blaðið


blaðið - 09.08.2006, Qupperneq 10

blaðið - 09.08.2006, Qupperneq 10
10 I FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 blaöió Bílaleigur: Ferðamenn sektaðir Lögreglan á Selfossi stöðvaði þrjá bílaleigubíla sem vantaði númeraplötur framan á um helg- ina. Slíkt er ólöglegt en mun vera nokkuð algengt samkvæmt lögreglunni. Sektin hljóðar upp á ío þúsund krónur og þurfa ferðamenn sem eru með bílana að borga brúsann. Lögreglan gagnrýnir bílaleigur fyrir að huga ekki betur að bílunum því þessu fylgja mikil óþægindi fyrir ferðamenn. Dýraeigandi: Máttu taka tígrisdýrið Antoine Yates, gæludýraeig- andi í New York borg, hefur tapað skaðabótamáli sínu gegn lögregluyfirvöldum borgarinnar en hann sakar lögregluna um að hafa farið inn í íbúð sína án leit- arheimildar og fjarlægt tígrisdýr, krókódíl, kanínu og stolið verð- mætum. Dómarinn í málinu sagði mála- tilbúnað Yeats bíræfinn miðað við for- sögu málsins. Fyrir nokkru lagði Yates sig inn á bráðamóttöku vegna alvarlegra bitsára. Yates sagðist hafa verið bitinn af hundi nágranna síns en læknarnir töldu slíkt ekki koma heim og saman og gerðu lögreglu viðvart. I ljós kom að Yates hélt 200 kílóa tígrisdýr, sem heitir Ming, í íbúð sinni. Lögreglan greip til aðgerða, réðst inn í íbúðina og fangaði dýrið. Lögreglu til mikillar furðu var tígrisdýrið ekki eina dýrið sem Yates hélt. Þar var tveggja metra krókódíll. Dómarinn í málinu kvað upp þann úrskurð að lögreglunni hafi verið heimilt að bregðast við án þess að hafa leitarheim- ild undir höndum vegna þeirrar hættu sem stafaði af dýrunum. Dómarinn sagði að líklega gæti vera krókódílsins í íbúðinni skýrt örlög kanínunnar og vís- aði jafnframt ásökunum Yates um þjófnað á verðmætum á bug. Gæludýr Yeats búa nú á griða- svæði í Ohio-ríki. Mótmælin við Kárahnjúka: Deila um aðgerðirnar Lögregia neitar að beita víkingasveitinni Friðsöm mótmæli Ekki leitað í bílum Arni Finnson: Stjórnvöld ættu heldur að hvetja til mótmæla Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtakaíslands, segir lögreglu ekki hafa sýnt mótmæl- endum á Kárahnjúkasvæðinu nægilega virðingu. Hann segir að íslensk stjórnvöld ættu fremur að hvetja til mótmæla í stað þess að bregðast við þeim með valdi. „Mér sýnist að mótmælin hafi að öllu leyti farið friðsamlega fram og þá verður lögreglan að sýna mótmælendum virðingu og kurteisi en það virðist ekki hafa verið tilfellið," segir Árni. „Þegar við bætist að ferðamenn hafi verið áreittir og að lögreglan hafi verið að hnýsast í farangur þeirra þá teljum við að gengið hafi verið of langt.“ Árni segir mikilvægt að hafa í huga að Kárahnjúka- virkjun feli í sér gríðarlega mikla eyðileggingu á náttúru Islands. „Það er sannarlega ástæða til þess að andæfa þessari framkvæmd þó að flest bendi til að af henni verði.