blaðið - 15.08.2006, Qupperneq 17

blaðið - 15.08.2006, Qupperneq 17
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 25 Fréttir og fræðsla Á vef Neytendasamtakanna, www.ns.is, má finna ýmsan fróðleik, neytenda- fræðslu, fréttir og margt annað. Á síðunni má til að mynda finna niðurstöður Neytendasamtakanna i ýmsum málum sem og handbók og lagasafn neytenda. Heilsurækt: Allt að 62% munur á líkamsræktarkortum Nú líður senn að hausti og margir farnir að hugsa út í hvernig rækta skuli heilsuna í vetur. En hvað kostar það? Stærstu líkamsræktarstöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu eru World Class og ISF eða Iceland Spa and Fit- ness sem er í eigu Lindu Vilhjálms- dóttur, en víða er einnig hægt að finna minni stöðvar sem bjóða upp á sambærilegan tækjakost og leikfimitíma. Helsti kosturinn við að kaupa kort hjá „keðjunum“ er eflaust sá að þá skiptir það minna máli hvar maður vinnur eða býr - það er aldrei langt í ræktina. En séu kortin keypt hjá „minni“ stöðvum er hugsanlega hægt að njóta persónulegri þjónustu og andrúmslofts. Mikill verðmunur Blaðið gerði stuttlega úttekt á verð- mun nokkurra líkamsræktarstöðva með því að slá á þráðinn og spyrja um verð á annarsvegar þriggja mán- aða korti og hinsvegar tólf mánaða, eða eða árskorti. Tekið var tillit til til- boða um leið. Það kom í ljós að verð- munurinn er mikill, sérstaklega á þriggja mánaða kortum. Dýrasta þriggja mánaða kortið er hjá Hreyf- ingu í Faxafeni, en þar kostar það 20.930 krónur. Það ódýrasta er að finna hjá Technosport í Hafnarfirði en þar kostar það 12.900 á tilboði. Semsagt 62% verðmunur. Arskort Dýrast er að kaupa árskort hjá Hreyfingu en það er 47,2% dýrara en ódýrasta kortið sem er hjá ISF. Ár- skortið hjá Hreyfingu kostar 52.800 en sambærilegt kort hjá ISF kostar 35.880 en í báðum tilfellum er miðað við staðgreiðsluverð fyrir almennan neytanda. Hreyfing býður hins vegar upp á sérstakt tilboðsverð fyrir skólafólk og þá kostar árskortið það sama og hjá ISF. Tilboð og klúbbar Það er þó vert að minna á að lík- amsræktarstöðvarnarteflareglulega fram margskonar tilboðum sem geta farið langt undir þessi verð. Dæmi um það er að fjögurra mánaða kort getur jafnvel verið ódýrara á tilboðs- verði en þriggja mánaða kort. Eins er hægt að ganga í klúbba sem krefj- ast þess að gerður sé tímabundinn samningur við viðkomandi stöð og þá er greitt af kortinu mánaðarlega sem mörgum finnst heppilegra en að reiða eina stóra upphaeð af hendi. Komi upp aðstæður sem gera það að verkum að viðkomandi þarf að hætta æfingum er stundum hægt að leggja kortið inn um tíma og leysa það svo út þegar aðstæður breytast. margret@bladid. net VERÐMUNUR LÍKAMSRÆKTARSTÖÐVANA ÞRIGGJA MÁNAÐA KORT Hreyfing 20.930 World Class 20.100 Hress 18.990 Engin tilboð sem stendur Engin tilboð sem stendur Kortið gildir til fjögurra ára ' Baðhúsið 17.900 Tilboðá korti sem gildirtil 3 janúar: 13.900 Veggsport 16.900 Technosport 17.900 ÁRSKORT Hreyfing 52.800 World Class 47.500 Veggsport 41.900 Hress 42.990 Technosport 43.900 Baðhúsið 35.880 Tilboð 14.350 Tilboð 12.900 Tilboð fyrir skólafólk: 35.880 Engintilboð sem stendur Tilboð 35.880 Engin tilboð sem stendur Tilboð-35.900 Engin tilboð sem stendur RÝMINGARSALA Verslunin Völusteinn Hættir 2. til 31.ágúst að Bæjarlind 14-16 Mikið af fallegri föndurvöru á frábærum tilboðum ^ VOLUSTEINN fyrir fimo fingur BÆJARLIND14-16 / Simi 588 9505 / www.volusteinn.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.