blaðið


blaðið - 29.08.2006, Qupperneq 22

blaðið - 29.08.2006, Qupperneq 22
30 ÞRIÐJUDAGUR 29 . ÁGÚST 2006 blaðió íþróttir ithrottir@bladid.net Davies frá í sex vikur Kevin Davies, sóknarmaður Bolton, verður frá í alit að sex vikur vegna brákaðs kinnbeins sem hann hlaut eftir viðskipti sin við Hermann Hreiðarsson í leik Bolton og Charlton um helgina. Hermann fékk rautt spjald fyrir athæfið en Davies hélt áfram leik þar til hann fékk sjálfur að líta rauða spjaidið vegna oln- bogaskots. Hann er á leið i aðgerð í dag. Hi'aþrautin RÉTT SVÖR UOSJBQJBAJOct JBU|3 Zl ■puB|J3puns 'U 'L66L '01 'woy '6 '!)|09 '8 '||a/v\>|0B|a wabx L jnMSipBUB>) -g 'UJBH )S9M 'S 'isonpugia 'V 'UEHW OV ■£ 'S9|96uv SOO 'Z '90B|Bd |B)SÁJO ’l Siguröur Jónsson forfallaðist og kom Eysteinn í hans stað. Haukur Ingi sigrar með 11 réttum svörum gegn níu réttum svörum Eysteins. Haukur hefur sigrað fimm keppnir og er því fyrsti hugþrautarmeistari Blaðsins. I næstu viku mætast Orri Freyr Hjaltalín og Ólafur Ingi Skúlason. 1. Hvert var fyrsta enska liðið sem Her- mann Hreiðarsson lék með, þegar hann fór frá ÍBV1997? H: Crystal Palace. E: Crystal Palace. 2. Hvar voru sumarólympiuleik- arnir haldnir árið 1984? H: Los Angeles. E: Los Angeles. 3. Hvaða lið vann Meistaradeild- ina árið 2003, árið áður en Porto varð Evrópumeist- ari? H: AC Milan. E' Real Madrid. 4. Hvará land- inu starfar íþróttafélagið Hvöt? H: Blönduósi. E: Blönduósi. 5. Með hvaða liði lék Rio Ferdinand á árunum 1995-2000? H: West Ham. : WestHam. Villeneuve? H: Kanadískur. E: Svissneskur. 7. Hvað heitir knattspyrnustjóri Leeds United? H: Pass. E: Ég skýt bara á Andy Gray. 8.1 hvaða íþróttagrein keppir Ástralinn Stuart Appleby? H: Golfi. E: Golfi. 9. Frá hvaða borg kemur italska knattspyrnufélagið Lazio? H: Róm. E: Róm. 6. Hvers lenskurer Formúlu- ökumaður- inn Jacques 10. Hvaða ár unnu íslend- ingar Bermúdaskálina bridds? H: 1991. E: 1991. 4: m 12. Hvað heitir framkvæmdastjóri Handknattleikssam- bands íslands? H: Einar Þorvarð- arson. E Einar Þorvarð- arson. 11. Hvaða lið tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum í ensku 1. deildinni í knattspyrnu? H: Sunderland. E: Ég ætla að skjóta á Birming- ham. Trezeguet til Juventus? Franski landsliðsmaðurinn David Trezeguet gæti verið á leið- inni til Manchester United. Trez- eguet, sem er 28 ára, er sagður vilja fara frá Juventus eftir að liðið var dæmt niður um deild í sumar og þær sögur fengu byr undir báða vængi þegar hann var ekki í byrjunarliði Tórínóliðsins gegn Napólí í bikarnum um helgina. Talið er að Juventus vilji fá allt að 17 milljónir punda fyrir Trez- eguet en talsmenn liðsins hafa þó enn ekki viljað tjá sig um málið. Alex Ferguson, stjóri United, leitar enn að eftirmanni Ruud van Ni- stelrooy sem fór til Real Madrid í sumar og mun Frakkinn knái vera efstur á óskalista hans, auk Argentínumannsins Carlos Tevez sem hefur einnig verið orðaður við Rauðu djöflana. Spurningaljón Haukur Ingi er í mastersnámi i sálfrædi auk þess aó leika knattspyrnu með Fylki. Haukur Ingi Guðnason er fyrsti hugþrautarmeistari Blaðsins: Hefur alltaf verið grúskari Fylkismaðurinn Haukur Ingi Guðnason hefur unnið fimm hug- þrautarkeppnir og er því orðinn fyrsti hugþrautarmeistari Blaðsins. Haukur lagði að velli Guðmund Viðar Mete, Sævar Ólafsson, Grétar Örn Ómarsson, Þorvald Örlygsson og nú Eystein Húna Hauksson, góð- vin sinn og fyrrum samherja. Hug- þrautin fór af stað fyrir um hálfu ári og hafa margir góðir menn komist nálægt því að sigra, en það kom í hlut Keflvíkingsins knáa að vera fyrstur til að fara alla leið. „Þetta er mjög skemmtilegt. Ég fer náttúrlega ekki í neina keppni til að tapa,“ segir Haukur en vill ekki gera mikið úr afreki sínu. „Spurn- ingarnar eru auðveldar ef maður veit svarið við þeim og ég var hepp- inn að lenda á spurningum sem ég vissi svörin við. En það munaði nú tvisvar litlu að ég dytti út.