blaðið - 29.08.2006, Síða 11

blaðið - 29.08.2006, Síða 11
FRÉTTIR I 11 - blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 Ekvador: Elsta kona heims látin Elsta kona heims andaðist um helgina, n6 ára að aldri. Maria Esther de Capovilla fæddist í Ekvador árið 1889 og var þar til hún andaðist talin elsta núlif- andi manneskja í heimi. Maria fæddist inn í efnaða fjöl- skyldu og giftist austurrískum sjómanni árið 1917. Hann lést árið 1949 og var hún því ekkja í tæp sextíu ár. Þau eignuðust fimm börn, ellefu barnabörn og tuttugu barnabarnabörn. Þrátt fyrir að Maria væri komin vel við aldur áttu ætt- ingjar hennar von á því að hún yrði enn eldri og voru sumir hverjir farnir að hlakka til 117 ára afmælis hennar. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ: Grípa til einhliða aðgerða gegn fran mbl.is John Bolton, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði í gær fyrri yfirlýsingar Banda- ríkjamanna um að Bandaríkin muni líklega beita írana einhliða refsiað- gerðum vegna kjarnorkudeilunnar, geri Sameinuðu þjóðirnar það ekki. „Spurningin um það hvað við gerum varðandi íran er ekki bundin við öryggisráðið. Maður getur ímyndað sér að refsiaðgerðum verði beitt utan öryggisráðsins,” sagði hann. „Aðrar ríkisstjórnir geta slíkt hið sama.” Þrír dagar eru þar til frestur sem öryggis- ráðið gaf Irönum til að hætta auðgun úrans rennur út en fullvíst er talið að íranar muni ekki verða við kröfunni. Þá er talið ólíklegt að refsiaðgerðir gegn írönum verði samþykktar innan ráðsins í bráð. Bolton sagði í viðtali við blaðið Los Angeles Times í síðustu viku að örygg- isráðið hefði verið samtaka í málinu hingað til en að Bandaríkin séu þegar farin að búa sig undir það að Rússar og Kínverjar styðji ekki ályktun þar Ríkisstjórn Ítalíu samþykkti á fundi í dag að senda 2.500 manna herlið til friðargæslu í Suður-Líbanon. ítölsku her- mennirnir verða þar hluti af friðargæsluliði Sameinuðu þjóð- anna. Forsætisráðherra landsins, Romano Prodi, hefur lagt mikið af mörkum til þess að fá Evrópusambandsþjóðir til þess að senda herlið til Líbanons. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, hefur beðið Itali um að stýra herliðinu frá og með febrúar á næsta ári. Umferöarslys: Fólksbíll skall á ruslabíl mbl.is Alvarlegt umferðarslys varð á Eiðavegi skammt utan Seyðisfjarðarafleggjara um klukkan 16:45 í gær. Að sögn lög- reglunnar á Seyðisfirði skullu fólksbíll og sorpbíll saman og var ökumaður fólksbifreið- arinnar fluttur á sjúkrahús á Egilsstöðum eftir slysið. Hann mun vera alvarlega slasaður en frekari upplýsingar um málið liggja ekki fyrir að svo stöddu. Vegna slyssins var Eiðavegur lokaður við bæinn Fossgerði. sem kveðið sé á um refsiaðgerðir gegn írönum. Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í dag að ótímabært væri að ræða hugsanlegar refsiað- gerðir fari íranar ekki að kröfu öryggisráðsins. „Hvað sem verður munu Rússar halda áfram að hvetja til þess að pólitísk lausn verði fundin Hermenn hand- taka mann Óöldin geisar enn í írak en John Bolton segir aö þaö komi ekki i veg fyrir einhliöa aögerö- ir gegn Irönum. með samningaviðræðum og að samn- ingnum um takmörkun kjarnorku- vopna verði framfylgt að fullu og af hörku,” sagði hann. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) mun birta nýja skýrslu sína um íran á fimmtudag eftir að ljóst verður hvort íranar fallist á kröfu ráðsins. Friðargæsla: ítalskir dátar til Líbanons i MIIMMMMMMMMI3 „SOKRATES, PERIKLES, ARISTÓTELES, SÓFÓKLES... ENDAR ALLTÁ LES." ÞANN 15. SEPTEMBER NK. VERÐA DREÚNIR ÚT10 HEPPNIR KB NÁMSMENN SEM FÁ 20.000 KR. BÓKASTYRK HVER. SÆKTU UM A WWW.KBNAMSMENN.IS IMJMMMMMMIMMM úáM'- ■ ■ , *v ■ ■ r' : wi, . .. ^ . . - — ■' ‘SSk:. ‘'U -'Í ■

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.