blaðið - 15.08.2006, Side 23
EÆIMAVðLLUR:
JJB Stadium (25.000):
STJÓRí:
Paul Jewell.
Wigan gerði kraftaverk i úrvalsdeildinni í fyrra og hafnaði í 10. sæti eftir að hafa lengi
vel gælt við að komast í Evrópukeppnina og það eftir að nær allir helstu knattspyrnu-
spekingar höfðu spáð þeim neðsta sæti. Lykilþáttur í árangri Wigan var vörnin og má
búast við að svo verði áfram, hvort sem Frakkanum Pascal Chimbonda verður leyft að
fara eður ei. Enn er þó erfitt að ímynda sér að Wigan eigi heima á meðal þeirra bestu
og Wigan-mönnum bíður hið erfiða verkefni að sýna fram á að velgengnin í fyrra hafi
ekki baraverið tilviljun.
FYLGSTU MEÐ:
Emile Heskey. Jewell greiddi 5,5 milljónir punda fyrir hann,
í óþökk margra stuðningsmanna. Spennandi verður að sjá
hvort hann stendur undir væntingum stjórans.
SÍÐUSTU 10 ÁR:
Tímabil Deild Sæti
2005-06 Úrvalsdeild 10
2004-05 1. deild 2
2003-04 1. deild 7
2002-03 2. deild 1
2001-02 2. deild 10
2000-01 2. deild 6
1999-00 2. deild 4
1998-99 2. deild 6
1997-98 2. deild 11
1996-97 3. deild 1
KOMNIR:
Luis Antonio Valencia frá Villarreal (lán).
Emmerson Boyce frá Crystal Palace.
Tomasz Cywka frá Gwarek Zabrze.
Fitz Hall frá Crystal Palace.
Emile Heskey frá Birmingham.
Chris Kirkland frá Liverpool (lán).
Denny Landzaat frá AZ Alkmaar.
, FARNIR:
Jimmy Bullard til Fulham.
Damien Francis til Watford.
Alan Mahon til Burnley.
Jason Roberts til Blackburn.
David Thompson til Portsmouth.
Gary Walsh hættur.
Garry Flitcroft hættur.
1
j: .
HEiMAVðLLUR:
Madejski Stadium (24.200).
Steve Coppell.
Reading rúllaði upp 1. deildinni á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni
í fyrsta sinn í 135 ára sögu félagsins. I liðinu eru engar stórstjörnur, en þess í stað
er treyst á unga og hungraða leikmenn sem mynda sterka liðsheild. Traustur mark-
vörður, vinnusamir varnarmenn og sterk miðja, þar sem Steve Sidwell fer fremstur í
flokki. Kremið á kökuna eru svo sóknarmennirnir sem skoruðu heil 99 mörk í 1. deild-
inni í fyrra, en spurningin er hvort reynsluleysið veröi liðinu að falli. Islendingaliðið
Reading ætlar ekki að tjalda til einnar nætur í úrvalsdeildinni,
en til þess þurfa allir að leggjast á eitt.
FYLGSTU MEÐ:
Kevin Doyle. 22 ára (rskur sóknarmaöur sem varkeyptur frá
Cork City fyrir klink síðasta sumar. Markaskorari af Guðs
náð og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig hann
spjarar sig í úrvalsdeildinni.
SÍÐUSTU 10 ÁR:
Timabil Deild Sæti
2005-06 1. deild 1
2004-05 1. deild 7
2003-04 1. deild 9
2002-03 1. deild 4
2001-02 2. deild 2
2000-01 2. deild 3
1999-00 2. deild 10
1998-99 2. deild 11
1997-98 1. deild 24
1996-97 1. deild 18
KOMNIR:
Seol Ki-Hyeon frá Wolves.
Sam Sodje frá Brentford.
FARNIR:
Johnny Mullins til Mansfield.
Jamie Young til Wycombe.
Sæti
2
8
8
3
13
10
16
8
6
5
KOMNIR:
Claude Davis frá Preston.
Rob Hulse frá Leeds.
Mikele Leigertwood frá Crystal Palace.
Chris Luckettti frá Preston.
