blaðið - 09.08.2006, Side 29

blaðið - 09.08.2006, Side 29
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 37 Maður er ekki orðinn gamall fyrr en maður er farinn að sakna í stað þess að þrá. John Barrymore Afmælisborn dagsms PHILIP LARKIN SKÁLD, 1922 WHITNEY HOUSTON SÖNGKONA, 1963 JOHN DRYDEN SKÁLD, 1631 Haffi sefur Mynd eftir Hildi Margrétardóttur Ljósmyndasýn- Gleðimaðurinn, Ijóð- skáldið og klerkurinn ing í Skotinu Hildur Margrétardóttir, myndlist- armaður, hefur opnað sýningu á Ijósmyndum í Skotinu, Ljósmynda- safni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Mynda- röðinni er varpað úr skjávarpa á vegg og myndar hún lifandi flæði og frásögn. Hildur Margrétardóttir útskrifaðist frá Listaháskóla íslands árið 1999 og tók meistaragráðu í myndlist árið 2005 frá The Slade School of Fine Art, Englandi. Hún hefur haldið um tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum á síðustu tíu árum. Auk Ijósmyndaverka hefur hún gert bókverk, innsetningar, kvikmyndir og gjörninga. Hekiuvikur á vegg Eftir Rögnu Róbertsdóttur Samsýning í Safni [ Safni, Laugavegi 37, stendur yfir sýningin Crystal Grey, samsýning listamannanna Rögnu Róberts- dóttur, Alans Johnston frá Skotlandi og Seans Shanahan frá íriandi. Sýning þessi var sett upp fyrr á þessu ári í samttmalistamið- stöðinni Peacock Visual Arts í Aberdeen, Skotlandi. Sýningin stendurtii 10. sept- ember 2006. Popparar í ævisögum Marianne Falthful er að vinna að ævisögu sinni. Hún hefur áður sent frá sér bók þar sem hún fjall- aði meðal annars um samband sitt við Mick Jagger en í nýju bókinni mun hún fjalla um líf sitt síðustu árin og rifja upp kynni af frægum vinum. Fyrrverandi eiginkona George Harrsons, Pattie Boyd, vinnur einnig að endurminningum sínum. Þar mun Harrison ekki einungis koma við sögu heldur einnig annar fyrrverandi eigin- maður, Eric Clapton en níu ára hjónaband þeirra Pattie var gríð- arlega stormasamt. Clapton er í samkeppni við fyrrum eiginkonu sína því hann er einnig að skrá ævisögu sína. Báðar bækurnar, og bók Marianne Faithful, koma út á næsta ári. t er komin ævisaga ljóðskáldsins ogklerks- ins John Donne (1572 - 1631). Donne var ann- álaður mælskumaður en 160 predikanir hans hafa varð- veist og verið gefnar út. Donne nýtur mikillar virðingar og vinsælda fyrir íhugul og myndræn ljóð sín. Hann orti sonnettur, ástar- ljóð og trúarleg ljóð. Donne var myndar- legur, sagður kven- samur og vanmat ekki lystisemdir lífsins. Hann líkti til dæmis eftirlætiskrá sinni við must- eri. Nýja ævi- sagan nefnist John Donne: The Reformed Soul. Höfundur- inn John Stubbs er einungis 29 ára en þykir hafa leyst verk sitt frá- bærlega vel. Bók hans er sögð glæsileg, greindarleg og afar að- gengileg. Gagnrýnandi Sunday Times segir hana loga af hugmyndum og eld- móði - sem er alveg í takt við bestu predikanir John Donne. Eldar helvítis Donne fæddist kaþólikki og í móðurætt var hann afkomandi Sir Thomas More, kanslara Hinriks 8 sem varð píslarvottur þegar hann var hálshöggvinn vegna andstöðu sinnar við hjónaband konungs og Önnu Boleyn. Móðir Donne var meðlimur í kaþólskri andspyrnu- hreyfingu sem veitti ofsóttum prest- um húsaskjól. Bróðir Donne var handtekinn fyrir að veita pestum skjól og lést í fangelsi. Donne þá ákvörðun að fylgja rílcistrúnni, mót- mælendatrúnni, en á þann eina hátt gat hann tryggt starfsöryggi sitt. Árið 1596, 24 ára gamall, var Donne í hópi hermanna sem fylgdu Essex lávarði í herleiðangur til Spán- ar. Þar varð Donne vitni að því þeg- ar áhöfn spánsks skips reyndi