“ Vafasamt Gettu betur Eysteinn sagði Hauk búa yfir gríðarlegri snilligáfu þegar kemur að íþróttafræðum en Haukur tekur þeim stóryrðum fálega. „Ég veit nú ekki með snilligáfu, en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og fylgst vel með. Ég hef gaman af því að sanka að mér alls kyns mis- hagnýtum upplýsingum og það má kannski segja að ég hafi alltaf verið grúskari," segir Haukur. Hann tók á sínum tíma þátt í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, fyrir hönd Fjölbrautaskóla Suður- nesja en segir farir sínar í keppn- inni þó ekki alveg sléttar. „Það var svo skemmtilegt við FS- liðið að það gat aldrei neitt. Eitt skiptið ákváðum við þó að reyna að hóa saman í almennilegt lið og gera eitthvað en FS hafði aldrei komist í sjónvarpið. Við náðum að vinna í fyrstu umferð og komumst í aðra umferð ásamt 13 öðrum liðum en MR fór beint í sjónvarpið minnir mig. Við unnum okkar viðureign í annarri umferð en hin sex liðin sem unnu komust áfram, ásamt stiga- hæsta tapliðinu úr fyrstu umferð og við komumst ekki áfram, þrátt fyrir að hafa unnið,“ segir Haukur, en kveðst aldrei hafa fengið skýringu á málinu. Haukur leggur stund á masters- nám í sálfræði og stefnir á doktors- nám í lífeðlisfræði í framhaldi af því. „Hugmyndin er að reyna að tvinna þetta saman. Sálfræðilegi þátturinn my ndi kannski felast í því að skoða árangur og hvernig best sé að ná árangri og lífeðlisfræðilegi þátturinn væri t.a.m. að vinna með offituvandamál og annað. Þetta er þó ekki alveg fullmótað ennþá.“ Nauðsyn að Qölga í efstu deild Eftir fína frammistöðu framan af sumri hafa Fylkismenn verið að missa flugið í Landsbankadeildinni undanfarið og aðeins fengið þrjú stig úr síðustu fimm leikjum. Haukur segist fáar skýringar hafa á því. „Við erum búnir að vera frekar daprir undanfarið og hreinlega hálf- meðvitundarlausir á köflum. Það vantar að við séum á tánum því eins og staðan er núna erum við langt frá því að vera sloppnir við fall. Þó að við séum núna í því sæti sem þjálfarar og fyrirliðar spáðu okkur í fyrir mót finnst mér að við eigum að vera hærra á töflunni. Við erum reyndar búnir að missa nokkra leik- menn í meiðsli og það munar um það. En þegar við spilum á fullri getu og allir leikmenn eru heilir er þetta lið sem á hæglega að geta blandað sér í toppbaráttuna,“ segir Haukur. Hann hefur sjálfur átt við erfið meiðsli að stríða undanfarin ár og viðureign Fylkis og Skagamanna á dögunum var fyrsti heili leikur hans í þrjú ár. „Þetta er orðinn ansi langur tími og búið að vera mjög pirrandi. Ég hefði reyndar aldrei enst þennan leik gegn Skaga- mönnum nema af því að Fjalar rot- aðist og Christian meiddist. Ég er ekki orðinn eins góður og ég myndi vilja en verð það vonandi á næsta tímabili. Það er bara svo hrikalega leiðinlegt hvað tímabilið er stutt og undirbúningstímabilið langt,“ segir Haukur og kveðst vera mikill tals- maður þess að fjölgað verði í efstu deild. „Það er engin spurning að það á að fjölga í deildinni og þá á líka að reyna að koma á föstum leikdögum. Maður veit oft ekkert hvenær næsti leikur verður og hvað þá stuðnings- mennirnir. Það er sagt að það sé ekki verið að leika marga leiki á kvöldi svo að fólk geti farið á fleiri en einn leik I hverri umferð, en fólk er einfaldlega ekkert að borga sig inn á nokkra leiki. Það eru bara þeir sem eru með frímiða sem gera það. Ég er algjörlega á því að það eigi að fjölga og það fljótt," segir Haukur.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.