blaðið - 09.08.2006, Síða 12

blaðið - 09.08.2006, Síða 12
12 ! FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 blaðið Horft til leiðtogans Skortur er á flestu ÍN-Kóreu. Norður-Kórea: Hetjudáðir vegna persónudýrkunar Fjöldi Norður-Kóreumanna hætti lífi sínu við það að bjarga ljósmyndum af leiðtoga landsins, Kim Jong-Il, af heimilum sínum þegar gríðarmikil flóð gengu yfir í síðasta mánuði. Ríkisfjölmiðlar landsins sögðu frá mörgum hetjudáðum sem verkamenn drýgðu þegar þeir voru að bjarga myndum af Kim- Jong-Il úr húsum sem voru í þann mund að hrynja niður og fara í kaf vegna vatnavaxtanna. Sérstaklega var sagt frá embættismanni við trjáræktarstofnun og námuverka- manni sem létust við að bjarga myndunum frá því að verða flóð- inu að bráð. Myndir af leiðtoganum hanga upp á öllum heimilum landsins en persónudýrkun á honum er snar þáttur í valdstjórn landsins. Rík- isfjölmiðlar segja að um hundrað manns hafi farist í flóðunum en fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja að hátt í tíu þúsund hafi farist í flóð- unum og að þau hafi verið hin verstu í heila öld. Reykjavíkurborg: Vinnubrögðin ólýðræðisleg Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur sakar meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks um ólýðræðisleg og ófagleg vinnu- brögð i tengslum við umræðuna um menntaráð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út í gær. í síðustu viku var ákveðið að aðskilja yfirstjórn leikskóla frá grunnskólum með stofnun sérstaks leikskólaráðs. Því hefur minnihlutinn mótmælt harðlega og bent á að slíkt hamli samstarfi og samræmingu skólastiganna. 1 yfirlýsingunni kemur fram að kröfum minnihlutans um faglega umræðu hafi verið hafnað og fyrirspurnum ekki svarað. Þá segir að meirihlutinn hafi neytt aflsmunar í málinu á kostnað lýðræðislegrar umræðu. Er lýst yfir áhyggjum vegna þessara vinnubragða og þeim harðlega mótmælt. Lögreglan: Brotist inn á sex heimili Búið var að tilkynna um fjórtán innbrot í gær en það eru nákvæmlega jafn mörg og um verslunarmannahelgina í fyrra. Af þessum innbrotum voru sex innbrot í heimahús og talsvert var brotist inn í bíla. Ekki er fyrirséð hversu mörg innbrot voru framin um helgina en nokkuð margt fólki var enn að skila sér í gær eftir helgina. Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Mikið vantar upp á að eigendur hjól- hýsa og tjaldvagna fylgi öllum örygg- isreglum á vegum úti að sögn lög- reglunnar á Selfossi. Verkefnastjóri Umferðarstofu segir alltof algengt að bifreiðar með eftirvögnum séu ekki með lögbundna framlengingu á speglum og í sumum tilvikum eru alltof léttir bílar að draga of þunga eftirvagna. Þá eru dæmi um það að breidd eftirvagna valdi vandræðum á þjóðvegum landsins. Algengt vandamál „Það liggur alveg fyrir að sum af þessum hjólhýsum og eftirvögnum eru breiðari en bílarnir og undir þeim kringumstæðum er skylt að vera með framlengingu á speglum,” getur valdið því að vagninn taki nánast öll völd með skelfilegum afleiðingum.“ Hjólhýsum og tjaldvögnum hefur fjölgað töluvert hér á landi á und- anförnum árum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Umferðarstofu voru nýskráð 338 hjólhýsi á síðasta ári og 697 tjaldvagnar. Árið 2004 voru hins vegar nýskráð 113 hjólhýsi og 592 tjaldvagnar. Ökumenn stöðvaðir Að sögn lögreglunnar á Selfossi er áberandi skortur á því að bílar með hjólhýsi eða tjaldvagn i eftirdragi fylgi öllum öryggisreglum. Er sér- staklega bent á notkun framlengdra spegla. Hefur lögreglan stöðvað þó nokkra ökumenn vegna þessa í sumar en ekki er vitað til þess að þetta hafi valdið alvarlegu slysi hingað til. Þá eru dæmi um að eig- endur hjólhýsa og tjaldvagna geri sér ekki alltaf grein fyrir breidd þeirra þegar þeir aka á þjóðvegum landins. Hafa