blaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006
blaðiö
UTAN ÚR HEIMI
SÚDAN
Mótmæli barin niður
Súdanskar öryggissveitir skutu táragasi að
mótmælendum sem höfðu safnast saman í höf-
uðborg landsins, Kartúm, í gær. Fólkið ætlaði
að koma saman til þess að mótmæla hækkandi
orkuverði í landinu.
msasm
Nýjar olíulindir í Mexíkóflóa
Bandarísk olíufyrirtæki segjast hafa fundið nýjar
olíulindir í Mexíkóflóa sem eru svo auðugar að
vinnsla þeirra gæti aukið varaolíubirgðir Banda-
ríkjamanna um fimmtíu prósent. Hugsanlega
eru þetta auðugust olíulindir landsins.
JAPAN
Barátta um forystu
Þrír menn hafa boðið sig fram til þess að taka við leiðtogahlutverk-
inu af Junichero Koizumi, forsætisráðherra Japans, í Frjálslynda
demókrataflokknum. Þeir sem sækjast eftir að feta í fótspor hans
eru: Shinzo Abe, aðalritari ríkisstjórnarinnar, Taro Aso utanrikisráð-
herra og Sadakuzu Tanigaki fjármálaráðherra.
AIKIDO
Ný námskeið að hefjast
í sal Aikikai Reykjavík í Faxafeni 8.
Verð 17.000 kr. fyrir fullorðna og
13.500 kr. fyrir unglinga (13-15 ára)
(para- og systkinaafsláttur).
Ókeypis aikido galli
fylgir fyrir 13 ára og eldri.
Verið velkomin í frían prufutíma.
Nú er bara að mæta!!
Bamanámskeið (6-12 ára) hafið. Kennt á
mánudögum og fimmtudögum kl. 17:00
Verð: 10.000 kr.
Hringið til að fá nánari upplýsingar:
840-4923 & 897-4675
eða skoðið heimasíðuna:
Eðli aikido er þannig að allir geta
æft saman óháð kyni, aldri,
styrkleika og þyngdarflokkum.
í aikido er öll áheyrsla lögð á að
verjast árásum með því að beina
krafti andstæðings frá sér í stað
þess að reyna að mæta krafti með
meiri krafti.
Komatsu
skotbómu
lyftararála
KRAFTVtlAR
Komatsu
WH609 með
göfflumskóllu
og hliðarfærslu.
KomatsuWH714
meðgöfflum,
skðfluog
hliðarfærslu.
KomatsuWH716
með göfflum,
skðfluog
mannkörfu.
Frekariupp-
lýsíngar hjó
sölumönnum
Kraftvéla ehf
535-3500
ÍJ]T FIFÍ
jlYut ffl líWP* w 1
jiMl PS.« 1 w«****pp- • - 1 ■ ■ ( IMMI \ | ll JA
Eftir Örn Arnarson
orn@bladid.net
Þrátt fyrir að rússneski auðkýf-
ingurinn Roman Abramovich
sé fyrst og fremst þekktur hér á
landi fyrir að vera fyrrverandi
vinnuveitandi Eiðs Smára Guð-
johnsen og eigandi enska knatt-
spyrnuliðsins Chelsea er hann
maður sem hefur mörg járn í
eldinum. Meðal þess sem hann
fæst við er að stýra héraðinu Tsjú-
kotka í Rússlandi. Fá landsvæði
fanga hugtakið útkjálki betur en
Tsjúkotka-ríki sem er í norðaustur-
hluta Síberíu og liggur að Berings-
hafi og Austur-Síberíuhafi. Áhugi
Abromavich á ríkinu hefur vakið at-
hygli enda fátt þar um að vera fyrir
auðmenn og því gerði bandaríska
blaðið International Herald Tribune
málinu skil á dögunum.
Roman Abramovich var kosinn
til setu í Dúmunni, neðri deild
rússneska þingsins, fyrir Tsjúkotka-
hérað árið 1999. Tveim árum síðar
var hann kjörinn ríkisstjóri og
svo skipaður af forseta Rússlands,
Vladímír Pútín, til þess að gegna
því starfi annað kjörtímabil, en
umdeildar stjórnsýslubreytingar
hans hafa gert það að verkum að
ríkisstjórar eru ekki lengur kjörnir
heldur skipaðir af forseta landsins.
Tsjúkotka er tvisar sinnum stærra
en Þýskaland en þar búa aðeins um
fimmtíu þúsund manns.
