blaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 blaðið Samkynhneigt kyntákn Ijúlímánuði 1985 var umheim- inum tilkynnt að leikarinn og kyntáknið Rock Hudson væri smitaður af eyðni. Fréttirnar vöktu gríðarlega athygli en leikarinn hafði á hvíta tjald- inu þótt vera glæsileg ímynd hins gagnkynhneigða manns. Rock Hud- son lést nokkrum mánuðum eftir að tilkynnt var um veikindi hans og var fyrsta bandaríska stórstjarnan sem lést úr eyðni. Rock Hudson fæddist árið 1925 og hét réttu nafni Roy Harold Scherer. Faðir hans yfirgaf móður hans þegar hann var barn. Móðirin giftist aftur og stjúpfaðir Rocks lagði margoft hendur á hann. Eini félagi hans á æsku- og unglingsárum var móðir hans sem hann sagði hafa verið sér sem móðir, faðir og stóra systir. Hann bar ákafa ást til hennar og var harmi sleginn við dauða hennar árið 1972. fmynd karlmennskunnar Tuttugu og tveggja ára gamall kynntist hann Henry Wilson sam- kynhneigðum umboðsmanni sem breytti nafni hans í Rock Hudson og útvegaði honum hlutverk í kvik- myndinni Fighter Squadron þar sem tók 38 tökur að fá hann til að segja eina setningu á sómasamlegan hátt. Hann lék í 25 kvikmyndum áður en hann sló í gegn í kvikmynd- inni Magnificent Obsession þar sem hann lék á móti leikkonunni Jane Wyman. Einhver sagði að áhrifa- mesti leikur Rocks í þeirri mynd hefði verið þegar hann fór úr skyrt- unni til að þvo sér um hendurnar. Hann þótti aldrei tiltakanlega góður leikari og vinsældir átti hann ekki síst að þakka fögru og karlmann- legu útliti. Árið 1956 var hann þó tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinni í Giant og tveimur árum síðar útnefndi Look Magazine hann stjörnu ársins. Hann naut sérstakra vinsælda fyrir leik sinn í þremur myndum með Doris Day, Pillow Talk, Lover Come Back og Send Me No Flowers. Mestrar velgengni naut hann á árunum 1957-1964. Rock Hudson var aldrei hrósað fyrir gáfur en hann þótti samvinnu- fús við blaðamenn og var afar vin- sæll af samstarfsmönnum vegna alúðlegrar framkomu og örlætis. Hann las ekki bækur og hafði engan áhuga á stjórnmálum og trúmálum. Hann sagði eitt sinn: „Einhver spurði mig einu sinni hvaða lífsskoð- anir ég aðhylltist og ég svaraði ein- hverju fáránlegu þegar ég hefði átt að segja: hvernig í andskotanum á ég að vita það?“ Hjónaband til málamynda Rock Hudson var samkyn- hneigður en viðurkenndi það ekki opinberlega. Hann hafði mikla kynorku og leitaði margoft á unga karlmenn sem léku aukahlutverk í myndum hans. Meðleikurum hans og ýmsu fjölmiðlafólki var vel kunn- ugt um kynhneigð hans og umboðs- maður hans hafði nóg að gera við að fá það fólk til að þegja yfir vitneskju sinni. Meðal elskhuga hans var leik- arinn Jim Nabors en vegna ótta við umtal slitu þeir sambandinu. Opin- ber vitneskja um kynhneigð Rocks hefði sennilega orðið til þess að eng- inn hefði viljað ráða hann í vinnu í Hollywood. Hann kvæntist til mála- mynda Phyllis Gates, ritara umboðs- manns síns, árið 1955. Þegar vinur hennar sagði henni að Rock héldi framhjá henni spurði hún: „Hvað heitir hún?“ og fékk svarið: „Þú ert svo barnaleg, það er engin hún, það er hann.“ Phyllis sótti um skilnað. I tíu ár bjó Rock með elskhuga sínum Tom Clark sem reyndist honum tryggur félagi. Þeir slitu sambandi sínu tveimur árum fyrir dauða Rocks en Clark sneri aftur þegar Rock greindist með eyðni og hjúkraði vini sínum af mikilli umhyggju.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.