blaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 blaðiö
Skemmtiferðaskip:
Yfir 100.000
farþegar
Talið er að tekjur vegna komu
erlendra skemmtiferðaskipa til
landsins nemi 450 til 650 millj-
ónum, samkvæmt upplýsingum
frá samgönguráðuneytinu. Alls
er gert ráð fyrir að um 190 er-
lend skemmtiferðaskip með yfir
100 þúsund farþega hafi komið
og komi til landins í sumar
og hafa flest þeirra viðkomu í
Reykjavíkurhöfn.
Tekjur vegna hafnar- og
vitagjalda eru á bilinu 130 til 150
milljónir og þá er talið að ferða-
menn sem í land koma eyði um
300 til 500 milljónum króna í
vörur og þjónustu.
írak:
Ekkert lát á
ofbeldisöldunni
Á fimmta tug manna féllu í
valinn í sprengjuárásum í Irak
í gær, þar á meðal tuttugu og
fjórir sem féllu eftir að sprengja
sprakk á markaðstorgi í Bagdad.
Á fjórða tug særðust í árásinni. Á
sama tíma og sprengjan sprakk
féllu tveir og á fjórða tug særð-
ust i öðru tilræði í borginni. I
Hilla, sem er um 100 kílametra
suður af Bagdad, féllu tólf og um
íjörutíu særðust þegar sprengja
sprakk við skrifstofu íraska
hersins. Þrátt fyrir að ekkert lát
virðist á skálmöldinni í landinu
segja írösk yfirvöld og yfirmenn
bandaríska heraflans í landinu
að árangur sé að nást i barátt-
unni gegn vígamönnum. Benda
þeir á að í kjölfar hertra öryggis-
aðgerða hafi mortíðnin í landinu
lækkað töluvert frá því í síðasta
mánuði.
Leifsstöð:
Aldrei fleiri
ferðamenn
Tæplega 67 þúsund erlendir
ferðamenn komu hingað til
lands í síðastliðnum júlímánuði,
samkvæmt ta'.ningu Ferðamála-
stofu á Keflavíkurflugvelli. Þeir
hafa aldrei verið fleiri.
Sem fyrr koma flestir ferða-
menn frá Norðurlöndunum og
Þýskalandi eða tæplega 25 þús-
und manns. Um 9 þúsund komu
frá Bandaríkjunum.
Frá áramótum hafa um 216
þúsund erlendir ferðamenn
farið um Leifsstöð. Á sama tíma
i fyrra voru þeir 203 þúsund og
fjölgar því um 13 þúsund milli
ára eða 6,3 prósent.
Fjöldi fólks enn án atvinnuúrræða þegar varnarliðið fer:
Suðurnesjamenn bíða
örlagadagsins mikla
Lýst eftir nefnd ráðuneytanna ■ Niðurdrepandi ástand ■ Bandaríkjamenn virrðast mega allt
Nefnd á vegum ráðuneyta um mögu-
leg atvinnuúrræði á Suðurnesjum
verðist ekki vera að vinna vinnuna
sína, að minnsta kosti ekki í samráði
við hagsmunaaðila þar á bæ. Hátt í
þrjú hundruð einstaklingar eru enn
án úrræða þegar örlagadagurinn nálg-
ast óðum en 30. september rennur
uppsagnafresturinn út og fólkið
stendur eftir atvinnulaust. Flestir
þeirra hafa í marga áratugi starfað
hjá Varnaliðinu og jafnvel aldrei
unnið utan vallar og því eru margir
þeirrar skoðunar að gera eigi kröfu á
Bandaríkjamenn að leysa það fólk út
með starfslokasamningum og þakka
þannig fyrir samstarfið. Undarlegt
er hversu lítið heyrist opinberlega af
gangi viðræðna við Bandaríkjamenn
og fáar hugmyndir hafa komið fram
frá stjórnvöldum um hvernig eigi að
leysa úr því atvinnuleysi sem virðist
blasa við á Suðurnesjum.
„Það eina sem hefur gerst eftir sjok-
kið þegar Bandaríkjaher tilkynnti
brottförina er að tíminn hefur
liðið og trén hafa hækkað," segir
Kristján Gunnarsson, formaður
Starfsgreinasambandsins.
Digurbarkalega yfirlýsingar
Samningaviðræður við Bandaríkja-
menn um varnarsamstarf standa enn
yfir en ljóst er að þeir leggja mikið
undir til að komast sem fyrst burtu
með starfsemina á Suðurnesjum.
Innan við mánuður er þar til uppsagn-
arfrestur starfsmann rennur út og þvi
miklar líkur á fjölda fólks sem standi
eftir atvinnulaus eftir þann dag.
