blaðið - 09.08.2006, Síða 17

blaðið - 09.08.2006, Síða 17
blaöiö MIDVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 25 brúðkaup brudkaup@bladid.net Ást er meira en tilfinning, ást er hugarástand." Lisa Grude Ástarjátningar í geimnum Japönsk hjón geta sent heiti sín út í geim og látið geyma þau þar frá og með næsta ári. Hins vegar er þetta einungis mögulegt ef hjónakornin kaupa giftingarhringa úr hvítagulli. Hjón sem kaupa giftingar- hringa úr hvítagulli í Japan frá ágúst til desember á þessu ári geta skrifað heit sín á heima- síðu. Skilaboðin verða vistuð á diski ásamt mynd af ástfangna parinu. Diskarnir verða svo sendir út í geim í Soyus geim- skutlu í mars 2007. Verkefnið er hluti af herferð sem á að auka veg hringja úr hvítagulli. „Fólk tengir hvítagull ekki við gift- ingahringi, ekki eins og áður var gert,“ segir starfsmaður sem vinnur við gerð hvítagulls. Fyrir nokkrum árum voru hringir úr hvítagulli mjög vinsælir þar sem hvítagull er verðmætara en gull. Vinsældir hvítagulls hafa þó dalað undanfarið og var þvi gripið til þessarar sérstöku herferðar. Hvernig kynnt- umst við? í stórri brúðkaupsveislu er ekki víst að allir viti hvernig brúðhjónin kynntust. Gamlar frænkur og aðrir ættingjar hafa aldrei heyrt söguna eða hafa jafnvel gleymt henni fyrir langa löngu. Allir hinir hafa án efa gaman af því að rifja söguna upp enda er sagan upphafið á þessu öllu saman. Það er sniðugt að skrifa söguna af því hvernig hjónakornin kynntust á nokkur spjöld. Hvert spjald, sem segir sinn hluta af sögunni, fer á ákveðið borð. Á sama tíma og gestirnir rölta á milli borða til að lesa söguna í heild sinni fá þeir tækifæri til að ræða við aðra gesti. Þetta eykur fjörið í veislunni auk þess sem allir fá tækifæri til að kynnast. Fallegt vorbrúðkaup Hrönn Margrét Magnúsdóttir og Jónas Guðmundsson gengu í hjónaband 7. maí 2005 á fallegum sumardegi. Síðustu vikurnar fyrir brúðkaupið voru ekki stressandi að sögn Hrannar enda voru hjóna- kornin bæði upptekin í próflestri. Hrönn segir að þrátt fyrir það hafi allt smollið saman og dagurinn var nær fullkominn. „Dagurinn var æðislegur og veðrið ekki síðra. Ein- hvern veginn gekk allt upp og við skemmtum okkur ótrúlega vel sem mér finnst skipta miklu máli. Upp- haflega ætluðum við að gifta okkur í ágúst en svo varð ég ófrísk örlítið á undan áætlun og við ákváðum að flýta brúðkaupinu.“ Veislustjórinn skiptir miklu máli Jónas og Hrönn hafa verið saman í fjögur ár en Jónas bað Hrannar tæpu ári fyrir brúðkaupið. „Jónas fór á hnén 8. ágúst 2004 og bað mín. Við höfðum nýverið keypt okkur íbúð og hann bað mín fyrstu nótt- ina í nýju íbúðinni. Þetta var frekar óvænt,“ segir Hrönn sem var samt sem áður ekki í neinum vafa hverju hún ætti að svara. „Það komu um 150 manns í veisluna sem var hald- in í flottum sal í Hafnarfirði. Mér fannst fjöldinn ótrúlega passlegur enda gat ég boðið öllum sem mig langaði að bjóða. Við vorum svo heppin að vera með frábæran veislu- stjóra, Hjört Hjartarson, en veislu- stjórinn skiptir ótrúlega miklu máli. Það voru víst einhver smáatriði sem klikkuðu í veislunni en ég hafði ekki hugmynd um það því Hjörtur reddaði öllu. Það var líka mjög létt yfir veislunni og ekki of mikið