blaðið - 15.08.2006, Page 29

blaðið - 15.08.2006, Page 29
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 37 menning Fyrir sextíu árum vissi ég allt, núna veit ég ekkert. Menntun er framsækin leit að eigin fáfræði. Will Durant Afmælisborn dagsms BENEDICT KIELY, RITHÖFUNDUR 1919 LUKAS FOSS, TÓNSKÁLD 1922 OSCAR PETERSON, JASSPÍANIST11925 menning@bladid.net Viktor Arnar í Þýskalandi Bertelsmann-bókaklúbburinn í Þýskalandi ætlar að gefa út Aft- ureldingu eftir Viktor Arnar Ing- ólfsson, en bókin kom út fyrir skömmu hjá Verlagsgruppe. Hún komst hátt á metsölulist- anum þar í landi. Viktor Arnar hefur átt góðu gengi að fagna í Þýskalandi og útkoma Aftureld- ingar í bókaklúbbnum er enn eitt dæmi um hversu hrifnir Þjóð- verjar eru af verkum hans. Áður hefur komið út hjá Bertels- mann Flateyjargáta eftir Viktor, en sú bók hefur verið þaulsætin á þýskum metsölulistum. Bert- elsmann-bókaklúbburinn er einn sá stærsti í Þýskalandi og útgáfa í honum þýðir mikla út- breiðslu á bókinni. Viktor Arnar ætlar að fylgja eftir velgengni sinni í Þýskalandi og mun í haust taka þátt í glæpasagnahá- tíðinni Mord am Hellweg sem er stærsta alþjóðlega glæpasagna- hátíðin í Evrópu. Ekki borða gulan snjó Sölvi Snæbjörnsson og Viktor P. Hannesson opnuðu sína fyrstu samsýningu í Gallerí Tukt, Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5, laugardaginn 12. ágúst. Sýndar eru grafískar myndir, unnar úr Ijósmyndum ásamt blekteikn- ingum. Drengirnir tveir hafa vakið töluverða athygli og báðir stefna þeir á frekara listnám að loknu stúdentsprófi. Sýningin stendur til 26. ágúst og verður opin alla virka daga milli kl. 9:00 og 17:00. Allir velkomnir. Huyghe í Tate Listáhugamenn sem á haust- dögum leggja leið sína til Lundúna ættu að líta við á Tate Modern safninu. Þar gefur að líta sýningu á verkum hins fram- sækna Frakka, Pierre Huyghe. Sýningin ber titilinn Celebration Park og þykir með eindæmum fersk og frumleg. Huyghe er fæddur 1962 í París og hefur á undanförnum árum haldið sýningar víða um lönd við góðan orðstír. Þetta er fyrsta sýningin sem Huyghe heldur á Bretlandi og stendur hún til 17. september. Fencing væntanleg í haust slensk kvikmyndagerð stendur með miklum blóma um þessar mundir en fjórar íslenskar kvik- myndir í fullri lengd verða frum- sýndar með haustinu. Einnig eru væntanlegar heimildarmyndir og stuttmyndir sem ættu að kæta landann. Kvikmyndafyrirtækið Pro- film vinnur að mörgum skemmti- legum verkefnum þessa dagana en meðal þeirra er stuttmynd sem ber titilinn Fencing sem áhorfendur geta fengið að njóta með haustinu. Anna Dís Ólafsdóttir kvikmynda- gerðarkona er annar forsvarsmaður Profilm. „Handritið að Fencing er skrifað af Sigtryggi Baldurssyni tón- listarmanni og leikstjórnin er einn- ig í hans höndum. Upptökum lauk um síðustu helgi og eftirvinnsluferl- ið er að fara í gang. Við erum mjög kát með hvernig til tókst og hlökk- um til að klára verkið.“ Sigtryggur lunkinn leikstjóri „Þetta er lítil og falleg mynd um eldri mann sem leggur stund á það að smíða girðingu. Maðurinn sem ber nafnið Guðmundur er að ljúka starfsævi sinni og veit að hann á stutt eftir ólifað. Leikarinn ástsæli Sigurður Sigurjónsson fer með hlutverk hans og gerir það af stakri prýði. Myndin fjallar um ákveðnar tilfinningar sem bærast innra með þessum gamla manni við þessar aðstæður. Sumir myndu kannski segja að þráhyggjan væri þarna í stóru hlutverki en það túlkar hver með sínum hætti og best að segja ekki of mikið.“ Engin samtöl eru í myndinni en Anna Dís segir að tónlistin spili ákaflega stórt hlutverk. „Sigtryggur Baldursson semur alla tónlistina. Þetta er heill hljóðheim- ur sem fylgir myndinni og ljær henni sérlega fallegan blæ.