Abromavich hefur aldrei sagt
ástæðuna fyrir því af hverju hann
fékk áhuga á héraðinu en kenningar
eru á lofti um að hann hafi gert sam-
komulag við Pútln. Hann myndi
taka að sér stjórn héraðsins og fjár-
festa hluta af auði sínum til upp-
byggingar þess gegn því að stjórn-
völd myndu ekki gera honum lífið
leitt. Hvað sem er satt og logið í
þeim efnum myndi slíkur samn-
ingur varla vera tekinn sem dæmi
um góða stjórnsýslu en þrátt fyrir
það hljóta íbúar héraðsins að vera
nokkuð sáttir við sitt hlutskipti.
1 ríkisstjóratíð sinni hefur
Abramovich eytt millj-
örðum til uppbyggingar
og atvinnuþróunar.
Neyðaraðstoð
til borgar hinna
fijúgandi hunda
Öfgar náttúruafl-
anna eru miklar i
Tsjúkotka-héraði.
Veturinn stendur
yfir níu mánuði ársins og í verstu
frosthörkum fellur hitastigið í
mínus sextíu gráður. Líkt og á Is-
landi eru tré sjaldséð í Tsjúkotka
og er því Iandið berskjaldað fyrir
vindum af hafi. Ibúar héraðsins hafa
gefið höfuðborg þess, Anadyr, gælu-
nafnið Borg hinna fljúgandi hunda
þar sem algengt er að fjórfætlingar
taki á loft í verstu vindhviðum.
Þegar Abramovich heimsótti hér-
aðið í fyrsta sinn varð hann forviða
yfir hversu íbúar þess bjuggu við
mikinn skort. Greinarhöfundur Int-
ernational Herald Tribune, Valeria
Korchagina, segir á þeim hafi tíma
hafi einungis verið hægt að kaup
salt, edik og skordýraeitur í þeim
fáu verslunum sem eru í héraðinu.
Abramovich brá á það ráð að fá
fjögur flutningaskip til þess að sigla
með matarbirgðir til íbúa héraðsins.
Seinna keypti hann vöruflutninga-
þyrlu sem flytur tuttugu tonn af
birgðum á milli þorpa.
Abramovich var ljóst að neyðar-
sendingar myndu ekki duga til þess
að bæta lífskjör þegna héraðsins.
Þess vegna skráði hann hluta af
rekstri íyrirtækisins Sibneft i hérað-
inu og fórþví útsvarþess tilyfirvalda.
Síðar seldi Abramovich Sibneft til
Gazprom og varð héraðsstjórnin af
miklum tekjum í kjölfarið. En þrátt
fyrir það hefur Abramovich fjárfest
fyrir gríðarlegar upphæðir í hérað-
inu. I höfuðborginni er nú að finna
stórmarkað, stórt sjúkrahús,
veitingastaði og hótel. Ein-
göngu peningar Abramov-
ich gerðu
þ e t t a
kleift.
Hann hefur
einnig beitt
sér fyrir því
að fyrirtæki
f! starfi í hérað-
inu og hefur
meirasegjabyggt
kirkju I höfuð-
borginni fyrir
eigið fé.
Það segir meira en mörg orð að með-
altekjur íbúa héraðsins eru þriðj-
ungi hærri en meðaltekjur Rússa,
eða um 900 dollarar á ári.
Breytingar í nánd
Hins vegar eru hættumerki á lofti:
enginn býst við því Abramovich
bjóði sig fram til þess að stýra rík-
inu eftir að kjörtímabil hans rennur
út árið 2009 og hagkerfi héraðsins
stenst ekki án fjár hans. Héraðið er
ekki auðugt af olíu en þó er að finna
gull í jörðu. Ólíklegt þykir að slíkur
iðnaður geti staðið undir þeim lífs-
kjörum sem íbúarnir hafa notið
undir stjórn Abramovich. Stjórn-
völd í Moskvu íhuga nú framtíð
héraðsins og uppi eru hugmyndir
að breyta héraðinu í þjóðgarð og
flytja rússneska íbúa þess til ann-
arra borga.
En þrátt fyrir að Abramovich
hafi ekki sést I Tsjúkotka um ára-
bil, hann býr í London, og ólíklegt
þyki að íbúar héraðsins muni njóta
auðs hans til frambúðar, líta þeir á
hann sem hálfgerðan dýrling. I þjóð-
minjasafninu í Andadyr má finna
útskornar rostungstennur sem sýna
svipmyndir úr lifi auðkýfingsins.
Fáir fá þann heiður í héraðinu að
vera skornir út á rostungstönn - að-
eins ein önnur tönn er til sýnis á
safninu en á henni
má sjá Vlad-
ímír Lenín.
Vladímír Pútin Roman Abramovich
Pútin breytti stjórnar Velmegun ibúa Tsjúkotka
skránni og þvi ótikiegt ao \ ^ stendur og fellur meö auói
Abramovich verði afram. i Abramovich.