af ræðum. Hljómsveitin Pass lék fyrir dansi og þeir voru í einu orði sagt frábærir. Þeir rifu upp stemninguna og fyrr en varði voru allir komnir út á dansgólfið." Kjóllinn hefði ekki pass- að viku seinna Hrönn skreytti veislusalinn sjálf ásamt ættingjum sínum enda vildi hún hafa puttana í skreytingun- um. „Við fengum salinn afhentan tveimur dögum áður en brúðkaup- ið fór fram þannig að ég gat dúllað mér aðeins í skreytingunum. Ég var með appelsínugular og bleikar skreytingar. Upphaflega ætlaði ég að hafa bleikar og svartar skreyting- ar en gardínurnar í salnum voru ap- pelsínugular. Ég ákvað því að hafa skreytingarnar bleikar og appelsínu- gular og það kom mjög vel út, ótrú- lega sumarlegt." Eins og svo margar brúðir í dag ákvað Hrönn að skella sér til Boston að skoða brúðarkjóla. „Mér fannst frekar dýrt að leigja kjól hér heima og við mæðgurnar skrupp- um því til Boston. Þar var dýrara að kaupa kjól en ég á hann aftur á móti alla ævi. Mér fannst það alveg þess virði. Ég keypti mér kjól frá Veru Wangogþað var ekkert miklu dýrara heldur en að leigja kjól. Upphaflega var kjóllinn eflaust mjög dýr en ég keypti sýning- arkjól í svona „discount" búð. Það sást ekki á kjólnum og hann var æðislegur. Það var reyndar pínulítið stress hvort ég myndi passa áfram í hann því ég var með barni. En sem betur fer smellpassaði hann. Ef ég hefði aftur á móti gift mig viku seinna hefði hann sennilega ekki passað,“segir Hrönn og hlær. „Ég var alltaf að máta hann til að athuga hvort hann passaði ekki alveg örugg- lega ennþá.“ Sætamerkingar á blöðrum Hrönn hvetur verðandi brúðhjón að missa sig ekki í einhverjum smá- atriðum og njóta dagsins. „Ég held að það skipti langmestu máli að vera ekki að stressa sig yfir einhverjum smáatriðum. Samt sem áður er mik- ilvægt að leyfa sér að gera það sem maður vill gera. Ég var til dæmis al- Töfrandi kvöld Hjörtur Hjartarson veislustjóri var með töfrabrögð í veislunni þar sem hann klippti bindið at einum veislugestinum. Töfrarnir hrukku hins vegar skammt þegar setja átti bindið saman aftur.___________________________________ veg ákveðin í því að hafa gasblöðrur í brúðkaupinu. Ég ætlaði að merkja sætin með gasblöðru og hafa eina við hvern stól. Þetta fannst öllum fyndið en ég var ákveðin í að gera þetta. Enda kom á daginn að þetta var flottasta skreytingin og kom rosalega vel út. Blöðrurnar voru talsvert fyrir ofan stólana og þegar maður gekk inn í salinn var eins og maður gengi inn í tjald. Þegar allir voru sestir þá var blöðrunum sleppt og þær fylltu loftið sem var rosalega flott.“ Eins segir Hrönn að allir ættu að reyna að fara í brúðkaupsferð. „Við fórum í brúðkaupsferð nokkr- um dögum eftir brúðkaupið og það var rosalega gaman. Það var æðis- legt að geta verið tvö ein. Við fórum í vikuferð í golf til Flórída. Við vor- um líka í viku á skemmtiferðaskipi í Karíbahafinu og það var frábært. Við stoppuðum meðal annars á Cay- man-eyjunum, Haítí og Jamaíka." svanhvit@bladid.net Nýstárleg sætamerking Flottasta skreytingin voru gas blöörurnar sem voru notaðar sem sætamerkirwiar. BORÐ FYRIR T\rO Ný og stærri verslun - Skemmuvegi 6 (blá gata)- Sími 568-2221

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.