blaðið - 09.08.2006, Page 24

blaðið - 09.08.2006, Page 24
32 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 blaðið veiði veidi@bladid.net Sleppt veiði Þeim veiöimönnum sem sleppa stangveiddum fiski fer fjölgandi. A www.angling. is kemur fram aö áriö 1996 var rúmum tveimur prósentum laxveiðinnar sleppt aftur en árið 2003 var þetta hlutfall komið upp í tæp sextán prósent aö meðaltali. Þetta hlutfall er pó mjög breytilegt frá einni a til annarrar. H Sá stóri: Róbert Schmidt skrif&f um veiði: £SlkBf£iTSrÖ Sá stóri Stærsti laxinn sem hef- ur veiðst á íslandi var 30-35 kg og var veiddur í net á 19. öld. Stærsti laxinn 30-35 kg Hjá sumum veiðimönnum er eftirsóknarvert að veiða þann stóra, stærsta feng ævinnar, en ólíklegt er að einhverjir eigi eftir að veiða lax sem er stærri en 35 kg. Skráning á laxveiði hér á landi er með því besta sem ger- ist hjá laxveiðiþjóðum og því eru til skráningar um stærstu laxana sem veiðst hafa. Sá háttur er hafður á þegar stór- fiskar eru skráðir að sjónvar- vottar verða að staðfesta rétta þyngd. Þyngsti laxinn sem veiðst hefur hér á landi, sam- kvæmt vef Veiðimálastofnunar, var 30-35 kg lax sem veiddist í net á 19. öld. Næststærsti laxinn var veiddur í þorskanet á sjó við Grímsey árið 1957 og var 24,5 kg. Flestir veiddir í net eða á stöng I töflunni á vef Veiðimálastofn- unar er minnst á fimmtán stærstu laxana sem veiðst hafa á íslandi. Flestir voru þeir veiddir í net eða á stöng. Stærsti laxinn sem hefur veiðst á undanförnum tuttugu árum var 18,5 kg og var veiddur í sjó við Djúpavog árið 1990. Á vef Veiðimálastofnunar má sjá töflur yfir stærstu lax- ana sem veiðst hafa ásamt stærstu vatnaurriðunum, sjóbirtingunum, bleikjunum og sjóbleikjunum. Héðinsfjörður er náttúruperla þar sem veiðimenn geta notið útiver- unnar í kyrrlátu umhverfi umluktir fagurri fjallasýn, fjarri öllu stressi og bílaumferð því engin er vegurinn í þennan eyðifjörð enn sem komið er. Ég slóst í för með þeim feðgum Dúa og Jóhanni Landmark í Héðins- fjörð í fluguveiði til að upplifa þessa einstöku stemningu sem allir tala um sem þangað hafa komið. Þeir eru fáir sem fást til að sigla með veiðimenn í Héðinsfjörð því veðrabreytingar geta auðveldlega hamlað lendingu og oft hafa menn verið veðurtepptir svo dögum skiptir í stífri norðanátt. En Sigl- firðingar eru greiðviknir við heima- menn í þessu tilviki og komumst við áfallalaust með bát og búnað í land eftir einnar og hálfrar klukku- stundar siglingu. Ákveðið var að hlaða öllum búnaðinum til þriggja daga í gúmmíbát og slefa honum með landinu inn að ánni og slá upp tjaldbúðum. Óvenjumikið vatn í ánni Veður var stillt og sólin skein á þennan gróðursæla og fallega fjörð sem hefur mikla sögu að geyma. Rölt var upp með ánni en þar var óvenjumikið vatn sem sumstaðar flæddi yfir bakka sína. Dúi kastaði fimlega á eina breiðuna og fékk kröft- uga töku. Dúi þekkir Héðinsfjarðará ágætlega og er að veiða hér í þriðja sinn. Flugan Senegal, sem Björgvin Guðmundsson hnýtti fyrir Dúa, er að gera sig heldur betur. Jóhann var neðar í ánni og stóð keikur með bak- pokann sinn og gaf sig hvergi þótt bleikjan væri treg. Hann uppskar tvær fallegar og vænar bleikjur í röð á sama horninu með Bleika og bláa sem er orðin landsfræg sjóbleikju- fluga eftir Björgvin Guðmundsson. Veiðin var þó strax betri en í hollinu á undan sem fékk aðeins einn fisk. Bleikjurnar voru stútfullar af smá- maðki. Dúi fór mjög langt upp með ánni og setti þar í tvær 3ja punda bleikjur sem tóku með látum í straumþungri ánni. Sjálfur nældi ég í eina 2ja punda bleikju á svipuðum