blaðið


blaðið - 29.08.2006, Qupperneq 15

blaðið - 29.08.2006, Qupperneq 15
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 FRÉTTIR I 15 Egyptaland: Grófust undir byggingunni Að minnsta kosti þrír lét- ust og þrír slösuðust þegar bygging hrundi til grunna í Qaliubiya-héraði í Egypta- landi í fyrrinótt. í Hadeiq al-Kubba-hverfinu í Kairó hrundi önnur bygging til grunna og eru að minnsta kosti þrír alvarlega slasaðir eftir hrunið. Ekki hefur tekist að bjarga öllum úr húsarúst- unum. Ekki er vitað hvað olli hruninu en ekki er óalgengt að byggingar hrynji í Egypta- landi þar sem margar eru byggðar án þess að tilskildum reglum sem gilda um hús- byggingar í landinu sé fylgt. Lögreglan: Háreysti í Hafnarfirði Lögreglan þurfti að hafa all- nokkur afskipti af samkvæmum í heimahúsum í Hafnarfirði á laugardagskvöld vegna hávaða. 1 flestum tilvikanna lækkaði fólk í hljómflutningsgræjunum þegar lögreglan hafði samband og leystust málin í kjölfarið. Hafnarfjöröur: Fjórir með fíkniefni Meint fíkniefni fundust í fjórum bílum í Hafnarfirði um helgina þegar lögreglan stöðvaði þá. Um smáræði var að ræða og var öllum sleppt að skýrslu- tökum loknum. Þá voru sjö umferðaróhöpp til- kynnt en þau voru öll slysalaus. Einnig voru fimm teknir fyrir of hraðan akstur. Danmörk: Varð fyrir eld- ingu og lést mbl.is 17 ára gamall knattspyrnu- maður lést í Kaupmannahöfn í Danmörku á sunnudag eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Atvikið átti sér stað í leik liðanna Ulf- borg og Mábjerg á laugardag en drengurinn lést í morgun. Tíu mínútur voru eftir af leiknum þegar eldingunni laust niður og segja sjónarvottar að heiðskírt hafi verið fyrir utan eitt svart ský á himni. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús með alvarleg brun- asár, en læknum tókst ekki að bjarga lífi hans. Blóðbaðið í írak heldur áfram: Tugir féllu í hörðum bardögum Ekki færri en fimmtíu manns féllu í átökum og árásum í írak í gær. Ekkert lát virðist á óöldinni þar því í fyrradag féllu tæplega fimmtíu manns fyrir hendi vígamanna. Mest var mann- fallið í Diwaniya í suðurhluta íraks. Hermenn stjórn- valda höfðu ráðist gegn vígamönnum sem hafa klofið sig frá Mehdi-hernum sem fylgir klerk- inum Moqtada Sadr að málum. Bardagar brutust út um nóttina og lágu í það minnsta 34 í valnum eftir bardagana. Flestir hinna látnu voru stjórnarhermenn, 25 þeirra létust í bardögunum en aðeins er vitað um tvo vígamenn sem féllu í bardög- unum. Sjö óbreyttir borgarar létu lífið þegar þeir urðu á milli stríð- andi fylkinga í bardögunum. Fjórtán manns létust svo þegar sprengjuárás var gerð nærri innan- ríkisráðuneytinu í Bagdad, höfuð- borg íraks. Daginn áður höfðu níu látið lífið þegar sprengja sprakk í strætisvagni. Útför lögreglumanns Aðstandendur írasks lögreglumanns sjást hér bera lík hans til grafar. Cuðrún Ólafía Tómasdóttlr, Innhelmtustjórl DHL ó íslandl ehf. í Dale Carnegie þjálfuninni lærði ég að þekkja markmið reglulega og blása í mig eldmóði til að styrkleika mlna. Sjálfstraustíð og hugrekkið jókst ná þeim. og ég tíleinkaði mér nýjar aðferðir við að sigrast á Ég tók miklum framförum í tjáningu/framsögn og óþarfa áhyggjum og brjótast I gegnum hindranirl fmnst mér nú að ég getí tjáð mig á skýrari og Ég þjálfaði uþp áhrifaríkar leiðir tíl að setja mér hn'itmiðaðri hátt fýrir framan hóp af fólki. I'* Dale Carnegie0 Þjálfun Sími 555 7080

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.