“ Sigtryggur er potturinn og pannan í myndinni og hefur þar marga þræði í hendi sér. Hann er landsmönnum að góðu kunnur fyrir tónlist sína en hann hefur á undanförnum árum stigið á stokk undir nafninu Bog- omil Font með fríðu föruneyti lista- manna. Anna Dís segist ekki vera í vafa um að Sigtryggur eigi framtíð- ina fyrir sér í kvikmy ndaiðnaðinum. „Ég held að Sigtryggur sé frábært efni í nýjan stórleikstjóra. Hann er sérlega góður sögumaður og á auð- velt með að fanga áhorfandann. Þó að þetta sé hans fyrsta kvikmynda- verk þá virðist hann eiga mjög gott með að stýra sínum hugmyndum í farveg kvikmyndarinnar. Svo er hann með mjög gott tæknifólk með sér sem er nauðsynlegt ef skila skal góðri mynd.“ Nokkuð langt ferli Anna Dís segir hugmyndina hafa kviknað fyrir um einu og hálfu ári. „Ferlið er þvi orðið nokkuð langt. Ég og Jóhann Sigfússon stöndum að fyrirtækinu Profilm. Jóhann og Sigtryggur þekkjast frá gamalli tíð en fyrsta myndin sem Jóhann gerði eftir að hann kláraði kvikmynda- skólann var einmitt mynd um Syk- urmolana á ferðalagi um Japan. Sú mynd var sýnd út um allan heim við góðan orðstír. Það var því til- valið að hefja samstarf við Sigtrygg og við sjáum sko alls ekki eftir því.“ Profilm fékk styrk frá Kvikmynda- miðstöð Islands en danskur með- framleiðandi myndarinnar leggur einnig til fé auk þeirra peninga sem Profilm setur í verkið. Anna Dís segir róðurinn í íslenskri kvikmyndagerð ekki endilega þurfa að vera mjög þungan. „Það fer þó auðvitað eftir því livernig litið er á málin. Ef maður ætlar að vinna eingöngu fyrir sjónvarpsstöðvarn- ar þá getur þetta orðið svolítið erfitt. Við höfum verið að einbeita okkur að því að vinna ýmis verk- efni sem koma erlendis frá. Einnig erum við dugleg við að búa okkur til eigin verkefni. Til dæmis erum við núna að vinna að ansi skemmti- legum DVD-disk sem ber titilinn Iceland's Favorite Places sem kem- ur út núna á haustdögum. Hann er ætlaður ferðalöngum sem geta skoð- að hvern landshluta og fengið um hann fræðslu á fimm tungumálum. Síðan gerum við mikið af video-vef- síðum sem innihalda lítinn texta en mikið af myndefni. Tækifærin eru alls staðar og hugmyndaflugið er í raun það eina sem setur manni mörk. Við erum að reka fyrirtæki og einsetjum okkur að gera það sem allra best. Það er ekki alltaf hægt að vinna bara af hugsjón þó það sé auðvitað gaman að geta leyft sér það stundum." Anna Dís er menntuð kvikmynda- gerðarkona og hún hefur mikla unun af starfi sínu. „Ég lærði kvik- myndagerð i Bretlandi og vann þar í nokkurn tíma áður en ég flutti heim. Ég vann m.a. mikið fyrir BBC og Channel4 og fékk þar mikla reynslu sem hefur nýst mér vel. Ég kom svo að fyrirtækinu Profilm fyrir um ári og hef haft mikið gaman af þeirri vinnu allri. Við erum með ýmis verkefni í bígerð sem ég hlakka mik- ið til að hefja störf við. Áhorfendur mega búast við því að sjá Fencing, frumraun Sigtryggs Baldurssonar, á hvíta tjaldinu í lok október og greinlega er full ástæða til að hlakka til þess dags. hilma@bladid.net Listamaður deyr 1 dag eru liðin 39 ár síðan belgíski listamaðurinn René Magritte lést úr krabbameini. Magritte fæddist í Lessines í Belg- íu árið 1898. Hann nam við Lista- akademíuna í Brussel 1916-1918. Magritte vann um skeið að loknu námi en árið 1926 skrifaði hann undir samning við gallerí sem gerði honum kleift að snúa sér alfarið að listinni Árið 1926 málaði Magritte sína fyrstu mynd í súrrealískum anda, ári síðar hélt hann sína fyrstu einka- sýningu í Brussel. Gagrýnendur létu sér fátt um finnast og gáfu mynd- unum á sýningunni falleinkunn. Magritte varð miður sín eftir þessa útreið og flutti til Parísar. Tíminn í París átti eftir að hafa mikil áhrif á kappann sem tvíefldist við samney t- ið við hina frjóu, frönsku listamenn. Hann varð m.a. góðvinur André Breton. Árið 1936 sýndi Magritte í New York við mikinn fögnuð og fékkst hann við listsköpun sína allt til dauðadags. Magritte er öllum listunnendum að góðu kunnur. Verk hans hafa orðið mörgum heimspekingnum hugleiknar, má í því sambandi nefna skrif samlanda hans Michel Foucault um verkið Ceci n’est pas une pipe. 120;-: Menningarnótt 19. ágúst

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.