blaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 13
blaðiö FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 FRÉTTIR I 13 Samkeppnisvísitala þjóða: s Island hefur aldrei staðið betur ísland hefur færst úr 38. sæti í það sjöunda á tíu árum í mælingum Al- þjóðaefnahagsstofnunar- innar (WEF) á samkeppn- isvísitölu hagvaxtar. „íslendingar standa mjög vel samkvæmt þessum niðurstöðum og höfum við verið að bæta stöðu okkar á und- anförnum árum,“ segir Hallgrímur Jónasson, for- stjóri Iðntæknistofnunar, um niðurstöður skýrslu stofnunar- innar um samkeppnisstöðu þjóða. Vísitalan er reiknuð út frá þremur undirvísitölum; tækniþróun, efna- hagsskilyrðum og skilvirkni opin- berra stofnana. Hallgrímur segir að bætt staða íslands skýr- ist einna helst af því að atvinnulífið hafi tekið stakkaskiptum í kjölfar einkavæðingar, aukins hagræðis ogbættra starfs- skilyrða. „Við vekjum hins vegar athygli á að á næstu árum mun Alþjóða- efnahagsstofnunin notast við annars konar módel. Þar verður meira tekið mið af alþjóðaviðskiptum þar sem almenn efnahagsskilyrði, svo sem launaþróun, gengi, vextir og verðbólga skipta meira máli. Samkvæmt okkar mati munum við þá færast úr sjöunda sæti í það sex- tánda,“ segir Hallgrímur. SAMKEPPNIS- STAÐA ÞJÓÐA 1. Finnland 2. Bandarikin 3. Svíþjóð 4. Danmörk 5. Taiwan 6. Singapore 7. ÍSLAND 8. Sviss 9. Noregur 10. Austurríki mggm Losun gróðurhúsalofttegunda: Lónin slæm fyrir andrúmsloftið Binding kolefnis minnkar ■ Ákveðnar fórnir fylgja vatnsaflsvirkjunum'ájj Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Lón eins og þau sem verða til vegna virkjana draga úr bindingu kolefnis. „Ef grugg sest til í lóni má leiða líkur að því að minna kalsíum leys- ist upp í lóninu, en ef það hefði borist út í sjó,“ segir Sigurður R. Gíslason, jarðefnafræðingur hjá Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands. „Sökum þessa nýtist minnihluti gruggsins til að binda kolefni og þar með draga úr losun gróðurhúsalofttegunda." Talsmenn álvera hér á landi nota það oft sem rök að mikill útblástur gróðurhúsalofttegunda sparist við að notast við vatnsaflsvirkjanir í stað virkjana sem byggðar eru á jarðefnaeldsneyti. „Þetta er að hluta til rétt sem þeir segja, þar sem betra er að framleiða raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum án þess að brenna lífræna orkugjafa og þar með framleiða koldíoxíð. Það eru hins vegar ákveðnar fórnir sem þarf að færa, eins og mikið hefur verið rætt um í sambandi við Kárahnjúkavirkjun.“ Sigurður hefur ásamt öðrum rannsakað kalsíumflæði, bæði í upplausn og með gruggi, í þremur jökulám á Norðausturlandi og þýð- ingu gruggs í straumvötnum fyrir kolefnisbúskap jarðarinnar. „Menn hafa verið að horfa á uppleyst efni í árvatni og hvað þau gera, en ekki rannsakað gruggið og áhrif þess á bindingu koldíoxíðs. Rannsóknir okkar benda til þess að grugg í straumvötnum, sérstaklega á eld- fjallaeyjum eins og á íslandi, geti leyst upp að hluta í sjó og bundið koldíoxíð þar. Þannig á grugg í ám í raun þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.“ Sigurður segir flutninga gruggs til sjávar mun loftlagsháðari en flutning uppleystra efna. „Menn hafa litið framhjá þessu atriði þegar verið er að skoða hvað stjórni lofts- lagi á jörðinni til langs tíma. Það liggur í augum uppi að þetta hefur áhrif á bindingu koldíoxíðs í and- rúmslofti. Hve mikil áhrifin eru vitum við hins vegar ekki fyrr en eftir að búið er að fá niðurstöður úr mælingum sem verða gerðar eftir að Kárahnjúkavirkjun verður gangsett." /JW £e?(P6~ ** 4* Verid velkomin á Ljósanótt í Reykjanesbæ Á Hótel Keflavík er alltaf Ljósanótt! Við höfum opnað nýja vefsíðu: www.hotelkeflavik.is Hótel Keflavík | Vatnsnesvegi 12, 230 Keflavík, lceland | Tel. +(354) 420 7000 | Fax. +(354) 420 7002 | s

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.