„Örlagadagurinn nálgast og á
þriðja hundrað er enn án atvinnuúr-
ræða hér á Suðurnesjum. Það blasir
ekkert annað við en mikið atvinnu-
leysi. Þrátt fyrir digurbarkalegar yf-
irlýsingar stjórnvalda þá er nákvæm-
lega ekkert að gerast í þessum málum,“
segir Kristján.
Hár meðalaldur
Kristján bendir á að stór hluti þessa
fólks hafi starfað i áratugi hjá Varn-
arliðinu og erfitt sé fyrir það fólk að
lenda skyndilega í þeirri stöðu að
finna sér annað starf.
„Meðalaldur þeirra sem þurfa að
fara aftur út á vinnumarkaðinn er
mjög hár, ríflega fimmtíu ár. Við
höfum bent á að starfslokasamningar
eiga hér vel við og jafnvel hugtakið
flýtt starfslok. Okkur þykir eðlilegt
að Bandaríkjamenn beri atvinnupólit-
íska ábyrgð á þessu og þeir greiði fyrir
starfslokþessa fólks,“ segir Kristján.
„Ég hefði viljað sjá þá nefnd sem
.skipuð var gera eitthvað, þeir eru ekk-
ert að funda né fara yfir málin. Frum-
kvæði nefndarinnar er ekkert og það
er bara verið að bíða eftir 30. sept-
ember án þess að aðhafast neitt. Við
sitjum eiginlega eins og aumingjar og
gerum ekkert í málinu.“
Hvar er nefndin?
Ketill G. Jósefsson, forstöðu-
maður Svæðisvinnumiðlunar
Suðurnesja, tekur undir
gagnrýni Kristjáns um störf /
nefndar á vegum ráðuneyt-
anna sem vinna á í atvinnuúr- .
ræðum á Suðurnesjum. Hann
hefur jafnframt áhyggjur af
því hversu rólegt hefur
verið hjá sér miðað við
hversu stutt er í endan
legan brottflutn-
ing Varnarliðsins.
„Gallinn er sá að
fólkið er enn að
vinna samkvæmt uppsagnarfresti og
það er ekki enn farið að leita til okkar
af þeim sökum. Umferðin hjá okkur
hefur verið litil að mínu mati og því
hætt við sprengju þegar uppsagna-
fresturinn rennur út.“
Ketill segir að verið sé að skipu-
leggja námskeið sem miði sérstaklega
við þarfir eldra starfsfólksins því stór
hluti hópsins sé eldra fólk.
„Það verður að bregðast við sérstak-
lega við með tilliti til þess. Flestir í
þeim hópi sem enn er án atvinnu hafa
unnið þarna svo áratugum skiptir og
jafnvel aldrei unnið utan vallarins,"
segir Ketill.
„Sú nefnd sem huga átti að atvinnu-
úrræðum á Suðurnesjum hefur ekki
verið í samvinnu við okkur. Við erum
sú skrifstofa sem þarf að mæta þessu
fólki þegar uppsagnafrestur þess hjá
Varnarliðinu rennur út.“
Hundraðá mann
Hjá Svæðisvinnumiðlun Suður-
nesja starfa þrír starfsmenn þannig
að miðað við spá Ketils þá verður
mikið álag á þeim bænum eftir að ör-
lagadagurinn rennur upp. Miðað við
þann fjölda sem verða atvinnulausir
þegar herinn fer þá reiknast hundrað
einstaklingar á hvern starfsmann hjá
vinnumiðluninni.
„Við munum vera með námskeið á
haustönninni fyrir þann hóp sem eldri
er því hinir yngri hafa flestir fundið
sér vinnu. í framhaldinu munum við
reyna að finna störf sem henta öldr-
uðum eða veikburða einstaklingum.“
Formaður Starfsgreinsambandsins
hefur einnig lýst yfir áhyggjum af því
að umrædd nefnd sé ekki starfandi
þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýs-
ingar stjórnvalda og Ketill segir aðila
of mikið vera að bauka hver í sínu
horni.