að flýja logandi skipið en drukknaði í sjón- um mnan um eldlogana. Donne hafði þessa sýn seinna í huga þegar hann talaði og skrifaði um elda helvítis. Allt fyrir ástina Þegar hann sneri heim gerðist hann einkaritari Thomas Egerton sem var áhrifamaður innan hirðar- innar. Donne setti síðan starfsferil sinn í stórhættu þegar hann varð ástfanginn af frænku Egertons, Anne More, og giftist henni á laun árið 1601. Þegar faðir Önnu komst að giftingunni lét hann fangelsa tengdason sinn tímabundið. Eger- ton rak síðan Donne úr starfi. Hjónin eignuðust tólf börn en einungis sjö komust til fullorðins- ára. Ekkert er skjalfest um eigin- konu Donne og engin mynd er til af henni. Ævisagnahöfundurinn John Stubbs fer þá leið að rýna í ástarljóð Donne og dregur þannig upp mynd af konunni sem Donne var reiðu- búinn að fórna starfsframa sínum fyrir. Stubbs kemst að þeirri niður- stöðu að hjónabandið hafi verið ástríkt og samheldið þrátt fyrir mikla fjárhagserfiðleika sem stöfuðu af því Donne gekk illa að fá vinnu. Hagurinn batnaði þó og Donne sat tvisvar á þingi og tók loks við prestsembætti árið 1615. Þá kom í ljós að hann var fæddur mælskumaður. Eig- inkona hans lést árið 1617 og eftir það varð dauðinn æ meira áberandi í Ijóðum hans. Árið 1621 var I hann gerður að pró- fasti við St. Paul kirkj- una. Það var einungis heilsubrestur sem kom í veg fyrir að hann yrði kjörinn biskup ári fyrir andlát sitt, 1631. Enginn er eyland Enginn maöur er eyland, einhlítur sjálfum sér. Sérhver maður er brot af meginlandinu, hluti veraldar. Ef sjávarbylgjur skola moldarhnefa til hafs, minnkar Evrópa, ekki síöur en eitt annes værí, engu síöur en óðal vina þinna eða sjálfs þíns værí. Dauði sérhvers manns smækkar mig afþvíég er íslunginn mannkyninu. Spyr þú því aldrei, hverjum klukkan glymur. Hún glymur þér. John Donne. Þýðing Stefán Bjarman Hemingway í smiðju Donne Þegar Ernest Hemingway var langt kominn með skáldsögu sem gerist í spænsku borgara- styrjöldinni fór hann að huga að titli. Hann hafði sett á blað hug- myndir að 26 titlum og var ánægð- astur með titilinn The Undisco- vered Country sem honum fannst þó ekki fanga þá tilfinningu sem hann vildi komatil skila. ftvo daga blaðaði hann í Biblíunni og verkum Shaklesoaertes í leit að nýjum titli en tók svo upp The Oxford Book of English Prose. Þar rak hann augun í textabrot eftir John Donne um tengsl og samábyrgð mannkyns. Kaflanum lauk á orðunum: „Dauði sérhvers manns smækkar mig af því ég er íslunginn mannkyninu. Spyr þú því aldrei hverjum klukkan glymur. Hún glymur þér“. Hemingway gaf skáldsögu sinni titilinn Hverjum klukkan glymur. Hún er eitt þekktasta verk hans. Ernest Hemingway Fékk hug- mynd að titli einnar frægustu bókar sinnar frá Donne menningarmolinn Owens vinnur fjórða gulliö Á þessum degi árið 1936 vann blökkumaðurinn Jesse Owens fjórðu gullverðlaun sín á Ólympíuleikunum í Berlín í 4x100 metra boðhlaupi. Lið hans setti nýtt heimsmet í hlaupinu sem var ekki slegið fyrr en tuttugu árum síðar. Árangur Ówens var áfall fyrir nasistaforingjann Adolf Hitler sem hafði ætlað að nota Ólympíu- leikanna sem sérstaka sýningu á yf- irburðum Aríans. Owens varð hetja Ólympíuleikanna og þýskir áhorf- endur fögnuðu afrekum hans. Hann dró sig í hlé frá íþróttum einungis 23 ára gamall en var þá þegar á góðri leið með að verða goðsögn. Hann sinnti störfum fyrir íþróttahreyfing- ar barna og stofnaði eigið almanna- tengslafyrirtæki. Ævisaga hans kom út árið 1970. Hann lést árið 1980.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.