slóðum eftir leiðsögn Dúa sem tók fluguna Birtu. Grillaður strútur með villisveppasósu Kosturinn var ekki af lakari tag- inu og þegar leið á kvöldið var haf- ist handa við matseld. Heitreykt gæsabringa og hreindýralifrarmús á snittubrauði með týtuberjasultu í forrétt. Síðan smjörsteikt og sprikl- andi Héðinsfjarðarbleikja með Madagaskarpipar. Aðalrétturinn samanstóð af léttgrilluðum stokk- andabringum og fallegum vöðva af strút með púrtvíns- og koníaks- bættri villisveppasósu. Strengja- baunir og pönnusteiktar kartöflur í meðlæti og eðalrauðvín frá Spáni. Matarlistin hafði sjaldan verið betri og lágu menn afvelta langt fram á kvöld. Jói kvaðst aldrei hafa borðað betri mat í veiðiferð en hann var aftur kominn í Héðinsfjörð eftir 50 ár og líkaði dvölin vel. Veðurtepptir við kertaljós Helgin leið hratt og veiðimenn- irnir köstuðu flugunum fimlega ýmist í ána eða þar sem hún rann í vatnið. Dúi setti í tvær rúmlega 3ja punda bleikjur efst í vatninu og Jói fékk líka tvær örlítið utar með landinu þar sem lækur rann í vatnið. Það rigndi hressilega allan sunnu- daginn og síðla dags var gúmmíbát- urinn m/b Héðinn hlaðinn á ný og honum slefað niður að ós með 20 bleikjur innanborðs. Nú var beðið eftir trillunni Viggó SI sem reyndar komst ekki frá Siglufirði vegna óveðurs. Þar sem ekkert var síma- sambandið ákváðum við að rölta í slysavarnarskýlið austan megin við Mynd/RóbertSchmidt fjörðinn með mat og svefnpoka því þar gátum við þurrkað fötin okkar og yljað okkur í góðu húsaskjóli. Myrkrið skall á og aldrei kom bátur- inn. Kröftug kjötsúpa var elduð sem smakkaðist ótrúlega vel. Nartað var í beykireyktan svartfugl og við skiptum á milli okkar tveimur bjórum þar sem við sátum við kerta- ljós og ljóstíru úr gömlum olíulampa. Síðan voru sagðar sögur frá síldarár- unum framyfir miðnætti og óhætt að segja að þeir Landmark feðgar séu fullir af fróðleik og skemmtun. Daginn eftir kom báturinn og við kvöddum þennan fallega eyðifjörð með söknuði. Jarðýtur og gröfur austar í hlíðinni gefa til kynna að eftir fáein ár rýfur bílaumferð þessa einstöku kyrrð sem Héðinsfjörður er þekktur fyrir Veiðisagan Lygileg lífsreynsla Siv Friðleifsdóttir og systir hennar, Ingunn, veiddu báðarlaxa á nákvæmiega sama stað og sama dag og í fyrra. Siv Friðleifsdóttir ráðherra er annálaður veiðimaður eins og dyggir lesendur www.siv.is geta lesið um. Siv kann ófáar veiðisögurnar og atvik sem varð í Breiðdalnum í ár vekur enn furðu hennar. „Ég og Ingunn systir mín vorum að veiða í Breiðdalnum fyrir austan en það gerðum við líka í fýrra. Þegar við veiddum lax í ár uppgötvuðum við að við veiddum báðar laxa á nákvæmlega sama stað og sama dag og í fyrra. Þetta var nokkurs konar endurupplifun," segir Siv. „Við vorum báðar að segja að nú myndi fiskurinn taka og hann tók.“ Nákvæmlega sami fermetrinn Systurnar voru að vonum furðu lostnar yfir þessari tilviljun og hún vakti mikla kátínu. „Við gerðum það sama og við gerðum í fyrra, endurtókum leikinn og tókum svo lax á sama punktinum í ár. Ég veiddi lax þann 20. júlí í Neðri-Beljanda í ár. I fyrra veiddi ég 8 punda lax á nákvæmlega sama staðnum, þann 20. júlí. Þetta er hola neðst í fossi þar sem ég var bæði árin,“ segir Siv og bætir við að hún verði eiginlega að standa á sama stað að ári liðnu. „Ingunn veiddi lax í Neðra-Gunnlaugshlaupi þann 18. júlí í fyrra og aftur veiddi hún lax á sama stað 18. júlí í ár. Við erum báðar að hitta á laxa á nákvæmlega sama fermetranum í ánni á milli ára. Mér finnst þetta einkar skemmtileg tilviljun."

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.