„Við höfum ekki orðið vör við
þessa nefnd. Það er of mikið um það
að hver sé bauka í sínu horni í stað
þess að vinna saman í því að leysa
vandann,“ segir Ketill.
m
„Fólk hefur verið að leita eftir upplýs-
ingum en við hefðum viljað sjá meiri
umferð því það styttist óðum í þann
dag sem uppsagnarfrestur fólksins
rennur út. Eg hugsa einn dag í einu
og við reynum að taka hér vel á móti
öllum. Ég er ekki banginn á framtíð-
ina og með hækkandi sól þá held ég
að málin verði leyst.“
Nefndin er við störf
Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoð-
armaður forsætisráðherra, segir nefnd-
ina hins vegar vera við störf. „Boðað
hefur verið til fundar hjá nefndinni í
næstu viku og hún hefur hist tvisvar
hingað til, að því ég best veit. Varð-
andi starfslokasamninga þá er það
alfarið í höndum atvinnurekenda og
verður ekki til umræðu hjá samninga-
nefndinni,“ segir Ragnheiður Elín.
Nóg af atvinnuúrræðum
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykja-
nesbæjar, telur jákvætt hversu margir
hafa nú þegar fundið annað starf en
segir ljóst að ákveðinn hópur hafi
verið að leita að starfi en ekkert fengið.
„Ekkert hefur gengið eða rekið í við-
ræðum við ríkið eða Bandaríkjamenn
um stuðning við þann hóp sem erfið-
ast á með að finna nýtt starf. Það er
ákveðinn fjöldi starfsmanna sem hafa
valið að klára sinn uppsagnarfrest. I
þeim hópi eru ýmsir sem gætu átt í
erfiðleikum með að fá önnur störf,
bæði fyrir aldurs sakir og sérhæfingar.
Æskilegt hefði verið að leggja áherslu
á það strax gagnvart bandarískum
yfirvöldum að tryggja réttindi þessa
hóps," segir Árni.
„Það virðist vera rólegt að gera hjá
vinnumiðluninni og því spurning
hvort fólk sé nokkuð að hafa áhyggjur
af þessu. Hins vegar hafa margir
leitað til ráðgjafarstofunnar og það er
jákvætt. Hörgull er á starfsfólki á Suð-
urnesjum og mikið auglýst af lausum
störfum. Þetta er spurning um val
hjá þeim sem eiga eftir að fá atvinnu,"
bætir Árni við.
Trausti
Hafsteinsson
skriíarum
atvinnuhorfur
U áSuðumesjum
Jóhannes B. Halldórsson
Að sjálfsögðu átti að veita
fólki starfslokasamninga.
Arni Sigfússon
Spurning hvort fólk sé nokkuð
að hafa áhyggjur af þessu.
Fréttaljós trausti@bladid.n
llla komið fram við okkur
Jóhannes B. Halldórsson, þungavéla-
maður á Keflavíkurflugvelli, hefur
starfað fyrir Varnarliðið síðastliðin
þrjátíu ár. Hann er ekki sáttur með
framferði Bandaríkjahers.
„Mér finnst þetta vera frekar niður-
drepandi. Bandaríkjaher er ekki að
koma vel fram við starfsfólkið sitt.
Fólki er gert skylt að hanga þarna
fram á síðasta dag án verkefna og án
verkfæra. Við höngum bara þarna
yfir engu og horfum út 1 loftið,“ segir
Jóhannes.
„Sumir eru ekki að trúa því að það
sé að missa vinnuna. Það er fólk
þarna sem hefur starfað í 30-40 á
vellinum og ansi erfitt fyrir það að
þurfa skyndilega að skipta um vinnu.
Áð sjálfsögðu átti að veita fólki
starfslokasamninga."
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar veltir
fram þeirri spurningu hvort að þeir
sem séu að vinna af sér uppsagnar-
frestinn hafi ekki áhyggjur af gangi
mála útfrá því hversu rólegt er að gera
á vinnumiðluninni. Auðvitað er það
sjónarmið út af fyrir sig hvort fólk
vilji að missa af þeim tekjum sem bjóð-
ast í því að vinna af sér uppsagnarfrest-
inn en hefði ekki verið snyrtilegra að
greiða fólki út þá upphæð og gefa fólki
á meðan tækifæri að leita sér að nýjum
atvinnutækifærum. Gera má ráð fyrir
því að ástandið sé niðurdrepandi fyrir
það fólk sem missir þarna atvinnu
sína eftir að hafa unnið sig upp hjá
hernum i marga áratugi, sótt fjölda
námskeiða og jafnframt hækkað sig
í launum. Það er með ólíkindum að
því starfsfólki sé ekki sýnd meiri
virðing af fyrrum atvinnu-
rekendum sínum en
v k svo að ekki komi til
ÍÉ greina að gera starfs-
■ lokasamninga og
1-S ekki nóg með það
VlrÍlife ^ þaff fólkið að
hanga í vinnunni
án nokkurra verk-
efna eða verk-
færa því það er
búið að tæma
skrifstofur þess
og fjarlægja
atvinnutæki.