blaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST2006 blaöiö Kópavogur: Eftirför endaði með árekstri Lögreglan í Kópavogi handtók þrjá pilta um tvítugt fyrir að vera á stolnum bíl eftir að hafa veitt þeim eftirför. Pitlarnir stálu Subaru-bifreið í Reykjavík, en þegar lögreglan í Kópavogi bað þá um að stöðva bifreiðina hunsuðu þeir það. Eft- irförin endaði í Laugardalnum þar sem þeir óku á lögreglubíl. Nokkrir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni. Varð fyrir líkamsárás þegar hann ætlaði að kaupa í matinn: Laminn í matvörubúð ■ Kýldur hjá klakavélinni ■ Óttast hefndir piltsins ■ Árásin á myndbandi Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Ég gekk inn á milli rekka þar sem klakavélin er og þar kýlir drengurinn mig í bakið," segir Antony sem lenti í fólskulegri líkamsárás unglings í n/n í Breiðholti í fyrradag. Antony, sem vill ekki gefa upp föð- urnafn sitt af ótta við hefndaraðgerðir piltsins, segir að deilur þeirra á milli hafi byrjað fyrir utan búðina. Hann gekk áleiðis til n/n í góðri von um að kaupa sér kvöldmat þegar hann sér þrjá unglingspilta fyrir utan versl- unina. Að sögn Antonys hófu þeir að uppnefna hann með allskonar óþverranöfnum. „Mér brá dálítið við þessar svívirð- ingar þannig að ég sagði þeim að ég hefði ekkert gert á þeirra hlut, svo ætlaði ég að ganga mína leið,“ segir Antony sem er enn ansi brugðið eftir búðarferðina. Einn piltanna grýtir í hann gosflösku en Antony flýr þá inn í verslunina. Pilturinn sem hafði sig mest frammi í svívirðingunum hleypur þá til hans inn í búðina og spyr hvort hann vilji vera laminn. Fyrirvaralaust lætur hann höggin dynja á honum við klakavélina en An- tony nær að skýla andliti sínu. Flest höggin dundu á baki hans en Antony tók á rás og hljóp undan honum úr búðinni. Það var ekki fyrr en honum tókst að flýja undan árásarmann- inum í bakarí að hann náði að hringja á lögregluna. Hún kom stuttu síðar en þá voru piltarnir farnir á brott. Að sögn Antonys fór hann á spítala eftir atvikið og fékk áverkavottorð. Hann reyndist nokkuð marinn og sár á bakinu eftir árásina. „Ég er alveg hissa á þessu og skil ekki þessar árásir,“ segir Antony sár yfir pörupiltunum. Hann segir að það sé orðið ansi slæmt ef fólk í hverf- inu geti ekki gengið óhult í næstu mat- vörubúð. Aðspurður segir Antony að hann muni ekki versla þarna í nán- ustu framtíð. Hverfislögregla Breiðholts hafði heyrt af málinu. Hún segir að ástandið hafi sem betur fer batnað undanfarna mánuði en ávallt megi finna svarta sauði. Einn starfsmaður stöðvarinnar er sérhæfður í að vinna með unglingunum og hafa þeir með samhentu átaki bætt ástandið til muna að sögn varðstjórans. Enginn öryggisvörður er í 11/11 í Breiðholti en það mun hafa verið reynt einu sinni. 1 ljós kom að engin þörf var á því. Svona tilfelli munu ekki hafa komið upp áður í búðinni en hún er vel vöktuð með öryggis- myndavélum. Atvikið náðist á mynd- band og hefur lögreglan það undir höndum og rannsakar málið. STANGARHYL 4 SÍMI 567 4142 WWW.RAESTIVORUR.IS Opið \ irk;i daga frá kl. 10-18 og íaugardnga trá ki io-if« Mörkinni 6, Sími 588-5518 Útsala 50% Síðustu dagar Jakkar, úlpur, vesti, kápur stuttar og síðar. Deila enn um lykilatriði í Miðausturlöndum: Aflétta ekki herkvínni Israelsk stjórnvöld höfnuðu kröfu Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um að aflétta herkví án tafar á Líbanon. Annan segir að herkvíin sé „nið- urlægjandi” fyrir Líbani og að það tefji fyrir enduruppbyggingu lands- ins. Ehud Olmert, forsætisráðherra, sagði eftir fund sinn með Annan í gær að ísraelsmenn myndu ekki af- létta herkvínni fyrr en öll skilyrði vopnahlésins væru komin í fram- kvæmd. Olmert sagðist ennfremur vona að það myndi gerast fljótlega og að það gæti leitt til beinna við- ræðna milli stjórnvalda í ísrael og Líbanon. Fuad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, útilokar hinsvegar slíkt og sagði í gær að Líbanon yrði síð- asta Arabaríkið sem myndi gera friðarsamning við Israel. Israelar hafa lengi sóst eftir friðarsamningi við Líbani en Siniori sagði í gær að slíkur samningur væri útilokaður nema hann byggðist á tillögum Ar- ababandalagsins frá því árið 2002 um forsendur varanlegs friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Annan hefur verið á ferðalagi um Miðausturlönd til þess að tryggja stoðir hins brothætta vopnahlés á milli Israelsmanna og skæruliða Hizballah. Aðalritarinn hefur meðal annars lagt mikla áherslu á að her- kvinni verði aflétt til þess að flýta fyrir enduruppbyggingu Líbanons í kjölfar eyðileggingarinnar vegna FRIÐARGÆSLULIÐIÐ SEM FER TIL LÍBANON Erfiðlega hefur gengið að manna fimm- tán þúsund manna fjölþjóðaherlið sem á að tryggja friðinn í suðurhluta Líbanons. Hinsvegar virðist vera að koma mynd á það og eftirfarandi þjóðir hafa samþykkt að leggja fram herafla sem hér segir; FRAKKLAND: II Frakkar eru reiöubúnir að hafa yfirumsjón með liðinu og leggja fram tvö þúsund hermenn. ITALÍA: II Tvö til Þrjú þúsund hermenn BANGLADESS: B Tvö þúsund hermenn MALASÍA: ■ Eitt herfylki (e. battalion) SPÁNN: zzz Tólfhundruð hermenn INDÓNESlA: Eitt herfylki NEPAL: Eitt herfylki mm DANMÖRK: Að minnsta kosti tvö herskip mm PÓLLAND: ■■i Um fimm hundruð hermenn BELGÍA: II Um þrjú til fjögur hundruð hermenn ■■■■ i ÞÝSKALAND: Landamæraverði, engar hersveitir NOREGUR: Um hundrað hermenn SIS átakanna sem geisuðu milli Israels- manna og Hizballah í rúman mánuð. ísraelsmenn hafa haldið landinu í herkví í um sex vikur til þess að koma í veg fyrir að vopnasendingar berist til skæruliða Hizballah. Á blaðamannafundi með Olmert í gær sagði Annan að hann vonaðist til þess að ísraelsmenn myndu end- anlega draga herlið sitt frá Líbanon þegar fjöldi fjölþjóðaherliðsins væri kominn í fimm þúsund og sagði að það myndi gerast á „næstu dögum”. Olmert sagði hinsvegar að ekki væri hægt að velja og hafna hvaða skilmála vopnahlésins ætti að upp- fylla og ísraelar myndu ekki standa við sínar skuldbindingar fyrr en allir þættir þess væru komnir í framkvæmd. Meðal þessara þátta er að fjölþjóðaherlið Sameinuðu þjóðanna í Líbanon telji 15 þúsund manns og að það styðji við bakið á líbanska hernum til að vernda full- veldi landsins. Olmert ítrekaði enn- fremur að Hizballah þyrfti að leysa tvo ísraelska hermenn úr haldi en ránið á þeim þann 12. júlí var upp- hafið að hernaðaraðgerðum Israela í Líbanon. Annan var í Líbanon á þriðjudag og ræddi meðal annars um lausn gíslanna við Fuad Siniora á þiðju- dag. Erlendar fréttastofur herma að unnið sé að lausn þeirra að tjalda- baki. Kofi Annan mun einnig ferð- ast til Sýrlands og Irans í vikunni og freista þess að styrkja stoðir vopna- hlésins, en Hizballah sækir stuðning sinn fyrst og fremst til stjórnvalda í Damaskus og klerkastjórnarinnar í Teheran.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.