vöruflutningabíl- stjórar bent á að hætta geti skapast vegna plássleysis þegar bíll með breiðum eftirvagni mætir stórum vöruflutningabíl. Sigurður segir mikilvægt að menn séu meðvitaðir um breidd eftivagns- ins. „Það er mikilvægt að menn séu meðvitaðir um það hversu breiður eftirvagninn er og sýni eðlilega til- litssemi. En stundum gleyma menn því einfaldlega að þeir séu með eftirvagn." Öryggisreglur virtar að vettugi Skortur er á því að eigendur hjól- hýsa og tjaldvagna fylgi settum öryggisreglum. Stígamót: Beiðni snúið upp í gagnrýni Mikilvægt er að þjónusta fyrir þol- endur kynferðisafbrota sé vel kynnt á útihátíðum að mati Guðrúnar Jóns- dóttur, talsmanns Stígamóta. Hún segir misskilning í fréttaflutningi hafa valdið því að beiðni Stígamóta um frekari kynningu hafi snúist upp í gagnrýni á mótshaldara. Nú þegar er vitað um fjögur tilvik kyn- ferðisafbrota um helgina en Guðrún segir oft langan tíma líða áður en fórnarlömb tilkynni um brot. „Við vitum ekki betur en að þjón- usta fyrir þolendur kynferðisafbrota hafi verið í góðu lagi alls staðar," segir Guðrún Jónsdóttir. Hún segir misskilning í fréttaflutningi hafa valdið því að bréf Stígamóta til móts- haldara þar sem óskað var eftir öfl- ugri kynningu á þessari þjónustu hafi verið snúið upp í gagnrýni. „Við vildum bara bæta um betur og tryggja að fólk vissi af þessari þjón- ustu. Til að árétta þetta sendum við bréf til mótshaldara þar sem .Þjónusta fyrir þolendur kynferðisbrota í góðu lagi.." Guðrún Jónsdóttir hjá Stigamótum við buðum jafnframt fram aðstoð okkar. Það var þó ekki meginatriðið heldur að þjónustan væri í lagi.“ Þrjár stúíkur leituðu til Afls, syst- ursamtaka Stígamóta á Akureyri, vegna nauðgana og þá var tilkynnt um eina nauðgunartilraun á Þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum. Að sögn Guðrúnar getur oft langur tími liðið frá kynferðisbroti þangað til fórnarlambið leitar aðstoðar. Því sé erfitt að áætla nákvæmlega hversu mörg brot hafi verið framin um síðustu helgi. „Sá hópur sem við virðumst fanga eru þær stúlkur sem leita sér hjálpar löngu eftir að atburð- urinn á sér stað. segir Sigurður Helgason, verkefna- stjóri hjá Umferðarstofu. „Það er gert til þess að menn geti fylgst með því hvað sé að gerast fyrir aftan bíl- inn.“ Hann segir því miður algengt að eigendur hjólhýsa og tjaldvagna fylgi ekki öllum öryggisreglum á vegum úti. „Það vantar mikið upp á að menn noti þessa framlengdu spegla. Svo er einnig algengt að menn séu á alltof léttum bílum að draga þunga eftirvagna. Það „Það vantar mikió upp á að menn noti framlengda spegla.” Sigurður Helgason Villtist af leið: Flugvél lenti í vitlausri borg mbl.is Flugvél frá spænska flug- félaginu Spanair, sem er í eigu norræna félagsins SAS, flaug ný- lega í allt aðra átt en farþegarnir höfðu reiknað með. Mistökin uppgötvuðust fyrst þegar farþeg- arnir, sem voru á leið til Santi- ago í norðausturhluta Spánar, stigu út úr vélinni í Sevilla, sem er í suðausturhluta Spánar. Spanair hafði leigt flugvélina og áhöfn frá sænska flugfélag- inu Nordic Airways. Sænsku flugmennirnir rugluðu saman kóðunum fyrir flughafnirnar í Sevilla og Santiago og slógu inn SVQ í staðinn fyrir SCQ og því fór sem fór. Hjólhýsi og tjaldvagnar: Oryggisreglur virtar að vettugi ■ Valda vandræðum á vegum ■ Léttir bíiar draga of þunga vagna líSSSSRí* I t J-U'.-íV ★ WWWJlBVARAHklJTm IS ★ EIGUM ÁVALLT Á LAGER VARAHLUTI í FLESTAR GERÐIR BÍLA VIÐ ERUM YKKAR BONUS! /ip tfflotiut irrrtf ÖODDÝHLUIIR ■ GRINDUR - UOS - SPEGUR - SUTHLUtlR - VA1NSKASSAR OG f LtlHA Bildshöfda 18 - Sími: 567 6020 - ab@abvarahlutir.is - www.abvarahlutir.is OPIÐ FRA: 8.00 - 18.00 BODDYHIUTIR ■ GRINDUR - UOb • SPEGLAR - SLITHLUIIR ■ VA1MSKASSAR OG ELEIIIA

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.