. Þrátt fyrir að stjórnmálamenn helstu ríkja heims hafi fagnað útspili stjórnvalda í Beirút er talið ólíklegt að breyting verði gerð á ályktun Bandaríkjamanna og Frakka og að hún muni ekki kveða á um brott- hvarf Israelshers. Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, sagði í gær að Samherjar slást um forystunlutverkin hann vonaðist til að ályktunin yrði samþykkt óbreytt í dag en bætti því við að samþykki hennar opnaði leið fyrir aðra ályktun sem myndi kveða á um það. Á sama tíma og sáttaumleitanir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna stóðu yfir héldu bardagar á milli ísra- elsmanna og skæruliða Hizballah áfram i gær. Að minnsta kosti 13 féllu í loftárásum ísraelsmanna og Hizballah gerðu á annað hundrað eldflaugaárásir á ísrael. Fátt bendir til að það muni breytast á meðan deilt er um hvernig eigi að standa að framkvæmd vopnahlésins. Hátt í þúsund manns hafa fallið í Líbanon og um hundrað í ísrael frá því að bar- dagar hófust fyrir um fjórum vikum. Það yrðu vonbrigði að ná ekki kjöri sem varaformaður Framsókn- arflokksins segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. Nú eru að- eins rétt tæpar þrjár vikur þangað til flokksþing Framsóknarflokks- ins verður haldið en auk Guðna hefur Jónína Bjartmarz lýst yfir framboði til varaformanns flokks- ins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist búast við því að kosninga- baráttan fari á fullt skrið eftir verslunarmannahelgi. Undir miklum þrýstingi „Ég finn góða strauma í minn garð. Ég finn að menn líta á mig sem sterkan aðila í þeim Fram- sóknarflokki sem þeir vilja. Ég held að það yrðu mikil tíðindi ef ég yrði felldur sem varafor- maður og ég trúi ekki að það muni gerast,“ segir Guðni Ág- ústsson landbúnaðarráðherra. Hann segir þá ákvörðun um að bjóða sig ekki fram til formanns hafi valdið stuðningsmönnum sínum vissum vonbrigðum. „Ég taldi það leið sátta að tak- ast ekki á um formennskuna og tel að flokkurinn þurfi á einingu að halda. Ég var undir miklum þrýstingi frá stuðnings- mönnum að bjóða mig fram til formanns og margir urðu fyrir vonbrigðum. En þetta er mín ákvörðun og þeir virða hana og skilja.“ Flokksþing Framsóknar- flokksins verður haldið dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi en 878 fulltrúar munu sækja þingið. Nú þegar hafa tvö fram- boð til formanns litið dagsins ljós. Annars vegar er það Jón Sigurðsson, nýskipaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og hins vegar Haukur Haraldsson, sem vakti fyrst athygli sem eigandi Guðni, Jón og Jónína Þau verða íeldlínunni hjá Framsóknarflokknum þegar ný forysta verður kjörin. Pan-hópsins á 9. ára- tugnum. Þá hefur Haukur Logi Karls- son, fyrrverandi for- maður Sambands ungra framsókn- armanna, lýst yfir framboði til ritara flokksins en því emb- ætti hefur Siv Friðleifs- dóttir heilbrigðisráðherra gegnt. Nafn Sivjar hefur verið nefnt í tengslum við formanns- embættið en hingað til hefur hún ekki viljað gefa út neinar yfirlýs- ingar hvort hún hyggist sækjast eftir því embætti eða ekki. Þá hefur Birkir Jón Jónsson þing- maður einnig verið nefndur sem mögulegur frambjóðandi til rit- ara flokksins. Guðni segist hafa verið í góðu sambandi við stuðningsmenn sína og vera tilbúinn í slaginn. „Ég hef heyrt í mínum stuðnings- mönnum. Þeir vaka yfir þvi að þeir vilja sjá mig í forystusveit flokksins. Jónína hefur fullt frelsi til að bjóða sig fram í það embætti sem hún vill. Hún kýs að takast á við mig en ég held hins vegar að það yrðu vonbrigði ef ég næði ekki kjöri. Ekki síst í flokknum. Það mundi valda sundrungu þó ég segi sjálfur frá. En ég leiði ekkert hug- ann að því.“ Ekki slæm áhrif áflokkinn Hjálmar Árna- son, formaður þing- flokks Framsóknar- flokksins, segist búast við því að kosningaslagurinn fari á fullt skrið eftir verslunar- mannahelgina. „Júlímánuður er nýliðinn og fólk er út og suður og minnst að hugsa urn pólitík. En flokksmenn ræða þetta sín á milli þegar þeir hittast. Það fer nú hver að verða síðastur að lýsa yfir framboði og ég hugsa að það komi kraftur í þetta strax eftir verslunarmannahelgi.“ Hjálmar hefur nú þegar lýst yfír stuðningi við framboð Jóns Sigurðssonar til formanns en hann telur að yfiryofandi kosn- ingabaráttumuni ekki hafa slæm áhrif á flokkinn. „Ef mönnum finnst óeðlilegt að tekist sé á um svona þá er hægt að sleppa því hafa kosningar. Þá er betra að taka upp rússneskar aðferðir og láta fámennar klíkur skipa í embætti. Það hugnast fáum.“ ■bhhb SUMARTILBOD Á SAMSUNG SÍMUM Síminrí r 0 SAMSUNG D820 37.980 kr. Glæsileg hönnun. Örþunnur, með stórum TFT hágæða litaskjá og 1,3 MP myndavél sem hægt er að snúa 180 gráður. Hægt er að tengjast tölvu, handfrjálsum búnaði og blátannarsímum í gegnum blátannarbúnað. SAMSUNG X650 __ tui Nánari upplýsingar á siminn.is eða á næsta sölustað Símans. — 1 — 14.980 kr. Gullfallegur samlokusími, sem býður upp á alla helstu möguleikana. Meðal búnaðar má nefna VGA myndavél og hægt að taka upp hreyfimyndir, FM-útvarp, 3MB minni, 6 klukku stunda taltíma á rafhlöðu og margt fleira. 11....................... ■ * Elngöngu innan kerfis Símans

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.