blaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 27
blaöið FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006
Háskólanám ytra og heima
Alls lærðu 319 landbúnaðar-, matvælafræði og
þjónustu í háskólum á landinu í fyrra en 82 erlendis.
Kynjaskiptingin er nokkuð jöfn. Konur 186 á móti 133
körlum hér heima en 47 á móti 35 sem sóttu skóla
erlendis, samkvæmt Hagstofunni.
cr *
27
Nýr forseti félagsvísindadeildar
Dr. Jón Ólafsson heimspekingur hefur tekið við
starfi forseta félagsvísindadeildar Viðskiptaháskól-
ans á Bifröst.
Leiklist
í skólastarfi
Jonothan Neelands,
dramasérfræðingur
við University
of Warwick í
Englandi, heldur
tvö námskeið
um leiklist í
kennslu hér á
landi um helgina.
Námskeiðin eru
haldin á vegum
Félags um leik-
list í skólastarfi
(FLÍSS) í
samvinnu við
fræðsludeild
Þjóðleikhússins. Námskeiðin
verða haldin í húsakynnum
Þjóðleikhússins í gamla Hæsta-
réttarhúsinu að Lindargötu 5
laugardaginn 2. september og
sunnudaginn 3. september frá
klukkan 9 til 16.
Ekki verður boðið upp á sama
námskeið báða dagana þannig
að hægt er að skrá sig á bæði
námskeiðin. Þátttökugjald fyrir
dagsnámskeið er 12.000 kr. og er
fjöldi þátttakenda takmarkaður.
Hægt er að skrá sig með því að
senda tölvupóst á netföngin ud@
btnet.is eða asaragg@simnet.is.
Á námskeiðinu á laugardag
mun Neelands fjalla um kennslu
yngri barna en á sunnudag tekur
hann fyrir kennslu eldri barna
og unglinga.
Jonothan Neelands hefur
haldið námskeið og fyrirlestra
um leiklist sem kennsluaðferð
um allan heim og samið fjölda
bóka um efnið. Bókin „Leiklist
í kennslu“ eftir Önnu Jeppesen
og Ásu Ragnarsdóttur sem kom
út fyrir tveimur árum er byggð
á sömu hugmyndafræði og Nee-
lands gengur út frá.
Vika
símenntunar
Vika símenntunar verður
haldin dagana 24.-30. sept-
ember næstkomandi. Vikan
er hvatningar-
og kynningar-
átak sem nær _
til landsins “ '
alls og í ár
er áherslan
lögð á að ná
til þeirra sem
hafa stutta
formlega
menntun.
Átakinu er
ætlað að hvetja almenning
til að afla sér upplýsinga um
þá símenntunarkosti sem
í boði eru og nýta sér þá.
Símenntunarstöðvar munu
ásamt Mími skipuleggja
sérstaka dagskrá í tilefni vik-
unnar þar sem meðal annars
verður boðið upp á ókeypis
námskeið og ráðgjöf fyrir
almenning.
Markmið vikunnar er einmitt
að vekja fólk til umhugsunar
um að menntun er æviverk
og ávallt sé hægt að bæta
við sig þekkingu.
Miðvikudagurinn 27. sept-
ember verður sérstaklega
tiieinkaður árlegum símennt-
unardegi í fyrirtækjum og
stofnunum. Fyrirtæki og
stofnanir eru hvött til að
huga að fræðslumálum
starfsmanna þann dag, til
dæmis með því að kynna
þeim fræðslustefnu sína,
halda námskeið eða bjóða
upp á ráðgjöf.
Stúdentagarðar í Skuggahverfi
Félagsstofnun stúdenta hefur tekið
í notkun nýja stúdentagarða, Skugga-
garða, við Lindargötu. Stúdentagarð-
arnir eru í þremur byggingum og þar
eru samtals 96 einstaklingsíbúðir, þar
af þrjár fyrir fatlaða.
Bygging garðanna markar tíma-
mót að því leyti að Félagsstofnun hef-
ur aldrei áður byggt stúdentagarða
utan háskólasvæðisins. 1 tilkynningu
frá Félagsstofnun segir að þegar stúd-
entahverfið við Eggertsgötu hafi
verið fullbyggt hafi stúdentar óskað
eftir lóð í miðborginni þar sem gott
aðgengi væri að verslunum og stutt í
strætisvagnastöðvar. Óskir stúdenta
samræmdust jafnframt stefnu borg-
arinnar um þéttingu byggðar og í kjöl-
farið hafi Félagsstofnun verið úthlut-
aður byggingarreitur við Lindargötu.
Félagsstofnun stúdenta stefnir að
áframhaldandi uppbyggingu stúd-
entagarða þar til allir stúdentar sem
kjósi að búa á görðum eigi þess kost.
Nú eru leigueiningarnar 731 talsins og
íbúar um 1.200. Við úthlutun í haust
voru þó enn um 700 stúdentar eftir á
biðlista.
Nú getur Félagsstofnunin boðið
um 8 prósent stúdenta húsnæði.
Stúdentagarðar í Skuggahverfi
/ nýjum stúdentagörðum við Lindar-
götu eru 96 einstaklingsibúðir, þar af
þrjár sem eru hannaðar fyrir fatlaða.
GESTGJAFINN
-falað sem þú verður oð eigo
Við bæjardyrnar
Ber - rabarbari - sveppir - kryddjurtir
Haustið er einn skemmtilegasti tíminn fyrir ástríðufulla
matgæðinga. í blaðinu eru fjölmargar uppskriftir og hugmyndir
að því hvernig við getum nýtt okkur það sem á vegi okkar
verður úti í náttúrunni í haust.
Islensk villibráð
Úr íslenskum nægtabrunni er af nógu að taka.
Við eldum úr íslenskri villibráð; önd, gæs,
rjúpu oglunda.
Lífið við Laxá
íslensku laxveiðiárnar eru frægar og margir íslendingar,
auk útlendinga, heimsækja þær á hverju sumri. Við
heimsóttum eitt afar glæsilegt veiðihús og fylgdumst
með mannlífinu og matargerðinni þar.
Gestgjaffin
Islenskt og einstakt!
Gestgjafinn er stútfullur af spennandi og fróðlegu efni sem að þessu sinni tengist
islenskum mat og matarmenningu. Islenskir hversdagsréttir (nýjum búningi,
villibráðin og okkar frábæra lambakjöt eldað á nýjan máta. Skyrið er hægt að nýta á
ótal vegu og við gefum hugmyndir að frábærum kökum og eftirréttum úr skyri. Við
veltum fyrir okkur spurningunum -hvað er (slenskt eldhús? og hvað er sérkennandi
fyrir (slenska matarmenningu nútímans? Korter í kvöldmat, Gómsætt án sykurs og
aðrir fastir þættir eru að sjálfsögðu á slnum stað (nýjasta tölublaði Gestgjafans.
Íslenska blaðið - blað sem þú verður að eignastl
Hvaða blað ert þú að lesa? Kynntu þér frábær áskriftarkjör (slma 515 5555
eða sendu okkur póst á askrift@frodi.is
FRÓÐI
TÍMARITAÚTGÁFA