blaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 9
blaöiö FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006
FRÉTTIR I 9
Lögreglan:
Rifrildi um
bílastæði
Á síðastliðnum dögum
hafa tvö tilfelli komið upp
þar sem lögreglan er kölluð
út vegna rifrildis um bíla-
stæði. Lögreglan segist reyna
að leysa slíkar deilur eftir
fremsta megni enda geta þær
auðveldlega undið upp á sig.
Samkvæmt lögreglunni munu
slíkar deilur hljóma dálítið
hjákátlega en stundum þurfi
ekki mikið til þess að fólk
missi stjórn á sér. Skemmst er
að minnast þess að maður var
dæmdur fyrir að rassskella
konu í deilu um stæði á síðasta
ári.
Hugo Chavez:
Styður
Sýrlendinga
Hugo Chavez, forseti Venesú-
ela, lýsti því yfir í gær að hann
myndi standa með Sýrlend-
ingum í baráttunni gegn fram-
rás heimsvaldasinnaðra Banda-
ríkjamanna í Miðausturlöndum.
Chavez, sem kom til Sýrlands í
gær í opinbera heimsókn, meðal
annars til þess að innsigla sam-
starf þjóðanna á sviði orkumála,
var fagnað af þúsundum manna
á götum Damaskus að sögn
erlendra fréttamiðla. Forsetinn
fundaði með sýrlenska starfs-
bróður sínum, Bashar al-Assad,
í gær. Assad fagnaði stuðningi
Chavez við Sýrlendinga gegnum
tíðina og baráttu hans fyrir mál-
stað palestínsku þjóðarinnar.
Á sama tíma og spenna á
milli ríkisstjórnar Chavez og
Bandaríkjamanna fer vaxandi
hefur hann ræktað nánari tengsl
við ýmsar ríkisstjórnir sem
Vesturlönd líta hornauga, þar á
meðal klerkastjórnina í Teheran.
Ákvörðun Chavez um að kalla
heim sendiherra Venesúela í
ísrael í kjölfar þess að átökbrut-
ust út á milli ísraelsmanna og
skæruliða Hizballah í Líbanon
varð til þess að auka hylli hans í
Arabaríkjunum.
Venesúelamenn eru, líkt og
íslendingar, í framboði til setu
í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna og Bandaríkjamenn vinna
hörðum höndum gegn því að
þeir nái kjöri.
Ermarsund Benedikts S. Lafleur:
Talar við hafið
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
Benedikt S. Lafleur reiknar með að
hefja sund sitt yfir Ermarsund til
styrktar baráttunni gegn mansali á
morgun.
„Við bíðum eftir að aðstæður verði
hagstæðar sem verður vonandi sem
fyrst. Ég bíð bara eftir kalli skipstjór-
ans sem mun fylgja mér yfir til Frakk-
lands. Maður vonar að veðurguðirnir
fari að haga sér skikkanlega svo að
hægt sé að hefja sundið."
Benedikt er nú í Dover í Englandi
ásamt þriggja manna fylgdarliði.
Hann hefur undirbúið sig vel fyrir
sjósundið með ýmsum hætti. „Ég hef
verið að synda, hugleiða, lyfta lóðum,
styrkja mig líkamlega, verið hjá nudd-
ara og lesið bækur sem eru sálfræði-
lega góðar. Þá hef ég reynt að hvíla
mig eins og ég get inn á milli. Búið er
að leggja lokahönd á undirbúninginn
og ég hlakka mikið til sundsins.“
Leiðin frá Dover til Calais í Frakk-
landi er um 32 kílómetrar að lengd
en vegna strauma er sundleiðin um
36 kílómetrar. „Maður verður að gera
ráð fyrir að sundið taki allt upp í tutt-
ugu tíma. Ég mun stoppa á klukku-
tíma fresti þar sem ég fæ næringu, en
Reiknar með að hefja sundið á morgun 36 kílómetra sund á tuttugu tímum
stoppin verða ekki lengri en mínúta í landsmegin eru þeir sérstaklega erf-
hvert sinn.“ Að sögn Benedikts er sjór- iðir. 1 dag ætla ég niður á strönd til að
inn milli átján og nítján gráður. „Ég hvísla einhverjum orðum að hafinu
þoli kuldann mjög vel. Ég hef mestar og taka þetta á sálfræðinni," segir
áhyggjur af straumunum, en Frakk- Benedikt og hlær.
Viöurkenndur
HP söluaöili
24“ HP LCD
Vörunúmer: HP LP2465
21“ LCD skjár
Vórunúmer: Samsung 215TW
Stæró: 2T' iWide screenl
Upplausn: 1680x 1050
Birta i nits: 300
Skerpa: 1000:1
Viðbragðstími: 8ms
Inngangar: DVI. RCA. SVHS
Mynd í mynd
Ábyrgð: 2 ár
20“ LCD skjár
Vörunúmer- Samsung 204B
Stærð: 20“
Upplausn: 1600 x 1200
Birta í nits: 300
Skerpa: 800:1
Viðbragðstimi: 5ms
Ábyrgð: 2 ár
Stærð: 24" LP2465TFT (Wide Screen)
Upptausn: 1920X1200 á 60Hz
Birta í nits: 500
Skerpa: 1000:1
Viðbragðstími: 6ms
Ábyrgð: 3 ár
TOLVUVERSLUN
Vorunumer- HP nx6310
Orgjorvi intel® Ceieron® M processor410
H 46-GHz 533-MHz FSB. 1-MB L2 cache)
Skjar 15.0 TFT XGA 11024x768 upplausn)
Minm 512MB 533-MHz DDR2 SDRAM
Harðut diskur 60GB 5400rpm Smart Sata
Dnf DVD+/-RW skrifan
Skjakort: Intet Graphics Media Accelerator 950
Tengi: 2 USB 2.0. VGA. Mic In, Line OutFirewire
HVERNIG VILT ÞU
iVflNS
£
^vm/OG
’3 TOMMUFV
GfíVf/KT vm
HP nx6310