“ Þess vegna beri lög- reglu að koma mjög varlega fram við mót- mælendur og ferðamenn að sögn Árna. „Það var þetta sem við vildum árétta með yfirlýsingunni. Okkur grunar að ein ástæða þess að lög- regla hefur gengið fram af meiri hörku en ella, er að sumir þessara mótmælenda eru útlendingar. Þá þyki mönnum réttara að sína hörku til þess einhvernveginn að fæla fólk frá því að koma hingað til að mótmæla." Að sögn Árna er samstaða um það meðal íslendinga að Bretar hætti rekstri Sellafield-endur- vinnsluversins fyrir kjarnorku- úrgang. „Okkur þætti það mjög hart ef breska lögreglan kæmi fram af meiri hörku við íslenska mótmælendur en við breska sem vilja andæfa þeirri ógn. Það er okkar skoðun að við þurfum á þessum mótmælendum að halda, hvort heldur þeir eru Islend- ingar eða útlendingar vegna þess að það er svo margt í um- hverfinu sem þarf að vernda. íslensk stjórnvöld ættu því frekar að hvetja fólk til að mót- mæla umhverfiseyðileggingu og náttúruvá í stað þess að vera með svona hörku í garð þeirra sem láta sig svona mál varða.“ Óskar Bjartmarz: Höfum sýnt mótmæl- endum fulla virðingu Oskar Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn á Seyðisfirði, þvertekur fyrir að leitað hafi verið í bílum ferðamanna. Hann segir kostnað löggæslunnar hlaupa á tugum milljóna og segir enga sérsveitar- menn hafi komið að gæslunni. „Við höfum ekki verið með að- gerðir gagnvart öðru ferðafólki á hálendinu. Við tökum undir að fólki er velkomið að mótmæla með friðsömum hætti. Það hefur enginn gert athugasemdir við slíkt.“ Óskar segir ennfremur að lögreglan hafi komið fram við mótmælendur með fullri virð- ingu, „hvort sem þeir hafa verið í friðsömum mótmælum eða með einhverjar aðgerðir sem hafa verið að valda töfum og tjóni.“ í yfirlýsingu Náttúruvernadsam- takanna er því haldið fram að lögreglan hafi ítrekað stoppað ferðafólk og leitað í bílum þess. Þetta segir Óskar rangt, lög- reglan hafi ekki stoppað bíla og leitað í farangri ferðafólks. Þegar Blaðið ræddi við Óskar var allt fólk farið úr Lindum. Aðspurður hverskonar reglur væru í gildi um hvar megi tjalda segir Óskar lögregluna líta svo á að á þessu svæði eigi enginn að vera. „Við höfum gert mótmæl- endum það ljóst, að þeir eiga ekki að vera á vinnusvæðinu. Þeir eiga ekki afturkvæmt þangað til þess að koma upp tjaldbúðum eða öðru slíku. Það er hins vegar fullt af fólki, til dæmis uppi í Kringilsárrana og á fleiri stöðum, og þar hafa engin vanda- mál komið upp.“ Óskar segir að kostnaðurinn við aðgerðir lögreglunnar hlaupi á tugum milljóna. „Þetta hefur valdið þjóðfélaginu kostnaði sem sennilega er farinn að hlaupa á tugum milljóna.“ Aðspurður hvort sá liðsauki sem lögregl- unni hefur borist frá öðrum um- dæmum lögreglunnar hafi nægt segir Óskar að það hafi sloppið fyrir horn. Hann þvertekur hins vegar fyrir að liðsmenn sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið sendir á staðinn eins og frá hefur verið „Það hafa engir sérsveitar- menn verið hér. Þetta er enn ein rang- færslan sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum.' greint. Náttúruverndarsamtök Islands hafa mótmælt framgangi lögreglunnar við Kárahnjúka. Lögregla segir rangan fréttaflutning hafa verið af aðgerðunum. Ekki giata minningum! Settu bestu Ijósmyndirnar þínar á Ijósmyndapappír, til varöveislu um aldur og ævi. Þaö hefur aldrei verið auöveldara! Hvort sem myndir eru á CD, minniskorti, minnislykli eöa í blátannar síma. Þú skoðar og velur á snertiskjá og færö myndirnar á Fujifiim Crystal Archive endingarbesta ijósmyndapappír í heimi. Verö aðeins frá 29.- kr. myndin! Skipholti 31, sími 568-0450 Ijosmyndavorur.is BtTMi MYNDfRl FUJIFILM OFFICIAL IfnFIGinG SPOnSOR

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.