Christian Nade frá Troyes.
David Sommeil frá Manchester City.
Li Tie frá Everton.
FARNIR:
Luke Beckett til Huddersfield.
Phil Barnes til Grimsby.
Simon Francis til Southend.
Garry Flitcroft hættur.
SÍÐUSTU10 ÁR:
Tímabil Deild
2005-06 1. deild
2004-05 1. deild
2003-04 1. deild
2002-03 1. deild
2001-02 1. deild
2000-01 1. deild
1999-00 1. deild
1998-99 1. deild
1997-98 1. deild
1996-97 1. deild
Sheffield United hafnaði í öðru sæti í 1. deild á síöasta tímabili og tryggði sér sæti í
úrvalsdeildinni eftir 12 ára fjarveru. Á blaðinu virðist Sheffield United veikt bæði varn-
arlega og sóknarlega og má búast viö þvi að liöið verði í bullandi fallbaráttu i vetur.
Miðjan lítur öllu betur út og verða sprækir miðjumenn líklega helsta vopn Sheffield-
manna í baráttunni um pláss á meðal þeirra bestu. Neil Warnock er líka klókur þjálfari
og veröi hann ekki of upptekinn við að úthúða dómurum ættu hann og hans menn að
geta komið öllum á óvart.
blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006
%
Leikið í Úkrainu
Síðari leikur Liverpool og ísraelska liðsins Maccabi Haifa verður háður i
Úkrainu á heimavelli Dynanio Kiev. Þetta var ákveðið af Evrópska knatt-
spyrnusanibandinu i gær vegna stríðsástandsins i israel. Leikurinn fer
fram 22. ágúst en Liverpool vann fyrri leikinn 2-1.
HEIMAVÖLLUR:
Bramall Lane (33.000).
STJÓRI:
Neil Warnock.
HEIMAVÖLLUR:
Vicarage Road (22.000).
STJÓRI:
Adrian Boothroyd.
FYLGSTU MEÐ:
Phil Jagielka. Ótrúlega fjölhæfur 23 ára miðjumaður,
sem var burðarás í liðinu í fyrra, og mun vafalaust mæða
mikið á honum í vetur.
Nýliðarnir í vandræðum
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst næstkomandi laugardag.
Blaðið gerði úttekt á liðunum sem mæta tii leiks og mun birta spá
sína fram að fyrsta leikdegi. í dag birtum við spána fyrir neðstu fjðgur
sætin en samkvæmt henni verða nýliðarnir í miklu basli í vetur.
SlÐUSTU 10 ÁR:
Timabil Deild
2005-06 1. deild
2004-05 1. deild
2003-04 1. deild
2002-03 1. deild
2001-02 1. deild
2000-01 1. deild
1999-00 Úrvalsdeild
1998-99 1. deild
1997-98 2. deild
1996-97 2. deild
, |
KOMNIR:
Damien Francis frá Wigan.
Chris Powell frá Charlton.
Tamas Priskin frá Gyori ETO.
Danny Shittu frá QPR..
FARNIR:
Jamie Hand til Chester.
Sæti
3
18
16
13
14
9
20
5
1
13
|
1
Margir ráku upp stór augu þegar hinn ungi og óreyndi Adrian Boothroyd tók viö Wat-
ford í mars 2005 en með því að ná þriðja sætinu í 1. deildinni í vor ætti hann að hafa
þaggað niður í flestum efasemdamönnum. Efasemdir eru þó sannarlega uppi um
að leikmannahópur liösins sé nógu sterkur fyrir úrvalsdeildina. Sóknarmenn stórlið-
anna líta á leikina gegn Watford sem tækifæri til að hækka markareikning sinn enda
eru varnarmenn nýliðanna ekki hátt skrifaðir. Kraftaverkin geta þó gerst, samanber
Wigan í fyrra, og ef liðinu tekst að halda sér uppi verður það
fyrir tilstilli frábærs liðsanda og mikillar leikgleði.
FYLGSTU MEO:
SMarlon King. Markahæstur í úrvalsdeildinni í fyrra og algjör
lykilmaður. Watford-menn treysta á að hann verði heitur í
framlínunni í vetur.